Fréttablaðið - 02.02.2023, Page 10
Módelið er
þjálfað
með öllum
texta af
öllu inter-
netinu.
Við erum búin að vera
að vinna í því síðan
2015 að búa til lýð-
ræðislegt spjallmenni
sem getur hjálpað þér
að vera sem virkastur í
lýðræðinu.
Þróun getu gervigreindar er
nú mikið rædd. Með tilkomu
forritsins ChatGPT virðumst
við nú nær nothæfri og skil-
virkri gervigreind en nokkru
sinni fyrr. Notkun slíkrar
gervigreindar í skólum og
starfi hefur þó vakið upp
ýmsar áleitnar spurningar.
ChatGPT er spjallmenni þróað af
fyrirtækinu OpenAI sem getur gert
ótrúlegustu hluti. Allt frá því að
leysa erfið stærðfræðidæmi, skrifa
stuttar sögur og ágrip, semja ljóð og
til þess að þróa viðskiptaáætlanir.
Möguleikarnir virðast nær enda-
lausir.
Róbert Bjarnason hefur meira en
þrjátíu ára reynslu í gervigreind og
framleiðslu tölvuleikja og vefkerfa
og býður meðal annars upp á nám-
skeið í notkun gervigreindar. Frétta-
blaðið bað Róbert um að útskýra á
mannamáli hvernig gervigreind
eins og þessi virkar.
„ChatGPT er stórt tungumála-
módel og þetta er í raun byggt með
gervitauganetum sem eru mjög ein-
földuð útgáfa af því hvernig tauga-
netin í heilanum okkar virka,“ segir
Róbert en gervigreindin þarf eins og
okkar eiginn heili að læra hvernig
hún virkar.
„Módelið er þjálfað með öllum
texta af öllu internetinu. Öllum vef-
síðum og öllu opna internetinu, auk
bóka og annarra texta. En í raun er
það eina sem módelið er þjálfað í að
giska á næsta orð sem kemur,“ segir
Róbert.
Þannig giski forritið í raun á
hvernig samskipti eiga sér stað út frá
líkindum. Sem er ekki svo ósvipað
okkar eigin samskiptum, ef vel að
er gáð.
„En vegna þess hve módelið er
stórt þá, til þess að giska á næsta
orð sem best, þarf það að kenna sér
alls kyns abstrakt hugmyndir, eins
og til dæmis að reikna flókna stærð-
fræði. Það gerir vissulega stundum
mistök en þetta er ansi magnað,“
segir Róbert. Milljarða króna kosti
að þjálfa forrit eins og ChatGPT á
ofurtölvum.
Hvaða not höfum við fyrir gervi-
greind eins og þessa?
„Það sem mér finnst mest spenn-
andi er að í náinni framtíð tel ég
að allir sem vilja geti verið með
stafrænan ofureinkaritara. Sem
er líka kennari og getur líka verið
markþjálfi og getur í raun gert hvað
sem er þegar kemur að gögnum,
samskiptum og skipulagi. Þannig
að þetta á eftir að auka þín afköst
verulega,“ segir Róbert.
„Að vera með svona ofuraðstoð-
armann mun gefa mörgu fólki tæki-
færi á að gera hluti sem það hafði
ekki tækifæri á að komast áfram
með. Síðan er það sem mér er mest
hjartfólgið en það er hvað gervi-
greind mun gera fyrir lýðræðið,“
segir Róbert.
Auk þess að vera með gervi-
Gervigreindin getur kennt okkur margt
TÆKNI
„Í náinni framtíð
tel ég að allir
sem vilja geti
verið með
stafrænan
ofureinkaritara,“
segir Róbert
Bjarnason.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Myndin er búin til af gervigreindarforritinu MidJourney.
MYND/AÐSEND
greindarnámskeið rekur Róbert
fyrirtæki sem kallast íbúar SES.
„Þar þróum við tól og tæki fyrir
þátttökulýðræði og valdef lingu
borgara byggð á gervigreind. Það
höfum við rekið síðan 2008 en við
vinnum til dæmis með Reykjavíkur-
borg og tókum þar þátt í verkefninu
Hverfið mitt,“ segir Róbert.
„Við erum búin að vera að vinna
í því síðan 2015 að búa til lýð-
ræðislegt spjallmenni sem getur
hjálpað þér að vera sem virkastur
í lýðræðinu, hjálpað þér að fylgjast
með hvaða tækifæri eru í boði til að
hafa áhrif og þegar kemur að því
að hafa áhrif og eiga samskipti við
stjórnvöld, hvernig þú getur formað
þín samskipti á sem bestan hátt,“
útskýrir Róbert.
Að sögn Róberts er mikil nauðsyn
á auknum verkfærum fyrir þá sem
taka vilja þátt í lýðræði nútímans.
„Við erum búin að vera í mikilli
tæknibyltingu síðustu áratugi. En
ég held að samfélagið þurfi að hafa
verkfæri til þess að geta brugðist við.
Þetta kerfi þar sem lýðræðið er bara
virkjað á fjögurra ára fresti, það
virkaði vel fyrir 150 árum kannski,
en hvað gerðist mikið á fjögurra
ára fresti fyrir 150 árum? Það gerð-
ist vissulega eitthvað en ekki eins
mikið og í dag,“ segir Róbert að
lokum.
Ítarlegra viðtal við Róbert er á vef
Fréttablaðsins. n
Gervigreind í skólastarfi
Gervigreind hefur mikið verið í umræðunni hvað
varðar kennslu þar sem hægt er að nota spjall-
menni meðal annars til að skrifa ritgerðir og leysa
verkefni.
Erla Karlsdóttir, grunnskólakennari í Garða-
skóla, tók þátt í málþingi í Háskóla Íslands um
gervigreind í skólastarfi á dögunum. Hún segir að
hafa þurfi í huga að hæfni sé það sem við erum að
mennta börn okkar í.
„Hæfni er alltaf grunnurinn,“ segir Erla sem
telur það ekki endilega lausnina að banna notkun
ákveðinna forrita.
„Við höfum ekki getu til þess að fylgjast nákvæmlega með því hvort
börn séu að nota þetta eða ekki. Svo er það spurning hvort við eigum
að eyða tíma í að finna hvaða forrit börnin eru að nota. Kannski er
mikilvægara að við gerum þeim grein fyrir afleiðingunum,“ segir Erla
sem starfað hefur bæði sem dönsku- og íslenskukennari en starfar nú
aðallega sem heimspekikennari.
„Sumt af þessu getur nýst þeim mjög vel. Kerfið í dag er til dæmis
ekki mjög gott í íslensku og þannig þurfa börnin að fá upplýsingarnar
á ensku og færa það í gegnum þýðingarforrit yfir á íslensku,“ segir hún
en beinþýðingar séu yfirleitt mjög augljósar.
„Þau börn sem eru skörp í þessu vita að við kennararnir sjáum það
ef þú skilar beinni þýðingu frá Google. Svo ertu kannski að vinna rit-
gerð og vantar upplýsingar. Þá ertu að spara þér tíma. En þú þarft að
lesa textann í gegn og veist þá á endanum ýmislegt,“ segir Erla.
„Það er þó spurning með verkefni þar sem við erum að þjálfa tungu-
málið. Sumt úr tækninni getur nýst börnum vel en annað er að koma
þeim í koll. Svo er alltaf spurningin á endanum til hvers við erum að
mennta þau. Til hvers er verið að læra? Vilja börn ekki koma út úr skól-
anum með ákveðna hæfni?“ spyr Erla.
Erla Karlsdóttir,
grunnskólakennari
í Garðaskóla
Hræðsla fyrstu viðbrögð
Björn Karlsson, grunnskólakennari og listamaður,
segist ekki hafa tekið eftir mikilli umræðu í kenn-
arasamfélaginu um gervigreind en það sé að
vakna til vitundar í þessum efnum.
„Maður sér erlendis að viðbrögðin eru þessi
dæmigerðu viðbrögð þegar ný tækni ryður sér
rúms, að fólk verður hrætt við hana og heldur að
lausnin sé að banna hana,“ segir Björn.
„Í Bandaríkjunum eru skólar og sýslur búin að
setja bann við notkun á ChatGPT og loka á að-
gengi að henni,“ segir hann en telur það alls ekki
lausnina við þessari þróun.
„Þetta verður örugglega svipuð bylting og þegar við byrjuðum fyrst
að fá netið. Þegar það byrjaði að vera almennt í skólum,“ segir Björn
en skólar séu vissulega enn að venjast tilkomu internetsins.
„Hræðslan við það að fólk hefði aðgang að upplýsingum sem það
átti að þurfa að muna. Maður átti að kunna stafsetningarreglur frekar
en að nota leiðréttingarforrit. Eða þegar vasareiknirinn kom, þá taldi
fólk að börn myndu ekki læra neina stærðfræði,“ segir Björn.
„Þetta eru verkfæri sem geta einfaldað ákveðna vinnu en í skólum
viljum við náttúrulega að nemendur læri og tileinki sér þekkingu og
færni. Við þurfum kannski sem kennarar og skólakerfi að endurhugsa
aðeins hvernig við nálgumst það sem við erum að gera,“ segir Björn að
lokum.
Björn Karlsson,
grunnskólakennari
og listamaður
Ragnar Jón
Hrólfsson
ragnarjon
@frettabladid.is
10 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023
FIMMTUDAGUR