Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 16
Árni Þórður Sigurðarson var heilbrigður ungur maður þar til hann veiktist skyndilega í desember árið 2021. Honum var haldið sofandi í um fimm mánuði og var í lífshættu í næstum heilt ár. Árni fer yfir sögu sína ásamt föður sínum Sigurði Ragnarssyni, betur þekktum sem Sigga stormi. Árni Þórður Sigurðarson var 29 ára gamall í des- ember árið 2021 þegar hann veiktist skyndi- lega og mjög alvarlega. „Ég hef alltaf verið heilbrigður en á þessum tíma var ég aðeins búinn að missa tökin. Ég var hættur að hreyfa mig og hafði aldrei verið þyngri,“ segir Árni. Hann hafði verið mikið í íþrótt- um þegar hann var yngri og var útskrifaður úr íþrótta- og heilsu- fræði. „Ég var týpan sem keppti í skólahreysti en þarna var andlega heilsan farin að versna aðeins,“ segir hann. Hann segir þessa þætti líklega hafa haft áhrif á að hann veiktist en að læknar hafi þó tjáð honum að veikindin hefðu getað hent hvern sem er. Fimmtudaginn 16. desember árið 2021 fer Árni að finna fyrir verkjum í kviðnum. Hann gefur þeim ekki mikinn gaum til að byrja með. „Ég vissi að það var eitthvað í gangi en ég hélt bara að þetta væri eitthvað sem ég hefði borðað og ég lét það vera,“ segir hann. Daginn eftir líður Árna enn verr og verkirnir orðnir svo miklir að hann á erfitt með að komast fram úr rúminu. „Það er oft talað um verki á skalanum einn upp í tíu og þetta var alveg blikkandi níu,“ segir hann. Næsta dag harkar Árni enn af sér, fer út með hundinn sinn Storm og reynir að lina verkina með verkja- lyfjum en ekkert virkar og hann heldur hvorki mat né drykkjum niðri. „Ég ligg bara í fósturstellingu í rúminu alla laugardagsnóttina og hringi svo í mömmu á sunnudags- morgninum og hún heyrir strax að það er eitthvað að, þarna er ég bara að detta út,“ segir Árni. Móðir Árna var erlendis ásamt föður hans en segir honum að hringja í eldri bróður sinn sem kemur yfir og hringir á sjúkra- bíl. „Ég bara dett í fangið á bróður mínum þegar hann kemur, ég hefði auðvitað átt að vera löngu búinn að hringja í sjúkrabíl,“ segir Árni. Vill ekki láta hafa fyrir sér „Árni er svona týpa sem vill ekk- ert láta hafa fyrir sér, hann hefur alltaf verið þannig,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, faðir Árna, en hann er betur þekktur sem Siggi stormur. Siggi var ásamt eiginkonu sinni Hólmfríði Þórisdóttur á Spáni þegar Árni veikist. „Hann sendir mér SMS þegar hann er kominn á spítalann og segir mér að það sé verið að gefa sér morfín. Næstu fréttir sem ég fæ eru frá lækni á gjörgæsludeildinni á Hringbraut. Hann segir okkur að honum þyki leiðinlegt að segja okkur að það hafi þurft að svæfa drenginn okkar og að hann sé í öndunarvél,“ segir Siggi. „Hann segir okkur að ástand hans sé krítískt, að hann sé í lífshættu og að þau ráðleggi okkur að koma strax heim og við auðvitað gerum það. Þau benda okkur svo strax á að tala við sjúkrahúsprest og fá andlegan stuðning því að það vissi enginn hvað hver dagur bæri í skauti sér. Við þurftum bara að hugsa einn dag í einu,“ bætir Siggi við. Við tóku fjórir og hálfur mánuður þar sem Árna var haldið sofandi og foreldrar hans og fjölskylda biðu í von og óvon. Í ljós kom að Árni hafði fengið brisbólgu og í kjölfarið kom upp bilun í fjölda líffæra hans, sem formlega kallast fjöllíffærabilun. „Það bara verður að koma fram að ég á ekki orð yfir öðlingsfólkið sem vinnur á gjörgæslunni á Hring- braut. Yfirlæknirinn Sigurbergur Óttaðist um líf hans á hverjum degi Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður vinna nú báðir í því áfalli sem veikindi Árna voru fyrir fjölskylduna. Fréttablaðið/anton brink Kárason er ótrúlegur. Við höfðum allan tímann aðgang að læknum og fengum allar þær upplýsingar sem við þurftum,“ segir Siggi. „Við gátum ekki farið að sofa án þess að fá upplýsingar um það hvernig honum liði og hvað væri að gerast. Við urðum að hringja og við fengum alltaf svar, svona símtal jafnaðist á við tvær til þrjár svefn- töflur,“ segir Siggi brosandi. „Það er alltaf verið að velja mann- eskju ársins en þetta fólk er fólk aldarinnar,“ skýtur Árni inn í. Siggi segir það hafa tekið mikið á alla fjölskylduna að horfa á Árna veikan á spítalanum og að þau hafi fundið til mikils vanmáttar. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ útskýrir hann. „Hann var sjúklingurinn og ég er ekki að vorkenna mér en ég var kominn í mikla vanlíðan sökum kvíða sem ágerðist hratt og hafði mikil líkamleg og andleg áhrif á mig,“ segir Siggi. Hann tjáði sig mikið um veikindi Árna á Facebook-síðu sinni og fann fyrir miklum stuðningi. „Það voru alveg einhverjir sem fannst skrítið að ég væri að tjá mig um þetta opin- berlega en þetta var mín leið og við fengum mikil viðbrögð og mikinn stuðning. Það voru um sjö þúsund manns sem sýndu okkur stuðning á einhvern hátt. Á Facebook, með skilaboðum eða símtölum,“ segir Siggi og bætir við að erfiðust hafi honum þótt símtölin. „Mér fannst erfitt að tala um þetta, auðveldara að skrifa,“ segir hann. Árni segir það hafa skipt hann miklu máli að foreldrar hans hafi fengið stuðning víðs vegar að. „Mér þótti mjög mikilvægt að þeim liði vel og það sem mér finnst erfiðast við þetta allt er hvað þetta var erfitt fyrir þau,“ segir hann. Aftur í lífshættu Þegar Árna hafði verið haldið sof- andi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og allt horfði til betri vegar. Enginn trúði því hversu hraður batinn var. „Hann var máttlaus fyrst en svo gerist þetta mjög hratt. Hann er með talgervil þarna og nær að segja Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 16 Helgin 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.