Rökkur - 01.06.1946, Page 28

Rökkur - 01.06.1946, Page 28
74 R Ö K K U R Guineu og jafnvel Filipseyjar, en Sharir og allir aðrir leiðtog- ar Indonesa taka skýrt og á- kveðið fram, að þeir geri eng- ar kröfur til Singapore og Mal- akkaskaga, þótt málið sem þar er talað sé næst því að vera mál allra Indonesa. Eg spurði Sharir hvenær land hans liefði Seinast verið sameinað, og fékk ekki ákveðin svör, en það hefði verið Hindúa-konungsveldi fyr- ir 400—600 árum, sagði hnan. Nú eru flestir Indonesar Mú- hammeðstrúarmenn, en þeir vilja engan soldán eða rajah j'fir sér. Markmið þeirra er lýð- veldi. Sharir sagði eitt sinn við mig dálítið glettnislega, að sér væri óþarfa heiður ger með því að titla sig doktor — hann gerði engar kröfur til þessa titils. Sharir stundaði nám í Hollandi um skeið og fór til Englands í heimsókn. Eins og flestir leið- togar þjóðernissinna var hann í haldi um sinn í hollenzkum bækistöðvum, á Nýju Guineu og víðar. Kona hans er hollenzk. Nú er það aðallega tvennt, sem Hollendingar og Indonesiu- menn verða að ná samkomulagi um. í fyi-sla lagi hvaða stjórn- arfyrirkomulag skuli vera í Indonesiu í náinni framtíð. I viðræðum er Sharir alveg ákveðinn að sætta sig ekki við, að Indonesia verði krúnu-ný- lenda innan hollenzka heims- veldisins. Hann kveðst krefjast að minnsta kosti samveldis- fyrirkomulags eins og i Astral- íu. Og liann vill einnig fá við- urkenningu fyrir því, að land hans hafi rétt til að fara úr hol- lenzka heimsveldinu eftir stutt- an tíma, 3 eða 5 ár, en ekki lofa neinu um, að Indonesia verði hluti hollenzka heimsveldisins 20—30 ár, eins og stungið hefði verið upp á. Sharir er eins og kunnugt er leiðtogi þeirra Indonesa, seni gera tiltölulega hóflegar (mo- derate) kröfur, en aðrir Indo- nesar lieimta algert sjálfstæði sti’ax. Og hér er það, sem Sir Archibald Clark-Iverr, fyrx-ver- andi sendiherra Breta í Moskvu, og tilvonandi sendlierra þeirra í Washington hefir fengið það hlutverk, að fá Hollendinga til þess að fara eins langt í því og þeir sjá sér fært, að verða við kröfunx Indonesa, og jafnfranxt að fá leiðtoga Indonesa til til- slakana. Ástandið á eynni Java minnir mig á Irland fyrir og um 1920. Sunxir írar vildu ræða málið við samningaborð, aðrir vopnuðust og ógnaröld ríkti i sumum landshlutuxn. Sir Archibald er maður lík- legur til að ná árangri. HanR er maður sanngjarn, blátt á-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.