Rökkur - 01.12.1949, Qupperneq 73
RÖKKUR
185
það líf eða dauði, hvemig þið
takið tillögunum, sem þið
hikið við að samþykkja. Ef
þið fellið þær er úti um okk-
ur. Þið óttist klofning Þýzka-
lands, en það sem raunveru-
lega hefir skeð er, að Rúss-
ar hafa þegar klofið það. 1
stjórnmálaleiknum bjóðast
óvanaleg tækifæri, og þótt
Lundúnatillögurnar séu langt
frá því að vera fullkomnar,
þá veita þær ykkur tæki-
færi til þess að hrinda ein-
hverju af stað hér vestur-
frá. Grípið tækifærið. Kallið
það X, kallið það eitthvað,
en í guðs bænum, komið þvi
af stað. Við i Berlín berjumst
með ykkur. Stjómmála-
straumarnir á meginlandinu
breytast, Þeir munu renna
frá vestri til austurs, en ekki
frá austri til vesturs eins og
nú. Segulaflið í vestri mun
einhvem tínma draga Berlín
og Austur-Þýzkaland inn í
sameinað Þýzkaland“.
Boðið til
ráðstefnu.
Reuter talaði af svo mikilli
hrifningu og sannfæringu, að
hinir 17 leiðtogar Vestur-
Þýzkalands spruttu á fætur
og hikuðu ekki við að fara
að ráðum hans. Og fyrsta
verk stjórnlagasamkund-
unnar i Bonn í september var
að samþykkja með 63:2 at-
kvæðum, að hjóða fimm
manna nefnd frá Berlín að
sitja ráðstefnuna, sem gestir
er hefir málfrelsi á fundun-
um. Formaður þeirra nefnd-
ar var Ernst Reuter yfirborg-
arstjóri. Þegar nefndarmenn-
irnir, sem komu til Bonn í
„loftbrúar-flugvél“, gengu
inn i salinn, ætlaði lófatak-
inu aldrei að linna.
Þrátt fyrir það, að Reuter
vinni sex manna verk i Ber-
lín, liafði honum tekizt að
vera tíu daga á hverjum
mánuði, á ráðstefnunni i
Bonn, til þess að ræða stjórn-
arskrármálið. Honum er
ljóst, að þarna er um að ræða,
framtið Berlínar og framtíð
alls Þýzkalands. Vesturveldin
halda uppi „lofbrúnni" —
og þar með siðferðisþreki
Berlínarbúa — þar til hinu
fjarlæga marki verður náð,
að stjórnmálafrelsi verði
rikjandi í allri Berlin og
öllu Þýzkalandi.-
Reuter lítur á vandamál
Berlínar, sem vandamál alls
Þýzkalands. Hann vill að
Þýzkaland fái þá aðstoð, sem
því ber á meginlandinu, ekki
til þess að ráða yfir öðrum
þjóðum, heldur til þess að
vinna með þeim, svo að