Rökkur - 01.12.1949, Blaðsíða 58
170
ROKKUR
frá Lakehurst í New Jersey. Bifreiðin fannst gegnt hús-
inu 547 við 147. götu, en hinum megin götunnar, skömmu
eftir að barnið var tekið úr rúminu. Lakehurst er ekki
langt frá Hopewell. Wilson komst að því, að Jane Faulkn-
ar hefði búið i Bronx i 3 ár, skammt frá heimili Condons.
næst komst hann að því, að hún hafði gifst Carl O. Gissler,
1920, en maður þessi hafði bandarísk borgararéttindi.
Gissler hafði útfyllt hjúskaparleyfisumsókn, og sérfræð-
ingar okkar töldu líklegt, að rithönd hans væri á kvittun
Faulkners. Okkur tókst að finna Gissler, mjög auðveld-
lega, þvi að hann var meðeigandi í stórri blómaverzlun í
New York. Gissler átti dóttur af fyrra hjónabandi, sem var
gift Henry C. Liepold, sem var Bandaríkjamaður af þýzk-
um ættum. Frú Liepold hafði daginn áður pantað far með
járnbrautarlest til Kanada undir fölsku nafni. Furðuðum
við okkur á þessu. & við bjuggum okkur undir að njósna
um ferð hennar fáum við upplýsingar um, að maður henn-
ar liafði búið í Bronx í 3 ár, skammt frá heimili Condons.
Frú Liepold var viku hjá æskuvinkonu í Kanada og reynd-
ist ekkert grunsamlegt við ferðalag hennar. Gissler gat
sannað sakleysi sitt. Hann skrifaði fimm síður fyrir Wil-
son, og sérfræðingar komust að raun um, að hann hafði
ekki ritað ,,J. J. Faulkner“ í bankanum. Og svo fremur
tengdasonur hans Liepold, sjálfsmorð.....
Við sýndum Jafsie fjölda ljósmynda, en hann neitaði
jafnan að nokkur liktist „John“. En dag nokkurn, er hann
leit á ljósmynd, er við sýndum honum, sagði hann: „Nú
fer það að ganga, piltar, þennan mann vildi eg sjá“. Þessi
maður var Waslow Simek, sem hafði skrifað Edsel Ford
i Detroit hótunarbréf, og krafist einnar milljónar dollara,
ella yrðu börn hans blinduð. Sannaðist á Simek að hafa
ritað bréfið og fékk hann sinn dóm. Við létum leita að
honum víða um lönd, Tékkóslóvakíu, Bússlandi, Indlandi,
Suður-Ameríku. Kom i ljós, að hann var í Santo Domingo
ári fyrir ránið, — en hann vann fyrir sér nú sem heiðar-
legur maður, og félagið sem hann vann fyrir, lagði fram