Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 30
Við á deild loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun leitum að öflugum
teymisfélaga til að taka þátt í undirbúningi og framkvæmdum nýrra virkjana.
Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og ásýnd þess og leggjum áherslu
á að þekkja og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.
Helstu verkefni:
– Mat á umhverfisáhættu, skipulagning ráðstafana og markmiðasetning
um umhverfismál
– Gerð og framfylgd umhverfisáætlana
– Leyfis- og skipulagsmál og eftirfylgni krafa sem snúa að áhrifum á umhverfi
og verndun þess
– Samtöl við hagaðila um umhverfismál
Hæfniskröfur:
– Háskólamenntun á sviði verk- og tæknifræði, umhverfisfræði eða náttúruvísinda
– Þekking á umhverfismálum og áhugi á náttúru Íslands
– Þekking á framkvæmdaverkefnum og opinberri stjórnsýslu er kostur
– Lipurð í mannlegum samskiptum
– Skipulagsfærni, sjálfstæði og frumkvæði
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2023
Sótt er um starfið hjá Hagvangi
www.hagvangur.is
Starf
Leggðu okkur og
umhverfinu lið!
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr
endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega
300 manns, víða um land. Fyrirtækið hefur metnaðarfulla jafnréttis- og mannauðsstefnu,
hugar að vellíðan starfsfólks og leggur áherslu á að viðhalda orkumikilli fyrirtækjamenningu.
RÁÐGJAFI
á sviði starfsendurhæfingar
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leitar að metnaðarfullum einstaklingi
í starf ráðgjafa hjá VIRK. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt
starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfs-
endurhæfingar á vinnumarkaði.
Helstu verkefni
• Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta
starfsgetu
• Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
• Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem
gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
• Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í
starfsendurhæfingu og vinnustaði
• Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði
félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
• Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða
starfsendurhæfingar
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
• Góð þekking á vinnumarkaði
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem
stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað sam-
félagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði
og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.
Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á
vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan
starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu
með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og
er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.
Upplýsingar veitir
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2023.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar
blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn
hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfnikröfur starfsins.