Rökkur - 01.12.1949, Síða 12

Rökkur - 01.12.1949, Síða 12
124 R 0 K K U R FangahælL Bæði vísindi og tilraunir er snerta hegningarlöggjöf ýinsra þjóða liafa fyrir löngu sannað, að glæpir, og sérstak- lega þó ítrekun afbrota, verð- ur ekki læknuð til fullnustu nieð hegningu, er grundvall- ast á óttatilfinningn, frelsis- skerðingu, þvingun, blvgðun eða niðurlægingartilfinn- ingu. Svíar hafa gert einstæðar tilraunir varðandi hegningu afbrotamanna og gengið í berhögg við hinn almenna refsigrundvöll og þau sjónar- mið, að brennd börn forðist eldinn. Þess í stað kemur mannúðarsj ónarmið. í nýrri löggjöf, er gekk í gildi 1. júlí 1946 segir, að skerðing á frelsi sé þyngsta hcgning sem til sé, og megi á engan hátt þyngja þá hegningu, miklu heldur að reyna að draga úr henni að svo miklu leyti, sem það sé hægt. Opin fangahæli. Á þremur undangengnum árum hafa Svíar gert til- raunir með afbrotahæli fvrir æskuKTð og lagt margvíslega vinnu að því að undirbúa nýtt hegningarkerfi, ef svo mætti að orði kveða, þar sem þungamiðjan er lögð á opiii betrunarhæli. Að sjálfsögðu kemst sænsk hegningarlög- gjöf ekki hjá þvi að liafa lok- uð fangaliús, til að.geyma hættulega glæpamenn, sál- sjúklinga með glæpahneigð og sakborninga, sem eru und- ir yfirheyrslum. En smám saman fækkar þessum ram- byggilegu, kastalabyggðu fangelsum, sem hvert um sig geyinir mörg hundruð fanga. en í þeirra stað koma lítil hæli fyrir 80—90 fanga livert, og það sem einkennir þau er ekki fyrst og fremst að- búnaðurinn, miklu heldur frelsið sem þeir njóta — hin- ar opnu fangaldefadyr og fé- lagslegt samneyti sem þeir njóta fyrir bragðið. Svíar, sem hafa tiltölulega lílið af afbrotum og afbrota- mönnum að segja vegna góðs réttarfars og framúr- skarandi löggæzlu, geyina samtals 2000 hegningar- fanga í 53 hegningarstöðvum-

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.