Rökkur - 01.12.1949, Síða 50

Rökkur - 01.12.1949, Síða 50
162 RÖKKUR Lindbergh hóf viðræður við mig á þann hátt, að fáir menn mundu hafa sagt hið sama i hans sporum: „Herra Irey, eg mundi ekki fara'fram á, að Capone væri sleppt úr haldi, þótt það yrði til að bjarga mannslifi.“ Eg sá þegar, að hér var maður, sem var frábitinn allri yfirborðskurteisi og svaraði hreinskilningslega: „Capone veit ekki hvar barnið er, Lindbergh ofursti. Fyrir honum valdr það eitt, að sleppa úr fangelsinu.*1 Með mér fór til Hopewell einn af mönnum okkar, Arth- ur Nichols, sem annaðist fyrir okkur trúnaðarerindi i Filadelfiu. Lindbergh sýndi okkur miða, sem fundist hafði á gluggasillu aðfaranótt hins 1. marz. f bréfinu var Lindbergh sagt að liafa til taks 50.000 dollara, 25.000 i tuttugu dollara seðlum, 15.000 í tíu doll- ara seðlum og 10.000 í fimm dollara seðlum. Lindbergh var varaður við að gera almenningi þetta kunnugt eða lög- reglunni. f stað undirskriftar voru þrír illa dregnir hring- ar og blekklessa. Lindbergh sýndi okkur tvö önnur bréf, sem hann hafði fengið, auðsjáanlega frá barnsræningjan- um. í bréfunum var lausnargjaldið hækkað upp í 70.000 dollara, vegna þess að málið hafði vakið svo mikla at- hygli, að barnsræninginn hefði neyðst til þess að taka ann- an mann í félag við sig. Lindbergh var þeirrar skoðunar, að allgóðar likur væri fyrir, að hann gæti endurheimt son sinn, og í örvæntingu sinni vildi hann fyrir hvern mun girða fyrir það, að af- skipti lögreglunnar eða annarra yrðu til þess að koma i veg fyrir það. Hann skýrði okkur frá auglýsingu, sem komið hafði í Bronx Home News, en dr. John F. Condon, 72 ára gamall sérvitringur, hafði sett hana í blaðið. Con- don þessi hafði boðist til þess að vera „milliliður“. Þegar við Nichols vorum að fara sagði Lindbergh: „Eg renni alveg blint í sjóinn með þetta allt, herra Irey. Mér þætti vænt um, ef þið félagar vilduð halda hér kyrru fyrir.“ Við sögðum honum, að við vildum fúslega gera allt, sem í okkar valdi stæði. Daginn eftir fékk Condon bréf frá bamsræningjanum,

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.