Rökkur - 01.12.1949, Side 21

Rökkur - 01.12.1949, Side 21
RÖKKUR 133 burður. Kvikmyndajöfrarn- ir, hvað þá aðrir, komu til þess að sjá hann. Þegar leikrit eru sýnd í Hollywod, sækir hinn andlegi aðall og menningarþyrstu menn það mjög vel. Þykir mörgum það góð tilbreyting frá kvikmyndasýningunum, sem sumir eru orðnir full- saddir á. Sumir rithöfundar gefast upp. Skömmu siðar var „Gali- lei“ leikinn á Broadway, og vakti fádæma fögnuð og hrifningu. Sumir hinna mestu andans manna Evrópu og Ameríku kunna ekki að meta „hinar töfrandi freistingar“ Holly- wood. Þeim virðist andlega andrúmsloftig í borg þessari ekki vel hollt. Eligi allfáir þessara frægu manna hafa gefizt upp við að búa í „stjörnu“-borg- inni. Ma þar til nefna rithöf- undinn Erskine Caldwell, höfund „Tobacco Road“. En Upton Sinclair, hið mikla ameríkanska skáld, hefir þraukað og það i fín- asta hverfi borgarinnar, Pa- sadena. En þar er bílífið talið einna mest og „andrúmsloft- ið“ óhollast. Nú er Sinclair að enda við 66. bókina. Það er skrítið að þessi sér- stæði maður, sem ekki ber virðingu fyrir neinu né nein- um, skyldi lenda i Pasadena og búa þar. Þarna býr fjöldinn allur af yfirstéttum Kaliforníu. Þess- ir menn tala ensku með sem mestum brezkum áherzlum, lita á innflytjendur frá New York sem útlendinga og neita Gyðingum um aðgang að veitingahúsum. Stærra en skrifborð Mussolinis. Sinclair ræðir ekki við þessa höfðingja. Bók hans um Fox kvikmyndafram- leiðslujöfur er svæsnasta gagnrýni á Hollywood, sem enn hefir verið gefin út. Þó ag Sinclair eigi marg- ar milljónir hefir hann ekki byggt sér höll eins og hinir stórlaxamir í grenndinni. Skrifstofa hans er afarstór og skrifborðið hreinasta bákn. Mussolíni átti afar stórt skrifborð, en það var kríli samanborið við skrifboð Sinclairs. Þarna situr hinn sjötugi öldungur og vélritar skáld- verk sin. Hann semur árlega um

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.