Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 37
Helstu verkefni og ábyrgð: • Ábyrgð á skjalamálum stofnunarinnar, mótun verklags og þróun skjalastefnu til framtíðar með því markmiði að tryggja hagnýtingu skjalanna, varðveislu upplýsinga og stjórnun þekkingar í Orkustofnun. • Leiðir þróun og umbætur á sviði skjalamála og innleiðingar nýjunga á verklagi við stafræna þróun skjalamála. • Ábyrgð á ráðgjöf og fræðslu til starfsfólks um skjalavistun og bætt verklag fyrir öll verkefni stofnunarinnar. • Ábyrgð á að farið sé eftir lögum og reglum um skjalavörslu og skylduskil opinberrar stofnunar til Þjóðskjalasafns Íslands. • Ábyrgð á innleiðingu gæðastefnu og innleiðing og stjórnun verklags við gæðastjórnun. • Ábyrgð á ritstjórn gæðahandbókar og uppfærslum í samvinnu við starfsfólk. • Stýring og viðhald á gæðaskjölum og markviss eftirfylgni við notkun og uppfærslur. • Skráning og þarfagreining verklagsreglna, ferla og verklýsinga hjá stofnuninni. • Frumkvæði í þróun og innleiðingu nýjunga á verklagi við stafræna þróun skjala- og gæðamála. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í upplýsingafræði, gæðastjórnun eða skyldum greinum. • Sérnám í skjalastjórnun er kostur. • Marktæk reynsla í skjalastjórnun innan opinberrar stjórnsýslu og meðferð stjórnsýslumála er kostur. • Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfum, gæðakerfum og gæðastjórnun. • Þekking og reynsla af stafrænu umbreytingaferli og þróun í gæða-, skjala-og upplýsingamálum. • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. • Ríkir skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum. • Faglegur metnaður á sviði skjala- og gæðastjórnunar. • Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að leiða stefnumótunarvinnu og umbætur. • Góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund. • Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi, áræðni og drifkraftur. • Vilji til að byggja upp metnaðarfullan og samheldan vinnustað. Starfið krefst áræðni og haldgóðrar reynslu af skjalastjórnun og gæðastjórnun auk hæfni til að móta framtíðarsýn og stýra innleiðingu nýrra lausna og verklags með skilvirkni að leiðarljósi. Skjala- og gæðastjóri starfar í náinni samvinnu við stjórnendur og starfsfólk, þvert á starfssvið stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku. os.is Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Umsóknum skal skilað í gegnum 50skills. Nánari upplýsingar veitir Ingi Jóhannes Erlingsson, fjármála- og rekstrarstjóri, ingi@os.is Orkustofnun er öflug stofnun þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Orkustofnunar eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi og viðkomandi stéttarfélags. Jafnlaunavottun er í gildi hjá OS. Umsóknafrestur er til og með 12. janúar nk. á https://jobs.50skills.com/orkustofnun/is/17294 Skjala - og gæðastjóri Orkustofnun leitar að framúrskarandi og metnaðarfullum skjala- og gæðastjóra, til að tryggja gæði skjalavörslu og skjalastjórn stofnunarinnar, leiða stafrænar umbreytingar í skjalamálum, og veita gæðamálum og innleiðingu, notkun og stjórnun verklags við gæðastjórnun styrka forystu. Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í meira en 50 ár hagvangur.is ATVINNUBLAÐIÐ 15LAUGARDAGUR 7. janúar 2023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.