Rökkur - 01.06.1946, Qupperneq 12
58
R Ö K K U R
SIGRÚN: Eg veit ekkert
nema það, að Ása kom með
mér, hikandi í fyrstu, en hún
kom. Hvernig sem í öllu liggur
stendur henni ekki á sama um
hann. Hún hefir sýnilega margt
reynt og hún á aðdáanlegt þrek
— en allt á sín takmörk.
HELGA. (Kinkar kolli): Hún
er nú af góðum stofni.
SIGRÚN: Eitt herbergi,
mamma, lítið og fátæklegt. Það
var heimilið.
HELGA: Á hverju hefir hún
lifað, vesalingur?
SIGRÚN: Verksmiðjuvinnu,
— stopulli skildist mér. Morg-
un og kveldstundirnar einar gat
hún gefið sig að telpunni, á
vinnudögum. Fólkið, sem hún
leigir hjá, mun hafa haft eitt-
hvert eftirlit með henni. Þegar
hún var að heiman. Mér skild-
ist, að stundum hefði komið
erfiðir kaflar, atvinnuleysis og
veikinda, þegar stundum var
eins og öll sund væri að lok-
ast. — Ömurlegt, framtíðar-
laust líf, finnst mér það, að
lifa þannig árum saman í stór-
borgarhverfi, fyrir stúlku eins
og Ásu, sem er alin upp við
vindsvala og sól sléttunnar.
(Gengur að einum gluggan-
um). Guði sé lof, að eg er
komin heim — að við erum
komnar heim.
Eg gat varla dregið andann í
Milwaukee. (Ása kemur inn).
ÁSA: Hún sofnaði fljótt —
um leið og liún hallaði höfðinu
á svæfilinn.
HELGA: Þú ert víst þreytt
líka, Ása mín, og ættir nú að
ganga til hvílu.
ÁSA: Já, eg er kannske dá-
lítið þrejdt. (Sezt. Horfir út
um glugga). Eg vildi helzt af
öllu fara út í hólana og bíða
þar og sjá sólina koma upp yf-
ir sléttuna mína, finna morgun-
svalann leika um mig og sól-
ina verma mig.
HELGA: Þú hefir átt erfitt,
Ása!
ÁSA: Það eiga svo margir
erfitt og eg er bara ein af þeim.
Það er eins og eg hafi ráfað í
auðn, án þess að vita hvert eg
var að fara, og án þess að geta
snúið aftur, því að alltaf fauk
í sporin og huldi þau. — Það
er dásamlegt að vera komin
heim, í kyrrðina og fámennið.
Eg' veit ekki hvernig það var,
en þegar eg fór að nálgast hól-
ana í sveitinni minni, fór eins
og hlýr straumur um kaldan
hugann og mér skildist þá til
hlítar, að eg var á heimleið og
að það væri fyrir beztu, hvern-
ig sem allt velktist, — það hlyti
að verða gott að koma heim.
Það er gott. Eg hefði aldrei átt
að fara. (Klökkva kennir sem
snöggvast i rödd hennar, en