Rökkur - 01.12.1949, Side 28

Rökkur - 01.12.1949, Side 28
140 RÖKKUR Hafa þeir reynt að kynna sér aðferðir annarra og reynslu í þessum efnum og ætla að byggja á henni aö ýmsu leyti. Þrjár aðferðir. Til eru þrjár aðferðir til að framleiða gas þannig neðanjarðar, en ekki skal farið nákvæmlega út í að lýsa þeim hér, þar sem það yrði of flókið mál. Allar byggjast þær þó á því, að fyrst verður að grafa göng innan um kolalögin og helzt milliganga, til þess að sem beztur súgur verði fyr- ir eldinn, er hann hefir ver- ið kveiktur. Fer það talsvert eftir kolalögunum, hvaða aðferð er hentugust, en að- eins er sögð svo fullkomin, að þá nýtist nær öll kolin. En þó er aldrei hægt að segja um það með fullri vissu. Gasið er leitt upp í píp- um, rétt eins og um venju- legt gas væri að ræða, en þar er það síðan notað til iðnaðar eða annars, sem nauðsynlegast þykir. Sparnaður? En hver er helzti kostur- inn við að breyta kolunum í gas þegar í iðrum jarðar? Hefir það í för með sér sparnað á vinnuafli? Það er mjög mikilvægt atriði fyrir land eins og Bretland, þar sem það háir mjög allri framleiðslu og ekki sízt kolanámi, hvað mikill hörg- ull er á verkamönnum. Venjulega starfa um 70 af hundrað starfsmönnum hverrar námu neðanjarðar. við vinnslu kolanna. Hinir hafa á hendi ýmiskonar störf ofanjarðar. Reynsla Rússa virðist hinsvegar benda til þess, að einungis 15 af hverjum hundrað staírfsmönnum „gasnámu“ starfi neðanjarðar, við und- irbúning kolabrennslunnar og þar fram eftir götunum. Virðist því þurfa aðeins fjórða til fimmta hluta þess mannafla við „gasnámur“, sem nauðsynlegur er við venjulegt kolanám. Þó er sennilegt, að slík gasframleiðsla mundi aldrei geta útrýmt venjulegu kola- námi til fullnustu. Kol eru til margs þörf og þau koma ekki öllum að notum, þegar þeim er brennt í iðrum jarð- ar og breytt þar í gas. En slík gasframleiðsla mundi vera til mikilla hagsbóta, þótt henni verði ekki komið við hvarvetna.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.