Rökkur - 01.12.1949, Page 17

Rökkur - 01.12.1949, Page 17
RÖ KKUR 129 Heimsfrægir menn í skugga kvikmyndastjarnanna í Holly- wood. Fjöldi manna álítnr Holly- wood aðeins paradís kvik- myndanna — borg, þar sem menn á hverju götuhorni mæti „stjörnum“, glæsikon- um og töfrandi leikurum. Þeir álíta að Clark Gable, Cary Grant, eða einhverjir aðrir álika frægir kvik- myndatöframenn komig i bifreiðum sínum, og ef til vill aki á þá. En á þvi er lítil liætta. — Sannleikurinn er sá, að í borg þessari búa margir merkir menn sem lítið ber á, vegna þess að kvikmynda- stjörnurnar skyggja á þá. Allt snýst um þær. 1 Hollywood eru ýmsir mestu andans menn og snill- ingar Evrópu og Ameríku, svo sem liljóðfæraleikarar, rithöfundar, læknar, flugsér- fræðingar, listmálarar og margskonar visindamenn. Þessum mönnum þykir vænt um Hollywood vegna þess, að þeir vekja þar svo litla at- hygli. Hvergi í heiminum eru þeir svo frjálsir sem i kvik- myndaborginni. Mann fer vestur um haf.- Einn af þeim, er skildi þetta var rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunaskáldið Thomas Mann. En hann náði heimsfrægð fyrir ættarskáld- söguna miklu: Budden- brooks. Þegar Hitler komst til valda 1933, var bókasafn Manns brennt, og bækur eftir hann, sem til náðust. Svo flúði þessi ofsótti hugsjóna- maður yfir Atlantshafið til Ameríku, og stofnaði heimili handa sér og fjölskyldu sinni fáa kilómetra frá Hollywood. Hús hans er ekki mjög slórt. En það er alveg eins og Thomas Mann vill hafa það, til þess að honum geti liðið vel, og hann geti orkt i friði og ró. Langur gangur liggur eftir húsinu, og á veggjum hans eru bækur frá gólfi til lofts. Úr skrifstofunni er ágæt út- sýn yfir Kyrrahafið. Skrif- borð Manns er afar stórt. Og við það hefir hann setið og 9

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.