Rökkur - 01.12.1949, Page 42

Rökkur - 01.12.1949, Page 42
154 RÖKKUR gafst upp við Stalingrad. Frakkar eru ekki að stofna neinn her, sem væri mótvægi gegn Paulusarhernum,; þeir þurfa að hafa hemil á milljónum manna víða um heim, allt frá Guineu í Suð- ur-Ameríku til Indo-Kína í SA-Asíu og útlendingaher- sveitin er járnhnefinn að baki lögunum í þessum löndum. Mönnum hersveitarinnar fækkaði mjög á stríðsárunum og þegar farið var að afla nýliða eftir stríðið, var eðli- legt að Frökkum þætti heppi- legt að nota eitthvað af þeim aragrúa, sem var iðjulaus i Þ\'rzkalandi eftir stríðið. Einn þeirra heitir, segjum Gerhardt Bohl. Hann var einn þeirra, sem fengu upp- eldi að mestu í Hitlers- æskunni og var innrætt al- ger hlýðni og auðsveipni við yfirboðara sína. Hann var um tíma í SS-sveitum, þrjár álnir á hæð, ljós yfirlitum, sannkallaður Aríi. Til þess að afla sér metorða og heið- ursmerkja, gekk hann í Afríku-her Rommels, en því miður var hann tekinn hönd- um, þegar hernaðinum var að ljúka í Afríku og var í fangabúðum til stríðsloka. Þegar Þýzkaland gafst upp, var hann fluttur heim og hafður í haldi á franska her- námssvæðinu. Hann og fé- lagar hans voru daprir og vondaufir um framtíðina, því að þeir höfðu verið nazistar og máttu því vænta þess að þeir yrðu ekki látnir lausir fyrr en seint og síðar meir. En þeim létti heldur, þegar þeir fengu að fara úr fangabúðunum gegn þvi að fallast á að vera i útlend- ingahersveitinni í fimm ár. Það fannst þeim betra en að- gerðarleysið. Skipt um nafn. Ekkert líftryggingafélagið athugar heilsufar manna eins nákvæmlega og útlendinga- hersveitin og þess vegna kom það sér vel, að Bohl hafði fengið nóg að eta, meðan hann sat í fangabúðunum. Hersveitin á heldur ekki. að taka menn, sem verið hafa flokksbundnir nazistar, en það er nú ekki alltaf athugað alltof nákvæmlega. Það var einmitt í einni skráning- arskrifstofu Frakka, sem Bohl fékk hið nýja nafn sitt. „Nafn?“ spurði skráning- arforinginn. „Otto Kramer“. Það nafn var heldur ekki rétt.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.