Rökkur - 01.12.1949, Síða 33

Rökkur - 01.12.1949, Síða 33
RÖKKUR 145 Umhverfis jörðina í einum áfanga. Á síðustu jólum (þ.e. jól- in 1948) kvaddi eg konu mína og dóttur í Washing- ton, og talaði ekki við þær aftur fyrr en 2. maí árið eftir, en þá hafði mér verið gert kunnugt, að eg ætti að stjórna þeirri flugvél, sem fyrst allra átti að fljúga um- hverfis jörðina í einum á- fanga. öllum áætlunum um flug þetta hafði verið haldið stranglega leyndum, og jafn- mikil varúð var viðhöfð og ef um kjarnorkusprengjuna hefði verið að ræða. Undir- búningurinn tók tvo mánuði, og þótt eg hefði gert loftár- ásir á Japan, unnið við kjarn- orkurannsóknir og stjórnað risaflugvirkjum í Þýzka- landi og Alaska, voru þessir tveir mánuðir þeir einkenni- legustu, sem eg hefi lifað. Þetta hófst raunverulega dag nokkurn s.l. haust, er eg sat ásamt vinum mínum í stjórntjaldi flugdeildar minnar í Tucson í Arizona. Pósturinn kom og Major William Marchesi leit yfir hinar venjulegu skýrslur frá Washington. 1 þeim voru m. a. fyrirskipanir um það, að taka í sveit okkar nokkrar „tank“-flugvélar, þ.e. flug- vélar, sem voru búnar auka- geymum fyrir benzín, svo að þær gátu sett benzín á aðrar flugvélar meðan á flugi stóð. Margt fer öðru vísi. „Ekki tek eg þátt í þessu“, sagði eg. „Eg er hættur, eða svo að segja. Eg starfa sem flugumferðarstjóri, og auk þess er eg á leiðinni að taka upp kennslu í flugskóla. Og er eg hefi lokið því, ætla eg að fá flugmálaráðuneytið til þess að senda mig i háskóla, svo að eg geti lokið námi mínu þar. Eg er hættur að fljúga.“ Nokkrum vikum seinna stjórnaði eg flugvélinni Lucky Lady II, sem er af gerðinni B-50 og tók þátt í æfingum, þar sem benzín var flutt milli véla á flugi. Þess- ar tilraunir fóru fram yfir eyðimörkinni i Arizona. Þetta var erfitt. Eg hafði skilið Mary, konuna mína, eftir í Washington og lofað að koma aftur og sækja hana, en vegna strangra fyr- 10

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.