Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 10
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Á Íslandi er pólitíkin nefnilega eins og hugsuður- inn, sjálf styttan sem situr með krepptan hnefann undir kjálka – og hugsar, að því er virðist, en gerir ekki neitt. Við mætt- um fleiri taka okkur til fyrir- myndar konuna á Akureyri sem þakk- aði sam- borgara fyrir að vera henni sólargeisli í hversdags- leikanum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Árið 1957 varð franski rithöfundurinn Albert Camus næstyngsti handhafi Nóbels­ verðlaunanna í bókmenntum, aðeins fjöru­ tíu og fjögurra ára að aldri. Camus fæddist í Alsír. Faðir hans lést þegar Camus var eins árs og ólst hann upp við fátækt hjá ólæsri móður og ofstopafullri ömmu. Nokkrum dögum eftir að Camus voru veitt verðlaunin sendi hann gömlum grunn­ skólakennara bréf. „Kæri herra Germain,“ skrifaði Camus. „Mér hefur verið veitt viður­ kenning sem ég hvorki bað um né sóttist eftir. En fyrsta manneskjan sem kom mér til hugar við fréttirnar, á eftir móður minni, varst þú. Án þín, án umhyggjusamrar leið­ sagnar sem þú sýndir ungum og fátækum dreng, án visku þinnar og fyrirmyndar hefði þetta aldrei gerst. … Viðleitni þín, vinna og örlæti lifa enn í hinum unga skóladreng sem er ennþá, eftir öll þessi ár, þinn einlæglega þakkláti nemandi.“ Þakklæti komst í fréttirnar undir lok síðasta árs. Dagný Brynjarsdóttir, landsliðs­ kona í knattspyrnu, vakti athygli á því að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalands­ liðsins í fótbolta, hefði verið heiðraður með treyju eftir hundraðasta landsleik sinn. KSÍ hafði hins vegar ekki séð ástæðu til að þakka Dagnýju og öðrum landsliðskonum fyrir störf sín með sams konar treyju við sama áfanga. Flestum blöskraði misræmið. Þó voru uppi raddir sem virtust telja að þakklætið ætti þvert á móti að koma úr hinni áttinni. Hvar var þakklætið fyrir að vera valin í liðið? Hvar var þakklætið fyrir að fá greitt fyrir að spila? Var þetta ekki vinnan hennar? Þurfti að þakka henni eitthvað sérstaklega fyrir hana? Jöklaferð á hælaskóm Lítið fór fyrir einni fallegustu frétt jólanna sem fennti í kaf vegna frétta af veðri. Katrín Sylvía Brynjarsdóttir er átján ára starfsmað­ ur Bónuss á Akureyri. Stuttu fyrir jól fékk Katrín óvæntan glaðning frá viðskiptavini verslunarinnar sem hún afgreiddi reglulega. Eftir að Katrín Sylvía hafði afgreitt konuna einu sinni sem oftar rétti hún Katrínu Sylvíu umslag og hélt svo sína leið. Þegar Katrín Sylvía opnaði umslagið þar sem hún stóð við kassann brast hún í grát. „Í umslaginu var ótrúlega fallegt bréf,“ sagði Katrín Sylvía í samtali við Akureyri. net. Í því var einnig 10 þúsund króna seðill. Í bréfinu þakkaði konan Katrínu Sylvíu fyrir allt sem hún hefði gert á árinu til að gera heiminn og umhverfið í kringum sig betra. „Ég skynja að þú hefur gert margt sem snertir aðra á jákvæðan hátt,“ sagði í bréfinu. „Mun meira en þú gerir þér grein fyrir.“ Fæstir fá nokkrar þakkir á lífsleiðinni fyrir störf sín og viðleitni. Þó eru ótalmargir – eins og grunnskólakennari Camus og viðmóts­ hlýr starfsmaður matvöruverslunar – sem eiga þær skilið. Við mættum fleiri taka okkur til fyrir­ myndar konuna á Akureyri sem þakkaði samborgara fyrir að vera henni sólargeisli í hversdagsleikanum. Ég hyggst ríða á vaðið og þakka miskunnsama Samverjanum við Öldugötu í Vesturbæ Reykjavíkur sem gerði sér lítið fyrir og mokaði snjóinn úr inn­ keyrslunni minni um jólin. Gjörningurinn snart fimm manna fjölskyldu, sem hafði flogið frá London til Íslands til að fagna jólum, meira en hann gat gert sér í hugar­ lund. Þegar pakkað var fyrir ferðina hafði hlífðarfatnaður vikið fyrir jólagjöfum. Dag­ leg vegferðin út í bíl var jafnátakamikil og jöklaferð á hælaskóm. En eftir moksturinn snarminnkuðu harmakveinin í börnunum í aftursætinu sem kenndu foreldrum sínum um blauta sokka og streiturokurnar þögn­ uðu í foreldrunum sem höfðu ítrekað lýst því yfir að þau skyldu sko aldrei fara aftur í fjölskylduferðalag. Takk, jólanágranni. Hverjum vilt þú þakka? n Takk Ólíkt hafast þær að, frændþjóðirnar í norðri, Íslendingar og Norðmenn, þegar kemur að afstöðunni til auð­ lindanna – og þeirrar meginspurn­ ingar hvort þær séu í þjóðareign. Á Íslandi hrekst pólitíkin undan svarinu. Það er orðið henni eðlislægt. Og enda þótt stærstur hluti þjóðarinnar hafi árum saman kveðið upp sinn skýra dóm í skoðanakönnunum af öllu tagi, einmitt þess efnis að sjávarauðlindin eigi að heita samfélagsins, í verki sem orði, en ekki fárra fjölskyldna, hafa stjórnmálaflokkarnir klúðrað útfærslunni af einbeittu áhugaleysi – og þaðan af verri verkkvíða. Á Íslandi er pólitíkin nefnilega eins og hugsuðurinn, sjálf styttan sem situr með krepptan hnefann undir kjálka – og hugsar, að því er virðist, en gerir ekki neitt. Þess vegna hefur málið, undir það síðasta, verið sett í nefnd svo margra og ólíkra afla að útkoman getur aldrei orðið annað en óbreytt ástand. Það er það nýjasta. Ef nýtt skyldi kalla. Einmitt í boði róttækasta flokksins í ríkis­ stjórn. Ef róttækur á að heita. Og einmitt svo, hann mun tryggja óbreytt ástand, það er erindi hans í ríkisstjórn, einmitt, að gæta hagsmuna Sjálfstæðisflokksins, kær­ asta samstarfsflokksins. En þannig er komið fyrir Vinstri grænum, sem eru sennilega orðnir hvorugt í nafni sínu og heiti. Og uppskera eftir því, eiga eftir einn vinsælan stjórnmálamann, sem berangrið umlykur, kaldranalegt og frá­ hrindandi. Norska leiðin er ólík hugsuðinum. Hún tók gildi núna um áramótin. Altso, komin til framkvæmda. Og hún hverfist um andlag þess að hafa útvalinn aðgang að einum mestu auð­ æfum í efnahagslögsögu landsins. En það eru forréttindi. Svo mikið er víst. Á nýju ári þurfa laxeldisfyrirtæki í Noregi, sem ala fisk í sjókvíum í fjörðum landsins, að greiða gjöld til hins opinbera sem eru langt umfram hinn hefðbundna tekjuskatt sem nemur 22 prósentum, rétt eins og hjá öðrum fyrirtækjum í atvinnurekstri. Þess utan – og eftir skatta – ber þeim að greiða tuttugu pró­ sent af tekjum sínum til sveitarfélagsins sem þau heyra til, svo og önnur tuttugu prósent til ríkisins. Eða samtals fjörutíu prósent af tekjum sínum. Sextíu prósent mega þau hirða sjálf, altso af eigin tekjum. Á Íslandi er ekki einu sinni umræða um hvort fara eigi þessa leið. Ekki orð. Hvorki í sjó kvía­ eldi né fiskveiðum á hafi úti. Íslenska leiðin er að gefa þetta. Andlag auðlindarinnar kemur samfélaginu ekki við. n Íslenska gjöfin HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Skoðun FréTTablaðið 7. janúar 2023 LAuGARDAGuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.