Rökkur - 01.12.1949, Side 20
132
RÖKKUR
Fleiri frægir
rithöfundar.
Vicki Baum kom landflótta
til Hollywood og settist að í
miðri borginni.
John Steinbeck er fæddur
í Kaliforníu.
Hann á heima í 5 minútna
gangs fjarlægð frá vinnu-
sölum Goldwyn Mayer.
Þar samdi liann söguna
„Þrúgur reiðinnar“.
Gina Kaus hefir um margra
ára skeið átt heima i Hally-
wood án þess að hafa sam-
neyti við kvikmyndastjörn-
urnar.
Upton Sinclair, sem er eig-
andi margra milljóna, býr i
útjaðri borgarinnar.
í Sankta Monika, sem er
úthverfi Hollywood, býr
Heinrich Mann, rithöfundur,
bróðir Thomas Mann. Hann
hefir meðal apnars samið
bækurnar „Prófessor Unrat“
og „Blái engillinn“.
Árið 1940 flúði Heinrich
yfir Pyreneafjöll til Spánar
og þaðan til Hollywood.
Tekinn fyrir
bróður sinn.
Þar álitu menn hann vera
Thomas og buðu honum
gull og græna skóga. Það
voru kvikmyndaframleiðslu-
kóngarnir, sem vildu græða
á honum. En Heinrich neit-
aði öllum tilhoðum þó að
þau væru girnileg. Hann
vildi hafa frið og ró og hafa
lítið saman við aðra að sælda.
Þannig hefir hann ætið verið.
Bithöfundurinn Bert
Breckt býr í grennd við
Heinrich Mann. En honum
geðjast ekki allskostar-vel að
kvikmyndaborginni og fer
stundum burt úr henni lengri
•tíma.
í Sviss samdi hann leikrit-
ið „Galilei“
Hvorki Hollywood kvik-
myndaframleiðendur né
Broadway leikhúsaeigendur
vildu taka leikrit þetta til
meðferðar.
En Charles Laughton, hinn
mikli enski leikari varð afar
hrifinn af þvi, þýddi það og
lét leika í litlu leikhúsi í Hol-
lywod. Vitanlega lék hann
sjálfur í leiknum.
Það er skritið að ekki skuli
vera neitt stórt leikhús í
Holl\n,vood. Það er aðeins ein-
stöku sinnum að farandleik-
arar koma og sýna sjónleiki.
Allt vitið lendir í kvikmynd-
unum.
Leiksýning Laughtons á
„Galilei“ fór fram í timbur-
húsinu „Coronet“. Varð leik-
urinn afar vinsæll, vel sótt-
ur, og þótti listrænn stórvið-