Rökkur - 01.12.1949, Side 59

Rökkur - 01.12.1949, Side 59
RÖKKUR 171 sannanir fyrir, að liann var í Santo Domigo, er ránið var framið. , 12. september 1934 keypti maður nokkur benzin i ben- zínstöð vi<5 Lexington Avenue í Harlem og greiddi fyrir með tíu dollara seðb. Kom í ljós, að þetta var lausnarfjár- seðill og var lögreglunni gert aðvart. Nú var ekkert víst, að kaupandinn væri barnsræninginn. Vig höfðum af mörg- urn slíkum vonbrigðum að segja. En lögreglan hafði bíl- númerið og atbugaði málið — og ökuleyfisumsókn bíl- eigandans. Og þarna var kominn maðurinn, sem leitað var að — Bruno Richard Hauptmann, 1279 East 22nd Street; Bronx. Þetta var 30 mánuðum og 12 dögum eftír að barninu var rænt, og rúmlega 28 mánuðum eftir að Madden hafði þrívegis tekið fram, að barnsræninginn hefði skipt peningum í Bronx og sézt þar tvívegis, og bent á leið tíl þess að hann yrði handtekinn fljótlega. En þótt menn tækju undir þetta, varð ekki úr framkvæmdum. Nú minntust menn þessa með kinnroða. Hauptmann var veitt eftirför í 7 daga. Allt honum við- komandi, ekki sizt allt sem fjárhag viðkom, var rannsakað ítarlega, og innan viku þekktum við sögu hans i aðalatrið- um frá því hann fyrst kom til Bandaríkjanna. Hann liafði komist í kast vig lögregluna í Þýzkalandi, og þótti okkur liklegt, að fleiri hefðu verið i vitorði með honum, en ekk- ert kom í ljós um það þessa viku, sem honum var veitt eftírför. Og 9. september var hann handtekinn á heimib sinu. Hauptmann neitaði þrálega að vita neitt um barns- ránið eða hvar hann hefði fengið seðibnn, sem hann greiddi benzínið með. Meðan hann talaði horfði hann flóttalega út um gluggann tvivegis i áttina að bifreiðar- skýb sinu. Lögreglan rannsakaði allt í skúrnum og fann þar kassann, sem smíðaður var að okkar fyrirsögn 1932. I honum voru 14.600 dollarar í seðlum, sem höfðu númer í samræmi við númerin á lista þeim, sem gerður var hjá Morgan & Co. Hauptmann var dæmdur og tekinn af lífi. ------ Eins og eg sagði í byrjun gerðum við T-mennirnir aðeins skyldu okkar, gerðum það, sem milljónir annarra

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.