Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2023, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 07.01.2023, Qupperneq 60
Og svo gerði hann mynd sem heitir Sjúgðu mig Nína og hún er svona hið heilaga gral Bíó Tvíó. Af hverju heitir hún þetta? Og hvað fjallar hún um? Það verður forvitnilegt að sjá til hvaða varna „triggeraðir“ bílakallar grípa nú. „Frétt vikunnar hlýtur að vera að við íbúar á höfuðborgarsvæðinu kláruð- um mengunarkvóta alls ársins fyrir kvöldmat þann 5. janúar,“ segir Jón Kaldal blaðamaður um það sem bar hæst í fyrstu fréttaviku ársins. „Þá hafði mengun á svæðinu farið nítján sinnum yfir skilgreind heilsu- verndarmörk en samkvæmt reglu- gerð umhverfismálaráðuneytisins má það ekki gerast oftar en átján sinnum á ári. Við erum sem sagt þegar byrjuð á kvótanum fyrir 2024 þegar enn eru eftir um 360 dagar af 2023,“ Hann bendir á að reglugerðin um hver mengunarmörkin eru sé skýr. „En hins vegar virðist vera í henni svarthol þegar kemur að því hvað skal gera til að koma í veg fyrir að þessar heilsuspillandi aðstæður skapist,“ heldur Jón áfram og segir þetta reyndar grátlega lýsandi fyrir íslenska stjórnsýslu í ýmsum umhverfisverndarmálum. „Þar skortir oftar en ekki viðurlög og stjórntæki sem bíta fyrir alvöru. Mengunin sem er að spilla heilsu borgarbúa og barna þeirra kemur beint frá útblæstri bíla. Það verður forvitnilegt að sjá til hvaða varna „triggeraðir“ bílakallar grípa nú. Hingað til hafa þeir kennt um skorti á því að götur séu sópaðar og spúl- aðar. Eina ráðið sem dugar þó við þessar aðstæður er að takmarka hraustlega akstur bíla og þar með útblásturinn frá þeim.“ n Mengunarkvóti ársins kláraður fyrir kvöldmat n Frétt vikunnar Jón Kaldal, blaðamaður - ómissandi með steikinni Andrea Björk Andrésdóttir og Steindór Grétar Jónsson eru komin af stað með hlað- varpið Bíó Tvíó eftir árs hlé. Þau hafa einsett sér að sjá og fjalla um allar myndir íslenskrar kvikmyndasögu þar sem æðsta takmarkið er stuttmyndin sjaldséða Sjúgðu mig Nína frá 1985. toti@frettabladid.is Andrea Björk Andrésdóttir og Steindór Grétar Jónsson byrjuðu með hlaðvarpið Bíó Tvíó árið 2016 og lögðu þá upp með að sjá og fjalla um hverja einustu bíómynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Þau voru komin vel á veg og engin uppgjöf í þeim þegar þau gerðu hlé á þáttunum í febrúar í fyrra og eru nú byrjuð aftur. Tvíefld með fulltingi Kvikmyndasafns Íslands og bjóða upp á vikulega aukaþætti í áskrift á Patreon.com. „Málið er náttúrlega bara að við urðum uppiskroppa með myndir. Það eru ekki nema eitthvað á þriðja hundrað íslenskar kvikmyndir til og þegar við vorum búin að horfa á 217 þá bara fundust ekki f leiri,“ segir Steindór Grétar. „Þannig að við þurftum að taka eitt ár í pásu á meðan við leituðum að fleiri mynd- um,“ heldur hann áfram og bætir við að eðli málsins samkvæmt hafi náttúrlega nokkrar nýjar myndir komið út í millitíðinni. Nálgast takmarkið „Og nú erum við í samstarfi við Kvikmyndasafnið sem hjálpar okkur að nálgast margar sjaldgæfar og illfáanlegar myndir. Þannig að núna höfum við alveg ágætis slatta sem við ætlum að taka fyrir á næstu mánuðum og komast nær markmiði okkar um að horfa á hverja einustu íslensku kvikmynd sem hefur verið gerð.“ Þetta er helvíti bratt takmark. Er allt í lagi með ykkur? Hvernig datt ykkur þetta eiginlega í hug? „Okkur fannst þetta skemmtilegt markmið til að byrja með og sáum fyrir okkur að þar sem þetta væru tvö hundruð og eitthvað myndir ætti þetta að taka fjögur ár með einum þætti á viku. Við áttuðum okkur svo náttúrlega ekkert á því fyrr en við byrjuðum að margar af þessum myndum eru, hvað á maður að segja …“ Steindór hikar, segist ætla að reyna að orða þetta varlega og hlær. „Ekki góðar. En við mætum þeim öllum af sömu virðingu og reynum að gera þeim skil.“ Klámhundalíf Þættina taka þau upp í Berlín en þau byrjuðu á Bíó Tvíóinu þegar þau f luttu þangað á sama tíma. „Okkur langaði að halda einhverri tengingu við íslenska menningu og ríghöldum í íslenskar kvikmyndir sem haldreipi okkar og tengingu við þjóðina.“ Þáttur númer 218 er kominn í loftið en í honum fjalla þau um kvikmyndina Ölmu, eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Nýr þáttur bætist síðan við vikulega á vef Stundarinn- ar, þar sem Steindór er blaðamaður, Spotify og allar helstu hlaðvarps- veitur. „Síðan erum við að byrja með þessa bónusþætti sem hægt er að finna á síðu okkar á Patreon.com. Þetta eru vikulegir aukaþættir um stuttmyndir, heimildarmyndir og stundum sjónvarpsþætti,“ segir Steindór og boðar í þessum mánuði mikinn fögnuð með umfjöllun um Spaugstofuþáttinn sögulega Klám- hundalíf. Sjúgðu mig Nína Fyrsti bónusþátturinn hverfist hins vegar um eitt byrjendaverka leik- stjórans Óskars Jónassonar, Oxsmá Plánetuna. „Hlustendur okkar eru margir forvitnir um skrítna hluti og okkur langaði að fjalla um hana vegna þess að fólk hefur verið mjög forvitið um þessi fyrstu verk Óskars Jónassonar.“ „Og svo gerði hann mynd sem heitir Sjúgðu mig Nína og hún er svona hið heilaga gral Bíó Tvíó. Af hverju heitir hún þetta? Og hvað fjallar hún um?“ Steindór segir myndina hafa verið draumaumfjöllunarefni þeirra allar götur frá því þau byrjuðu með hlað- varpið fyrir sex árum. „Og við erum að vonast til að geta gert eitthvað með hana en ég þori ekki að lofa neinu. Við erum með hana í sigtinu og eigum bara eftir að taka í gikk- inn.“ n Sjúgðu mig Nína í sigtinu Steindór og Andrea eru snúin aftur tvíefld og fá nú mikilvæga aðstoð Kvikmyndasafnsins. Mynd/Joerg C. Jasper Ekki um munnmök Óskar Jónasson og Oxsmá gerðu stuttmyndina Sjúgðu mig Nína 1985 og hún er í raun merkilega þekkt miðað við að hafa verið nánast ósýnileg alla sína tíð. Mögulega vegna þess að sérkennilegur titillinn hefur orðið til þess að flestir draga þá ályktun að hún fjalli um munnmök. Þetta er þó alls ekki tilfellið og nafnið vísar til þess þegar önnur aðal- persónan, Nína, kemst til meðvitundar eftir sýrutripp og heyrir mjóróma rödd sem hvetur hana til þess að fá sér smók af hassi. Kormákur Geirharðsson, trommari Oxsmár, og Halla Margrét Árnadóttir léku parið Hjört og Nínu í myndinni en eftir að hafa gifst spari- merkjagiftingu eyða þau öllum peningnum í dóp og lenda í klóm ógeðslegs fíkni- efnasala. Oxsmá Plánetan Óskar Jónasson gerði 32 mínútna stuttmyndina með félögum sínum í hljómsveit- inni Oxsmá árið 1983. Myndin rekur sorgarsögu illa uppalins geimkarls úr Reykjavík sem hyggst ná fótfestu á fjarlægri draumaplánetu og tileinka sér lifnaðarhætti frumbyggja. Jón Kaldal, blaðamaður 32 Lífið 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.