Fréttablaðið - 12.01.2023, Síða 9

Fréttablaðið - 12.01.2023, Síða 9
helgisteinar@frettabladid.is Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Niceair, segir að hugmyndin um að bjóða upp á klippikort fyrir f lugferðir hafi mælst vel fyrir meðal viðskiptavina Niceair. Hann segir kortin auðvelda fjölskyldum og fastakúnnum að ferðast á milli landa. „Þessu hefur verið vel tekið af neytendum, ekki síst vegna þess að það er svo mikið öryggi í þessu. Farið kostar alltaf það sama óháð því hvað er bókað í vélina. Þú ert alltaf með öruggt sæti á sama verði.“ Niceair býður upp á tvenns konar klippikort fyrir viðskiptavini. Tíu ferðir til eða frá Kaupmannahöfn kosta 350 þúsund og tíu ferðir til eða frá Tenerife fást á 660 þúsund. Þor- valdur segir að ódýrasta fargjaldið frá Akureyri til Kaupmannahafnar sé í kringum 20 þúsund, en það dýr- asta á rúmlega 60 þúsund. Hann segist hafa fengið hug- myndina sökum þess hve mikil umferðin er frá Norðurlandi til Skandinavíu, en margir íbúar á Norður- og Austurlandi eru einnig búsettir á Norðurlöndunum. „Þetta gæti kannski verið hug- mynd fyrir önnur f lugfélög að skoða, en við metum auðvitað stöðuna okkar út frá okkar eftir- spurn, sem hefur verið góð,“ segir Þorvaldur. n Þetta gæti kannski verið hugmynd fyrir önnur flugfélög að skoða. Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson, forstjóri Niceair Gerður í Blush segir það enga tilviljun að henni hafi ásamt góðu fólki tekist að byggja upp íslenska kynlífstækjaverslun sem velti á bilinu sex til sjö hundruð milljónum króna á ári. Allt byggi þetta á þrot- lausri vinnu, þrautseigju og ástríðu fyrir viðfangsefninu. ggunnars@frettabladid.is „Það er búið að leggja rosalega vinnu í þetta. Líf mitt snýst um þetta og ég hef verið vakin og sofin yfir þessu fyrirtæki síðastliðin þrettán ár,“ segir Gerður Huld Arin- bjarnardóttir, eigandi kynlífstækja- verslunarinnar Blush. Gerður hefur vakið verðskuld- aða athygli í íslensku viðskipta- lífi undanfarin ár. Ekki síst fyrir óhefðbundnar aðferðir í markaðs- setningu. Hún segir Blush samt ekki hafa sprottið upp úr einskærum áhuga hennar á kynlífstækjum. Öðru nær. „Grunnurinn að fyrirtækinu er miklu frekar að ég sá að þarna var rakið tækifæri. Áttaði mig á að það var risastórt gat á þessum markaði og ákvað að gera eitthvað í því,“ segir Gerður. Þegar hún keypti sitt fyrsta kyn- lífstæki fannst henni eins og hún væri að gera eitthvað ólöglegt. Þetta hafi allt verið svo mikið tabú. „Svo fór ég að lesa mér til og komst að því að allar spár bentu til þess að markaður fyrir vörur sem tengjast kynlífi ætti eftir að marg- faldast að stærð á næstu árum í Evr- ópu. Þá varð eiginlega ekki aftur snúið. Mér fannst tækifærið of gott til að láta það fram hjá mér fara. Svo langaði mig líka til að breyta þess- ari neikvæðu ásýnd kynlífstækja og viðhorfi fólks til kynlífs um leið.“ En þótt Gerður hafi vitað að hug- myndin væri góð var hún ekkert endilega viss um að hún væri rétta manneskjan til að hrinda henni í framkvæmd. Hennar stærsta áskorun í upphafi hafi verið að öðl- ast nægilega mikla trú á sjálfri sér. „Á þessum tíma var ég rétt skriðin yfir tvítugt og að koma úr fæðing- arorlofi. Eina menntunin sem ég hafði upp á vasann var grunnskóla- próf. Ég vissi til dæmis ekkert hvað virðisaukaskattur var. Komst ekki að því fyrr en mörgum mánuðum eftir að ég stofnaði fyrirtækið,“ segir Gerður og hlær. „Þannig að ég var aðallega að glíma við eigin fordóma. Svona í fyrstu. Gagnvart sjálfri mér. Ég hef alveg þurft að vinna í sjálfri mér hvað það varðar.“ Að sögn Gerðar reyndist þessi skortur á sjálfstrausti, svona eftir á að hyggja, stærsta hindrunin. Við- brögðin í viðskiptalífinu eða álit annarra hafi haft minna að segja. Allar efasemdaraddirnar hafi frekar styrkt hana í þeirri trú að hún væri með eitthvað stórt í höndunum. „Ég var oft spurð að því hvernig ég endaði í kynlífstækjabransanum. Eins og þetta væri einhvers konar endastöð sem enginn óskar sér. Það finnst mér enn í dag mjög fyndið. Svo er þetta auðvitað mjög karl- lægur bransi. Þegar ég var að fara á mínar fyrstu vörusýningar erlendis var ég eina konan í Evrópu sem rak eigin kynlífstækjaverslun. Ég þurfti alveg að sanna mig. Sýna fólki að þessari 21 árs gömlu konu frá Íslandi væri alvara,“ segir Gerður. Það hafi henni tekist með mikilli vinnu og þrautseigju. „Í raun er það lykillinn að vel- gengni Blush og öllu þessu ævintýri. Okkur hefur gengið fáránlega vel en það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búin að vinna fyrir því. n Þrotlaus vinna að baki velgengninni Gerður í Blush var í hispurslausu viðtali í Markaðnum á Hringbraut í gærkvöldi. MYND/HRINGBRAUT Ég þurfti alveg að sanna mig. Sýna fólki að þessari 21 árs gömlu konu frá Íslandi væri alvara. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush Áskorun um að skrá raunverulega eigendur Skráningarskyldum aðilum sem falla undir ákvæði til bráðbirgða I við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019 ber að skrá raunverulega eigendur sína, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Hér með er skorað á þá lögaðila sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra að sinna skráningarskyldu innan tveggja vikna frá því áskorun var birt í Lögbirtingablaði þann 11. janúar 2023, sbr. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019, sbr. lög nr. 139/2022. Sinni þeir lögaðilar sem enn eiga eftir að skrá raunverulega eigendur ekki skyldu sinni með fullnægjandi hætti innan þess tíma mun ríkisskattstjóri taka ákvörðun um að krefjast skipta á þeim og í kjölfarið krefjast dómsúrskurðar um slit eða skipti, sbr. 3. mgr. og 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019, sbr. lög nr. 139/2022. Vakin er athygli á að áður en tveggja vikna frestinum lýkur getur fyrirsvarsmaður aðila óskað eftir því að fresturinn verði framlengdur allt að tveimur vikum og ber ríkisskattstjóra að verða við því ef hann telur lögmætar ástæður réttlæta frekari drátt á að skráningarskyldu sé sinnt. Nánari upplýsingar má finna á svæði fyrirtækjaskrár á www.skatturinn.is fyrirtaekjaskra@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Segir klippikort Niceair veita öryggi Forstjóri Niceair segir heilmikila flugumferð að norðan til Skandinavíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AXEL FIMMTUDAGUR 12. janúar 2023 Fréttir 9Fréttablaðið MARkAðURInnFréttablaðiðFIMMTUDAGUR 12. janúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.