Rökkur - 01.12.1949, Side 76
188
ROKKUR
Faðir hennar varð bæjar-
stjóri þar til 1918 er Alsace-
Lorraine sameinaðist aftur
Frakklandi. Tók hún nú við
sama starfi við svipaðar
kringumstæður.
Ástandið var ömurlegt. —-
Fólkið var allslaust, hungrað
og örvæntingarfullt. Börnin
voru föl og grindhoruð og
svo úttauguð eftir sprengju-
árásir að þau hljóðuðu ef
hurð var skellt. Allsstaðar
voru sprengjur faldar í jarð-
veginum, og því ómögulegt
að vinna að jarðyrkju eða
sá. Bændur og verkamenn
voru í fangabúðum. F’énað-
inum hafði verið stolið eða
honum slátrað.
Þegar Sylvia tók til starfa,
sá hún að bærinn gat ekki
haft nema 3400 dali í tekjur
á næstu níu mánuðum, og
nægði það ekki til að gera
stuttan vegarspotta. Hún
skipti því þessu fé milli
kennara, lögreglu og ann-
arra nauðsynlegra starfs-
manna bæjarins. Því næst
tók hún til við það sem að-
kallandi var: að búa jarðir
og garðlönd undir ræktun.
Hún lét herinn útvega sér
þýzka stríðsfanga til þess að
hreinsa burt jarðsprengjurn-
ar. Búvélar voru lítt fáan-
legar og vildi því stjórnin
ekki leyfa einstaklingum að
kaupa þær. Sylvia stofnaði
því savinnufélag með helztu
jarðeigendunum í grennd,
svo að hægt væri að kaupa
dráttarvél. En á hungursár-
unum hafði fólk etið hvað,
sem það náði í og hafði þá
hka orðið ag nærast á útsæð-
iskartöflunum — var því
ekkert til að setja í jörðina.
Samvinnufélagarnir skutu
saman fé svo að hægt var
að kaupa 10 þúsund pund
af útsæði og var því skipt
milli allra. Allir hjálpuðust
að við jarðyrkjuna og gat
hver maður fengið eitthvað
til að setja í garðinn sinn.
Móðir Sylviu var einu sinni
á gangi hjá eyðibýli og þekkti
hún þá þar úti fyrir þreski-
vél sem hún hafði átt, en
hana höfðu Þjóðverjar haft
á burt með sér. Hún lét sam-
vinnufélagið hafa þreskivél-
ina, en það leigði hana félags-
mönnum við litlu gjaldi. Fyr-
ir leiguna á henni og dráttar-
vélinni gátu félagsmenn
keypt plóga og herfi, og brátt
tók nú grasið að spretta og
einnig hveiti sem sáð var til.
En nú steðjuðu að vand-
ræði úr annari átt. Þær fáu
kýr sem til voru tóku sjúk-
leika nokkum og létu kálfun-
um. Kýr sem fengnar voru