Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 49
Hann er einn skemmti- legasti maður sem ég þekki og það er búið að vera brjálæðislega skemmtilegt að vinna þetta með honum. Afburðagóður hópur leikara fer með hlut- verk í Villibráð og segir Elsa það hafa verið afar ánægjulegt að vinna með slíkum fag- mönnum. Mynd/aðsend það. Ég var svo mikið að skilgreina mig frá einhverju að ég gleymdi bara að skoða það. Hugsa um að það væri einhver klukka í þessum málum og það væri ekki endilega hlaupið að því að eignast börn,“ segir Elsa. „Svo lá mér líka svo á að klára þetta nám sem ég var í,“ bætir hún við. En Elsa stundaði nám við Danska kvikmyndaskólann og var fyrst íslenskra kvenna til að stunda nám við skólann. „Þetta var mjög langt og f lókið inntökuferli og svo var tíminn í þessum skóla alveg kreisí, ég er eiginlega bara enn þá að vinna í því sem gerðist þarna. Maður lærði og upplifði svo margt,“ segir hún. „Í þessu námi er maður alltaf í framleiðslu. Það liggur við að maður sé á setti í hverjum mánuði að gera eitthvað og maður þarf sjálfur að huga að öllum þáttum. En fyrir kvikmyndaleikstjóra getur liðið mjög langur tími á milli þess sem maður er á setti, það geta hæglega liðið fimm til sex ár á milli,“ segir Elsa. „Þegar það líður svona langur tími á milli kólnar maður auðvitað og þarf að hita sig aðeins upp. Þegar ég kom á settið í Villibráð hafði ég ekki verið á setti síðan ég kláraði skólann en núna er ég þar í hverri viku eða oft í viku,“ segir Elsa sem einnig er við tökur á þáttaröðinni Aftureldingu sem sýnd verður á RÚV um páskana en Elsa leikstýrir tveimur þáttum í seríunni. Eftir að Elsa kláraði skólann eign- aðist hún dætur sínar tvær. „Það er svo skrítið hvernig allt gerist á sama tíma, ég kláraði skólann og svo bara koma börnin og allt í einu fer allt af stað í vinnunni, eitthvert hjól sem maður er búinn að vera að reyna að setja í gang fer allt í einu að snúast. Þá verður maður að reyna að anda inn í það, þetta er allt sem ég var búin að óska mér og maður verður að muna að njóta þess.“ Spaugstofan Þegar Elsa f lutti frá Húsavík hóf hún nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, með skólanum vann hún á RÚV þar sem hún var meðal annars aðstoðarkona í Spaugstof- unni. „Á Húsavík þekkti ég engan sem vann við sjónvarp eða kvik- myndagerð og það var ekkert svo- leiðis í gangi þar. Þess vegna fannst mér enn þá geggjaðra að vinna í Spaugstofunni. Þetta var stærsti þáttur á Íslandi og besta vinna sem ég gat látið mér detta í hug,“ segir hún. „Ég græddi ótrúlega reynslu á vinnunni í Spaugstofunni, það var klikkað að vera þarna. Í hverri viku fékk ég að fylgjast með ferlinu frá handriti í útsendingu, að sjá það gerast á einni viku sem við erum búin að gera á þremur árum í Villi- bráð,“ segir Elsa. Í kjölfar vinnunnar í Spaug- stofunni vann Elsa að hinum ýmsu verkefnum hjá RÚV. „Ég vann bak við tjöldin í alls konar prógrömm- um og fékk svo tækifæri til að vera skrifta í Kastljósi og stundum fékk ég líka að vera á skjánum. Mér fannst þetta svo gaman að mig lang- aði aldrei heim til mín. Ég var þarna í tíu, tólf tíma á dag og vildi hvergi annars staðar vera, nema kannski á djamminu,“ segir hún og hlær. Það kom svo að því að Elsa þurfti Það er margt áríðandi og „relevant“ í mynd- inni en því er pakkað inn í húmor, meira að segja frekar svartan húmor. að hætta á RÚV og segir hún það í rauninni hafa verið gæfuspor þrátt fyrir að hún hafi ekki áttað sig á því þegar það gerðist. „Þegar ég var svona 28–29 ára var einhver niður- skurður á RÚV og ég var kölluð inn á skrifstofu. Ég vissi alveg hvað var að fara að gerast en ég grét svo mikið að það komst enginn annar að, ég missti mig alveg,“ segir Elsa. „Þetta var eflaust mjög erfitt fyrir Þórhall sem var að reyna að reka mig,“ segir Elsa og vísar til Þórhalls Gunnarssonar sem þá var ritstjóri Kastljóss. „En ég náði að róa mig og hann gat látið mig fara. Ég var búin að vera þarna svo lengi og ég elskaði þetta svo mikið að ég hugsaði ekkert út í það að hafa einhver önnur plön, ég hefði aldrei hætt af sjálfsdáðum en það var bara gott að ég var látin fara og gat hugsað minn gang,“ segir hún. Eftir að Elsa hætti hjá RÚV klár- aði hún BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands ásamt því að vinna við ýmis kvikmyndaverkefni. „Ég fékk að vera á hliðarlínunni í alls konar verkefnum og þarna náði ég að telja í mig kjark til að gera leikið efni sjálf og áttaði mig á því að þetta væri það sem ég vildi gera.“ Villibráð Elsa skrifaði handritið að Villibráð ásamt leikskáldinu Tyrfingi Tyrf- ingssyni. Þau kynntust í MH og segir Elsa hann með skemmtilegustu mönnum sem hún þekki. „Við Tyrfingur höfðum oft talað um það að vinna saman og þegar ég ber þetta undir hann þá æsum við hvort annað upp. Við fengum algjör- lega frjálsar hendur í þessu, það eina sem við höfðum sem grunn var þessi leikur með símana og við unnum með hann. Að mörgu leyti var gott að hafa þessa fyrirfram- gefnu grunnhugmynd til að vinna út frá,“ segir hún. „Hann er einn skemmtilegasti maður sem ég þekki og það er búið að vera brjálæðislega skemmtilegt að vinna þetta með honum.“ Tyrfingur og Elsa skrifuðu hand- ritið í Covid-faraldrinum, þau bjuggu hvort í sínu landinu og notuðust við Zoom. „Við hittumst aldrei á meðan við skrifuðum þetta, hann var í Amsterdam og ég í Kaupmannahöfn. Við notuðum bara Zoom-ið. Þar slúðruðum við og rifjuðum upp alls konar sögur af fólki sem við þekktum og fólki sem við höfðum þekkt og úr varð þetta handrit,“ segir Elsa. „Ég held að margir geti séð eitt- hvað í karakterunum í myndinni sem minnir þá á sjálfa sig. Við höfum öll verið í þessu matarboði að einhverju leyti, kannski ekki í þessu húsi eða í þessum símaleik, en f lest erum við í einhverjum svona hópi sem er aðeins farinn að gliðna í sundur. Kannski fólk sem við vorum með í menntaskóla fyrir 20 árum og erum í mismiklu sambandi við, höldum kannski að við þekkjumst betur en við gerum,“ segir hún. Elsa segist vongóð um að áhorf- endur Villibráðar muni hafa gaman af myndinni, hún sé hressandi og geti talað til margra. „Það er margt áríðandi og „relevant“ í myndinni en því er pakkað inn í húmor, meira að segja frekar svartan húmor,“ segir hún. „Svo getum við f lest tengt við þennan símaleik. Við notum símana auðvitað til þess að sýna okkar bestu hlið og það hvernig við viljum koma fyrir en svo notum við þá líka til að vera versta útgáfan af sjálfum okkur, útgáfan sem enginn má sjá. Svo þegar síminn er kominn á borðið þá erum við mjög ber- skjölduð og hrá en líka sönn,“ segir Elsa. „Leyndarmálin í símanum þurfa nefnilega ekki að vera einhver rosa- leg leyndarmál heldur er mikið um hversdagslegan óheiðarleika. Innan vinahópa, fjölskyldna eða vinnu- staða eru oft Messenger-þræðir sem þola ekki dagsins ljós og ég held að það sé enginn of fínn fyrir það að hafa verið á einhverjum þræði sem þolir ekki dagsins ljós,“ segir hún. Fóruð þið einhvern tímann í þennan leik meðan á vinnslu mynd- arinnar stóð? „Nei, við fórum ekki í leikinn en við vorum stundum að djóka með að lesa upp síðustu skilaboðin sem við fengum eða eitthvað svoleiðis. En við vorum öll mjög fegin að það væri enginn að skoða símana hjá okkur.“ n Helgin 21LAUGARDAGUR 7. janúar 2023 Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.