Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 13
Gianni Infantino, forseti
FIFA, vill að allar þjóðir
heims nefni einn leikvang í
landi sínu í höfuðið á goð-
sögninni, Pelé. Fréttablaðið
skoðaði hvaða vellir koma til
greina hér á landi.
hoddi@frettabladid.is
fótbolti Pelé lést í síðasta mánuði
82 ára að aldri en hann er talinn
einn allra besti knattspyrnuleik-
maður sögunnar.
Gianni Infantino er vongóður um
að nafn Pelé verði heiðrað um allan
heim með því að nefna einn leik-
vang í hverju landi með hans nafni.
Pelé lék allan sinn feril í Brasilíu
fyrir utan stutt stopp í Bandaríkj-
unum og vann HM með þjóð sinn
í þrígang. Pelé kom til Íslands árið
1991 og heimsótti þá Akranes,
Akureyri, Egilsstaði, Vestmanna-
eyjar og höfuðborgarsvæðið.
Fréttablaðið fór á stúfana og
skoðaði hvaða vellir gætu komið til
greina sem næsti Pelé-völlur. n
Heppilegir staðir
til að heiðra
minningu Pele
Pelé-Krikinn
Hafnfirðingar gætu heiðrað Pelé með því að breyta nafninu á Kapla-
krika í Pelé-Krika. Heimsókn hans í Kaplakrika árið 1991 var fræg
en þar hitti hann meðal annars Friðrik Dór Jónsson og fleiri góða
kappa. Hver væri ekki til í að skora mark í Pelé-Krikanum?
Svarta Perlan
Valsmenn gætu svo sannarlega heiðrað minningu Pelé og með því
gætu þeir nýtt sér eitt helsta kennileitið við völlinn. Pelé var oft
kallaður Svarta perlan í fótboltanum en við Hlíðarenda stendur
Perlan og við hlið hans gæti komið Svarta Perlan sem yrði heima-
völlur Vals.
Pelé Park
Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er nefndur eftir Vilhjálmi Einarssyni
spjótkastara. Völlurinn er hins vegar oftar en ekki kallaður Villa-
Park. Það væri nokkuð einföld breyting að setja þar upp Pelé Park
en knattspyrnugoðsögnin átti góðar stund á Egilsstöðum. Líklega
myndi heimafólki þó ekki hugnast þessi breyting enda Vilhjálmur
einn dáðasti sonur Austurlands.
Pelé-Garður
Miðgarðshöllin í Garðabæ er vissulega töff nafn og töff höll fyrir
utan smá myglu. Garðabær kom þó ekkert við sögu í heimsókn Pelé
en nafnið gæti dreift athyglinni frá vandræðunum með mygluna.
Pelé-Kórinn
Hitastigið í Kórnum er nær því sem þekkist í
Brasilíu og því gætu HK-ingar breytt nafninu á
höllinni sinni í Pelé-Kórinn. HK-ingar hafa lengi
barist fyrir því að fá að selja nafnið á Kórnum en
gætu þarna breytt nafninu á höll sinni í Pelé-
Kórinn og þar með heiðrað minningu eins merki-
legasta fótboltamanns allra tíma.
Pelé-Skjól
Nýtt KR-svæði er handan við hornið. Og þegar
það rís mun KR-inga ekki skorta neitt. Pelé var
eiginlega vinur Geirs Þorsteinssonar, sem var
formaður knattspyrnudeildarinnar forðum
daga, og því ekkert nema tilvalið að skella Pelé-
nafninu á nýja svæðið.
Pelé-Völlur
Hásteinsvöllur er goðsagnakennt nafn enda vallarstæðið einstakt.
Pelé mætti jú með einum dáðasta syni Eyja, Ásgeiri Sigurvinssyni,
og skemmti sér vel. Hann spurði meira að segja Ásgeir hvort hann
ætti eyjuna. Í Eyjum afhenti Pelé enska drengjalandsliðinu verð-
laun fyrir að hafa unnið svokallað Norðurlandamót sem haldið var
þar þannig að þetta er í raun borðleggjandi þó að Ásgeirsvöllur ætti
auðvitað vera nafnið.
Pele var fyrsta stórstjarnan í fótboltanum en hann heimsótti land og þjóð árið 1991. Fréttablaðið/Getty
LAUGARDAGUR 7. janúar 2023 Íþróttir 13Fréttablaðið