Rökkur - 01.12.1949, Page 18

Rökkur - 01.12.1949, Page 18
130 RÖKKUR sainið hinar frægu skáldsög- ur „Joseph“ og „Dr. Faust- us“. Á skrifborðinu er enginn lindarpenni heldur gamal- dags fjaðrapennar. Ritvél notar hann ekki, og má ekki heyra það nefnt á nafn, að þær séu fluttar inn i húsið. Mann og Goethe í Niirnberg. í bókasafni skáldsins eru að mestu leyti þýzkar bækur, er hann hefir viðað að sér síðustu 14—15 árin, eða frá þeim tíma er bækur hans voru brenndar. Skrítið atvik, sem snertir Thomas Mann kom fyrir í sambandi við Niirnberg- málaferlin. Hafði hann mik- ið gaman af því. Brezki ákærandinn, sem á- leit sig vel að sér í bók- menntum, hafði í einni ræðu sinni tekig tilvitnun úr „Faust“, máli sínu til sönn- unar. Þau ummæli er hann taldi eftir Goethe, voru ó- virðuleg fyrir Þjóðverja. Brezki ákærandinn varð mjög forviða ,er verjandinn stóð á fætur og ávítaði hann fyrir falskar tilvitnanir. Um- mælin væru ekki eftir Goethe, heldur Thomas Mann. Brezki ræðismaðurinn i Los Angeles hringdi til Mann, með öndina i hálsinum, til þess að ganga úr skugga um það, hvor deiluaðili hefði á réttu að standa. Ummælin voru eftir Mann. I smásögunni „Lotte í Wei- mar“, hafði hann látið hetj- una, hinn unga Goethe, segja setningar, sem ákær- andanum þóttu ágætar máli sínu til stuðnings. Hann vissi ekki betur en ummælin væru gullkorn frá Goethe sjálfum úr hinu fræga leikriti hans „Faust“. Erica, dóttir Manns, skýrði deiluaðilum frá þessu mis- minni brezka ákærandans. Hún var í Þýzkalandi. Feuchtwanger er einnig vestra. Það er mjög gott sam- komulag innan fjölskyldu Manns. Börn hans hafa hvert sitt herbergi i húsi föður sins. En þau eru oft að heiman, þvi að þau ferðast mikið. Erica er ein af vinsælustu ræðumönum U. S. A. Hún er því oft fengin til að flytja fyrirlestra. Klaus, sem dó skyndilega í Frakklandi í maí síðasthðnum, hafði flutt fyrirlestra víðsvegar í Evrópu En Golo, yngsta barnið, hefir lengst af verið i Þýzkalandi

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.