Rökkur - 01.12.1949, Síða 64

Rökkur - 01.12.1949, Síða 64
176 ROKKUR bæjardyrum séð, var styrj- öldin um garð gengin, og hann þóttist sjá þess merki, að þýzkir og rússneskir her- menn litu allalmennt sömu augum á. Nú varð þessi hug- kvæmi og áhugasami maður hrifinn af Rússlandi og rúss- nesku þjóðinni. 1 lestinni til Rússlands byjaði hann að kynna sér rússneska staf- rofið með þvi að athuga stöðvarskiltin. Á þremur mánuðum var hann orðinn læs á rússneskt mál og eftir misseri gat hann talað rúss- nesku sér að fullu gagni. Rússneska bylt- ingin hefst. Þegar Reuter var gróinn sára sinna var hann sendur til starfs í brúnkolanámum nálægt Tula. Þar kynntist hann rússneskum alþýðu- mönnum. Þar eð hann einn i flokki 400 fanga, gat lesið rússnesku, varð það hlutverk hans að lesa fyrir félaga sína á kvöldin rússnesk blöð, sem þeir fengu til afnota. Félagar hans kölluðu hann „Reuter- fréttastofuna“. Og nú gerist hinn mikii viðburður síðla árs 1917: Ryltingin. Hinir þreyttu og vonsviknu hermenn hugsuðu flestir um það eitt, að nú kæmist friður á. Reuter fót- gönguliðsmaður leit á hana sem stórkostlegan viðburð, sem myndi lyfta hugum manna til stórkostlegra við- fangsefna, hann hugði hér vera á uppsiglingu félagslega byltingu, sem mundi frelsa mannkynið frá meinum og raunum liðinna alda. Styrj- aldir yrðu ekki framar liáð- ar, hrjáð mannkyn þyrfti ekki framar að þola fátækt og skort og annað illt. Hinn ungi Þjóðverji varð hrifinn af Lenin. Honum þótti gott að hugsa til þeirra manna, sem höfðu forystuna og þeirra annarra, sem báru hita og þunga dagsins, i upphafi bylt- ingarinnar. Farið á fund Lenins. Lenin, Trotsky og Zinoviev höfðu fengið fregnir af þess- um þýzka jafnaðarmanni. Og Lenin kvaddi hann á sinn fund. Á Volgubökkum í grennd við Saratov var göm- ul þýzk nýlenda. Forfeður þeirra, sem þarna búa, flutt- ust þangað frá Þýzkalandi á dögum Katrínar miklu. Lenin sá þegar hvað í Reuter bjó og gerði hann fyrsta þjóðfull- trúa (kommissar) hins óháða ráðstjórnarlýðveldis við

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.