Rökkur - 01.06.1946, Page 4

Rökkur - 01.06.1946, Page 4
50 ROKKUR sem fyrr var frá sagt. Nokkrum andartökum eftir að tjaldið hefir verið dregið upp, hættir allur hávaði skyndilega og heyr- ist nú ómur af söng í fjarska. Inn í stofuna koma þau nú Helga og Sigurjón. Bæði hafa sýnilega verið að störfum. Hún er að þurrka sér um hendurn- ar á handklæði, er hún kemur inn. Sigurjón er snöggklæddur og hefir brett skyrtuermarnar upp fyrir olnboga. Hann er hættur að nota axlabönd og er nú gyrður leðurbelti. Hann er orðinn módökkur í andliti af sólbruna og útiveru). HELGA: (Sezt, án þess að láta frá sér handklæðið). Hann hefir farið út i hlöðuna? SIGURJÓN: Já, það er eins og honum finnist einhver fró- un í því, að vera með þessum uppgjafahermönnum. En nú fara þeir snemma í fyrramálið. HELGA: Já, eg er því feg- in, að þeir eru á förum. Það hef- ir ekki verið kyrrlátt hérna þess- ar vikurnar. Allt af vín um hönd haft á hverju laugardags- kveldi og oftar. Það kom varla fyrir áður. Og Nonni hefir sótzt eftir félagsskap þessara manna. SIGURJÓN: Það er sjálfsagt skiljanlegt, liúsfreyja. Hugur hans er alveg bundinn við þess- ar stríðsminningar — og þetta eru í rauninni félagar lians eða hann lítur þá sömu augum og væri þeir félagar hans. (Fer að ganga um gólf og getur ekki —- eða reynir ekki að leyna því, hve æstur hann.) Eg er smeyk- ur um, að þetta fari ekki vel. Upp á mitt eindæmi hefði eg aldrei ráðist í neitt þessu líkt. En Sigrún vildi ráða. HELGA: Við töluðum saman um þetta, Sigurjón, við Rúna. Það varð eitthvað að gera. Þú veizt sjálfur hvað þú hefir sagt Rúnu. SIGURJÓN: En það er ein- mitt það, — eg hefði kannske ekkert átt að segja —■ eða segja meira. Hann hefir rætt við mig sem vin, í trausti þess, að eg segði engum neitt af því, sem okkur færi á milli, en hvernig gat eg þagað þegar Sig- rún gekk á mig? Eg vissi, að hún vildi fyrir hvern mun hjálpa honum — og henni. Og þau eru víst áreiðanlega bæði hjálpar þurfi. HELGA: En þá geturðu líka haft góða samvizku, Sigurjón. SIGURJÓN: Hvað hefi eg sagt, húsfreyja? Allt — og ekk- ert! Að honum liði illa á sál- unni, svo illa, að það væri ekk- ert á móts við þær kvalir, er gassárin gömlu valda honum. Stundum er Iiann viðþolslaus af sviðanum. Hann stekkur

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.