Rökkur - 01.06.1946, Page 50

Rökkur - 01.06.1946, Page 50
96 RÖKKUR - MDLAR - Geir heitinn Zoega, útgerðar- maðurinn góðkunni, var mein- fyndinn, og ganga enn inargar sögur manna meðal um fvndni lians og hnittin tilsvör. Eitt sinn, er þilskip var fvrir utan eyjar á leið inn á Reykja- víkurhöfn, var Geir ásamt nokkrum mönnum öðrum við norðausturhornið á verzlunar- húsi sínu, og var um það rætt livort skútan, sem var að koma, mundi vera ein af skútum Geirs. I hópnum var maður, sem Þórður hét, stundum auknefnd- ur grillir. Geir, sem hafði horft á skútuna um stund, í sjónauka sínum, rétti Þórði hann og mælti: „Sér þú það, Þórður, ekki grilli eg það“. Það er stundum sagt, að þeir sem ganga með hendurnar fyrir aftan bak, leiði skrattann á eft- ir sér. Eitt sinn er Geir var á gangi á Vesturgötunni með hendurnar fyrir aftan bak, kall- aði maður nokkur, sem gekk á eftir honum, til hans: „Geir, þér leiðið skrattann á eftir yður?“ Geir sneri sér við ósköp ró- lega, leit á manninn og svaraði: „Nú, hann er þá þarna“. Einar heitinn Helgason garð- yrkjuráðunatur, sá ágæti mað- ur, liafði þann sið að vagga dá- lítið til höfðinu, einkum á göngu. Eitt sinn mættu þeir Einari á götu faðir minn og ■Cieir, og sagði faðir minn eitt- hvað á þá leið, að það væri ein- kennilegt hvernig liann Einar vaggaði til höfðinu. „Það er líklega af því, að það er svo mikið í því,“ sagði Geir. Eitt sinn var það í liöfðingja- veizlu á Hótel Reykjavík, að steiktar rjúpur voru til matar, og voru þær magrar mjög. Nóg vínföng voru á borðum. Sessu- nautur Geirs kvað svo að orði: „Til hvers skyldu þeir bera allt þetta vín á borð, með rjúp- um, sem ekki eru leggjandi sér til munns?“ „Til þess að láta fuglinn syndá,“ sagði Geir. Eftirfarandi saga er sögð af föður mínum og Matthíasi, en þeir voru góðvinir, og skal ó- sagt látið um sannleiksgildi sög- unnar. Eitt sinn á þeim árum, er Mattliías var búsettur í Reykja- vík, fóru þeri í útreiðartúr, ci ns og sagt er á Reykj avíkurmáli, liann og Steingrímur, og ræddu þeir margt um bókmenntir og listir, og barst talið brátt að skáldskap þeirra sjálfra og lenti í góðlátlegu karpi um hvor væri snjallari. Lauk karpinU með því, að Mattlnas sagði: „Satt er það, Grímur, að víða ertu djúpur, en þó nærð þú ekki mínum háu tónum!“

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.