Rökkur - 01.12.1949, Síða 75
ROKKUR
187
Mikilhæf kona
vinnur að við-
reisnarstörfum.
Sylvia de Bertier heitir Ijós-
hærð og bláeyg yngismær,
sem heima á í Alsace Lorr-
aine. Hún var fyrir fjórum
árum valin fyrir bæjarstjóra
og er yngsti bæjarstjóri í
Frakklandi. Hún er vinsæl
mjög, því að hún hefir afrek-
að mikið, unnið með óþreyt-
andi elju að viðreisn héraðs
síns, sem var allt i rústum
eftir styrjöldina. Hún er
bæjarstjóri í Monom, þorpi,
þar sem 1800 manns búa og
er í miðju járnnáma-landinu,
rétt við ána Moselle á landa-
mærum Luxemburg. Sylvia
er einkadóttir móður sinnar,
sem er greifafrú og eiga þær
þennan erkióvin rússnesku
þjóðarinnar ....“
Eg ætlaði að fara að segja
eitthvað um „hascha“ og út-
skorna spæni og þess háttar
en er eg hafði hugleitt það
betur, hætti eg við það og
sinnti engu rausi hins rúss-
neska höfuðsmanns.
höll byggða á seytjándu öld.
Mikið landrými fylgir henni,
skógar og akurlendi, 2400
ekrur að stærð og hafði
Sylvia haft umsjón með
landareigninni. En árið 1945
var hún kosin bæjarstjóri í
Manon og endurkosin 2 árum
síðar.
Þegar Þjóðverjar hófu inn-
rásina í Frakkland árið 1940
urðu þær mæðgur að flýja
frá heimili sínu. Sylvia var
þá tvítug og trúlofuð manni,
sem var á liðsforingjaskóla,
en hann féll i fyrstu viku
innrásarinnar. Fór hún þá til
Bretagne og starfaði í neðan-
jarðarhreyfingunni og að-
stoðaði þá ameríska flug-
menn við að komast undan
til Spánar. Síðar sæmdi
Patton hershöfðingi, hana
heiðursmerki fyrir störf
hennar, er hún var sam-
bandsforingi í brezka hern-
um. Henni var fagnað sem
hetju, er hún kom aftur til
Monom árið 1945.