Rökkur - 01.12.1949, Síða 55

Rökkur - 01.12.1949, Síða 55
ROKKUR 167 legum með gulli, og 20.000 dollarar í 50 dollaraseðlum inn- leysanlegum með gulli, og voru þeir mjög auðþekktir. Nota átti sérstaka tegund pappírs og garns utan um seðl- ana, og höfðum við sýnisliorn af þessum tegundum. Kass- inn, sem lausnarféð var sett í var búið til úr ýmsum við- artegundum, sem við einnig höfðum sýnishorn af. Þar næst unnu 14 bankamenn að þvi i 8 stundir að skrásetja númer seðlanna, en engir tveir seðlanna af 5150 höfðu sama númer. Kassinn með seðlunum í var nú settur í um- búðir og pakkinn sendur í Bronxbankann. Það voru þessar varúðarráðstafanir, sem leiddu til handtöku Hauptmanns. Og það voru sýnishorn pappírs, umbúðagarns og viðartegunda, sem tekin voru gild sem sönnunargögn fyrir sekt lians. Listinn yfir seðlanúmerin var fjölritaður í 100.000 eintökum og Wilson fékk það erfiða hlutverk, að fá banka landsins til þess að fyrirskipa gjaldkerum sinum að hafa listann hjá sér til samanburðar, ef nokkur grunsemd vaknaði hjá þeim um, að seðlar skrá- settir á honum hefðu komið í bankann. 29. marz fékk Lindbergh bréf og var honum hótað, að lausnarféð yrði hækkað upp í 100.000, ef féð væri ekki greitt fyrir 8. apríl, en engar frekari upplýsingar voru gefnar í bréfinu. Hinn 1. apríl, mánuði eftir hvarf barnsins, kom orð- sendingin sem við höfðum beðið eftir. Peningana átti að afhenda á laugardagskvöld, daginn eftir. Condon átti að afhenda féð. I New York American átti að birtast auglýsing á laug- ardagsmorgun, svo hljóðandi: „Já, allt í lagi“. — Klukkan sjö á laugardagskvöld aflienti drengur nokkur Jafsie miða, sem á var letrað að Condon skyldi aka í bifreið til 3225 East Tremont Avenue, en þar væri blómabúð, þar úti fyrir væri borð hægra megin við dyrnar, og undir borðinu væri bréf og steinn ofan á, með nánari fyrirmælum. Yarað var við að gera lögreglunni aðvart, og Condon átti að fá % stundar til þess að koma á vettvang. Lindbergh ákvað að fara með honum. Þeir fundu miðann: „Farið yfir götuna og að næsta horni Whittemore Ave. til suðurs. Hafið pen-

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.