Rökkur - 01.06.1946, Page 32

Rökkur - 01.06.1946, Page 32
78 RÖKKUR það voru nágrannar þeirra, sem höfðu kveikt eldinn, til þess að hlýjan streymdi móti þeim, er þau komu til hinna nýju heim- kynna. Þau eru allvel undir það búin að heyja baráttu sína, nema ef til vill fjárhagslega. Þau hafa þó sparað sér saman nokkur þúsund og svo fékk Allan um 2500 krónur, styrjaldaruppbót, eftir sjö hættuleg og erfið ár. Og svo áttu þau innbú sem fyrr segir. Þau eru borgafólk, en þau eru vön að vinna, og hafa nokk- ur kvnni af sveitalífinu, einkum Alan. Þau hafa í ríkum mæli sömu eiginleika til að bera, og enskir menn og konur, úr borg- um eigi síður en sveitum, sem námu land í Ástralíu, Kanada og öðrum löndum Bretaveldis, og farnaðist vel. Þótt þau Alan og Olive séu ekki efnuð eiga þau það, sem betra er en fé. Þau eru hraust, hafa áhuga og traust og eru hóflega bjartsýn. Olive er dugleg og slyng að búa til mat og baka, og þegar hróðir hennar, sem átti brauð- gerðarhús, var kvaddur í her- inn, fékk hún frí frá skrifstofu- störfunum, og tók að sér rekst- ur þess. Skyldmenni Alans reka búskap. Hann hefir unnið hjá þeim og þekkir kjör bænda. Og hann var eitt ár á landbúnaðar- skóla til þess að kynna sér nú- timatækni í landhúnaði og fleira. „Mikið erfiði — lítið í aðra liönd, það er reynslan,“ seg'ir Alan. En því þá að gerast land- nemi? Þeirri spurningu verður ekki svarað i stuttu máli. Og það er hægt að svara henni á svo marga vegu. Það er ekki víst, að Alan og Olive mundu svara henni alveg eins. En þau voru þarna, í tilhugalífinu, og hletturinn þeirra er fegursti bletturinn á fagurri strönd, við sjó frammi, jafn heillandi í blíðu sumarsins og óblíðu vetr- arins. „Þú ættir að koma liér á vorin. þegar villiblómin springa út,“ segir Olive. — Þau hugsa sjálfsagt silt um þetta allt. En þau munu segja þér, ef þú spyrð, að minnsta kosti Alan, að hann liafi liorfið aftur í faðm sveitanna, sem hann hélt að liann hefði kvatt að fullu og öllu, til þess að vera frjáls, efth' að hafa verið háður fyrirskip' unum annara i sjö ár. Bæði munu þau segja, að þau viljí ráða yfir sér sjálf. — Eg sat hjá þeim um sólsetursbil, og það var þá, sem Olive, er hún dáðist að öllu hinu fagra, sem fyrir augun bar, sagði mér leyndar- málið, að þau hefðu heillast af Taly-Gaer, býlinu þeirra, er þaU voru á þessum slóðum i tiliiuga- lífinu. „En — fegurðin verðm' 1

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.