Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2023, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 01.02.2023, Qupperneq 29
Leikfélag Akureyrar frum- sýndi margverðlaunaða söng- leikinn Chicago um helgina og leikhús- og leikstjórinn Marta Nordal segir viðtök- urnar hafa verið rosalegar og þótt hún hafi komið víða við og séð margt hafi hún aldrei upplifað aðra eins stemningu. toti@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is Marta Nordal, leikstjóri Chicago, segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemningu og sveif yfir Akureyri og leikhúsinu þar um helgina þegar söngleikurinn var loksins frum- sýndur fyrir norðan. „Viðtökurnar voru rosalegar. Þetta var geðveikt, miðarnir eru bara rifnir út enda er þetta gríðar- lega mikið „show“. Sýningin er of boðslega skemmtileg og fyndin og hefur magnaða dansa og frá- bæra dansara og danshreyfingar og eiginlega bara allt saman.“ Marta viðurkennir að mikið spennufall hafi fylgt í kjölfar frum- sýningarinnar. „Svona er leikhúsið, þetta er náttúrulega ótrúlega mikil vinna og svo allt í einu fyrirvara- laust er komið að þessu,“ segir hún og hlær. „Þetta var rosalegt spennufall og skrítnar tilfinningar. Þannig er lífið í leikhúsinu, enda biluð vinna að baki og svo er maður bara búinn á því.“ Marta segist því eðli málsins samkvæmt gleðjast mikið yfir aðsókninni á sýninguna. „Ég hef ekki séð svona aðsókn síðan ég byrjaði og ég hef nú verið í kringum margar sýningar en eftirvæntingin núna er rosaleg. Það þurfa bara allir að skella sé norð- ur, á skíði, út að borða og á sýningu!“ n Magnaðir dansar í Chicago norðursins Það er heldur betur handa- gangur í öskjunni í villtum, trylltum stórborgar- fílíng Chicago á Akureyri. MYNDIR/LA Dans- inn dunar í geðveikri stemn- ingu fyrir norðan þar sem söngleikurinn fær slíkar viðtökur að leik- stjórinn hefur aldrei séð annað eins. Það gustar af Jóhönnu Guðrúnu í öðru aðalhlutverk- anna sem sjálf Cath- erine-Zeta Jones gerði skil í kvikmynda- útgáfunni. FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 251. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.