Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 29
Nánari upplýsingar veita
Hilmar G. Hjaltason, hilmar@vinnvinn.is og
Jensína K. Böðvarsdóttir, jensina@vinnvinn.is.
Jarðboranir hf er leiðandi hátæknifyrirtæki á
heimsvísu sem sérhæfir sig í djúpborunum
eftir jarðhita og hefur margra áratuga reynslu
af borunum í háhita og lághita. Félagið starfar
bæði innlands og erlendis og er heildarfjöldi
starfsmanna um 130 talsins. Í dag er félagið
með starfsemi á Íslandi, Nýja Sjálandi og
Dominíka.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.
Forstjóri
Við leitum að framúrskarandi leiðtoga sem býr yfir reynslu til að leiða hóp úrvals fagfólks.
Forstjóri stýrir daglegum rekstri fyrirtækisins, sinnir stefnumótun í samráði við stjórn og er í forsvari
fyrir fyrirtækið út á við.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna.
• Mótun stefnu og innleiðing í samráði við stjórn.
• Stuðla að stöðugum umbótum félagsins.
• Samskipti og samningagerð við viðskiptavini og birgja.
• Upplýsingagjöf til stjórnar og starfsfólks.
• Innri og ytri samskipti.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Farsæl og árangursrík reynsla af stefnumótun, breytingastjórnun og rekstri.
• Þekking og reynsla af framleiðsluiðnaði, verktaka- og/eða orkustarfsemi kostur.
• Framúrskarandi leiðtogahæfni, framsýni og drifkraftur.
• Reynsla af rekstri og stjórnun í alþjóðlegu umhverfi.
• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Sjálfsæð vinnubrögð, jákvætt viðhorf og hæfni til að taka ákvarðanir undir álagi.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
Umsóknarfrestur
er til og með 18. janúar nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
ATVINNUBLAÐIÐ 7LAUGARDAGUR 7. janúar 2023