Rökkur - 01.12.1949, Síða 46
158
R Ö K K U R
hærðum Norðmanni. Hann
hafði verið heitbundinn
stúlku, en hún var bæði tor-
tryggin og afbrýðisöm og í
einu kastinu keyrði hún hníf
í bakið á honum. Varð af
þessu svo mikið hneyksli, að
Norðmaðurinn varð að hætta
starfi sínu sem læknir og
kaus að fara úr landi.
Frægasta sagan, sem sögð
er yfir bjórkollum útlend-
ingahersveitarinnar, fjallar
hinsvegar um tvo pilta, sem
báðir gengu í hersveitina í
þeim tilgangi að glevma
stúlkunum, sem þeir elskuðu.
Þeir uppgötvuðu einn góðan
veðurdag, að þeir voru að
reyna að gleyma sömu stúllc-
unni, sem hafði hryggbrotið
báða.
Annars iðlta hermennirnir
ýmsa leiki, glimu, hnefaleilta
og knattleiki, þegar sól lækk-
ar á lofti og dregur úr mesta
hitanum. Sumir fara lika á
veiðar í grenndinni, skjóta
refi og gazellur.
Alltaf viðbúin.
Útlendingahersveitin er
ævinlega reiðubúin til að
verja hendur sínar eða stilla
tii friðar, ef innbornir menn
gera uppreist. I neðanjarðar-
geymslum Foum-el-Hassan
eru vista- og vatnsbirgðir,
sem nægja til fjögurra mán-
aða. Svo langt umsátur getur
virkið staðizt.
Annars má segja, að skip-
un útlendingahersveitarinn-
ar — hvað þjóðir snertir —
sé alltaf spegilmynd af sið-
ustu atburðum í heiminum.
Eftir að Rússakeisari var
drepinn og rauðliðar náðu
völdum í Rússlandi, flykktust
landflótta Rússar í hana. Eft-
ir sigur Francos á Spáni
bættist fjöldi Spánverja við,
Spánverja, sem barizt höfðu
gegn honum. Eftir fyrri
heimsstyrjöldina komu
Þjóðverjar í stórhópum og
hið sama er upp á teningnum
nú. Innan um og saman við
eru svo allra landa kvikindi
önnur. En allir eiga það sam-
eiginlegt, sem ganga í út-
lendingahersveitina, að þeir
þjóna þar af heilum hug.
Kona í Bandaríkjunum fékk
skilorðsbundinn dóm fyrir
brennivínssölu þegar hún trú'ði
réttinum fyrir því, aS vínflösk-
ur þær, sem fundust í garSi
hennar, hefSi veriS grafnar þar
til þess aS betur sprytti í gar'ð-
inum.