Fréttablaðið - 02.02.2023, Síða 13

Fréttablaðið - 02.02.2023, Síða 13
Sá hluti samfélagsins, sem skuldar almennar krónur, er með þessum háu vaxtagreiðslum í raun að greiða niður innflutningsverð, sem allir njóta. „Orðið verð er eigi langt orð, en þó hefir það verið lítil heillaþúfa um að þreifa f lestum auðfræðíngum, hvað þá heldur öðrum fræði- mönnum.“ Setningin er úr Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 1880. Fjórum árum fyrr gaf Landsbank- inn út fyrstu íslensku krónuna. Hluti þjóðarinnar notar krónuna enn til að mæla verð- gildi vöru, vinnu og þjónustu. Svo hefur hún sjálf sitt verðgildi. Í ríf lega fjóra áratugi hefur verið breið samstaða um að krónan geti ekki ein og sér þjónað öllum Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum. Þrír dilkar Fyrir þá sök höfum við kosið að draga þjóðina í þrjá aðgreinda gjaldmiðladilka. Í fyrsta dilk er almenna krónan, sem Seðlabankinn stjórnar. Í öðrum dilk er verðtryggða krónan. Hún er í raun sérstakur gjaldmiðill, er Seðlabankinn hefur óveruleg áhrif á. Í þriðja dilk er um þriðjungur þjóðarbúskaparins, sem notar erlenda gjaldmiðla. Þessi dilkur lýtur aðallega stjórn seðlabanka Bandaríkjanna og Evrópu. Aðgreiningin er af þeim góða huga gerð að bæta þar úr sem almenna krónan veldur mestu tjóni. En sá böggull fylgir skamm- rifi að það hafa ekki allir jöfn tækifæri. Það er óréttlæti, sem aftur skekkir samkeppnisstöðu innbyrðis í samfélaginu. Og sú skekkja er óhagkvæm fyrir heildina. Fjölmyntakerfinu svipar í eðli sínu til fjölgengiskerfisins, sem Viðreisnarstjórnin afnam um leið og innflutningshöftin í byrjun sjöunda áratugarins. Unga fólkið Vextir almennu krónunnar þurfa að vera margfalt hærri en helstu erlendu gjaldmiðla til þess að halda verðgildi hennar uppi. Sá hluti samfélagsins, sem skuldar almennar krónur, er með þessum háu vaxtagreiðslum í raun að greiða niður innflutningsverð, sem allir njóta. Útflutningsfyrirtækin, sem taka erlend lán, þurfa hins vegar ekki að taka þátt í þessum samfélagslega kostnaði. Í þessu felst tvenns konar aðgreining. Annars vegar milli ungs fólks, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, og svo eigenda útflutn- ingsfyrirtækjanna. Hins vegar milli fyrirtækja eftir því hvort þau eru innan eða utan krónuhagkerfisins. Lífeyrisþegar Vextirnir eru ekki eina aðgreiningin. Til þess að halda uppi verðgildi krónunnar er helm- ingur alls sparnaðar rétthafa í lífeyris- sjóðum í gjaldeyris- höftum. Höftin eru svo umfangsmikil að þau jafngilda ríf lega heilli þjóðarframleiðslu. Verðgildi almennu krónunnar skekk- ist að sama skapi. Lífeyrisþegar eru í raun og veru að niðurgreiða innflutningsverð. Aðgreiningin felst í því að rétt- hafar í lífeyrissjóðum sæta gjald- eyrishöftum meðan allir aðrir eru frjálsir. Þar á meðal eru þeir sem njóta einkaréttarhagnaðar af nýtingu þjóðarauðlinda, sem ekki er greitt fyrir. Þeir taka ekki þátt í þessum samfélagslega kostnaði með lífeyrisþegum. Velferðin Aðgreiningin kemur líka fram í því að sameiginlegur sjóður þjóðarinnar þarf að greiða marg- falt hærri vexti fyrir fjárfestingu í velferð og menntun en fyrirtækin, sem standa utan krónuhag- kerfisins. Ekkert vestrænt ríki greiðir jafn hátt hlutfall útgjalda í vexti eins og ríkissjóður Íslands þrátt fyrir hóflegt skuldahlutfall. Þessi aðgreining veldur því að skólarnir, heilbrigðisþjónustan og velferðarkerfið hafa minni mögu- leika en fyrirtækin utan krónu- hagkerfisins til þess að standa jafnfætis grönnum okkar. Seðlabankinn Gjaldmiðlaaðgreiningin veldur því einnig að Seðlabankinn hefur þrengra svigrúm en seðla- bankar annarra þjóða til þess að stjórna peningamálum í þjóðar- búskapnum. Meðan einn hluti þjóðarinnar notar almenna krónu, annar hluti verðtryggða krónu og þriðji hlut- inn dollara eða evrur er Seðla- bankinn fatlaður. Rangindin felast í því að aðhaldsaðgerðir Seðlabankans ná ekki til þeirra sem best standa. Fyrir vikið verður að beita hina, sem eru innan krónuhagkerfisins, meiri hörku en þyrfti, ef allir sætu við sama borð. Valið Við byrjuðum að fjölga gjald- miðlum fyrir rúmum fjörutíu árum vegna þess eins að verðgildi krónunnar var „lítil heillaþúfa um að þreifa“. Þá voru aðrir vegir tæpast færir. Núna eru f leiri leiðir opnar. Ágreiningurinn snýst um það hvort velja eigi eina samkeppnis- hæfa mynt allra landsmanna úr hópi þeirra sem við notum helst eða viðhalda fjölgjaldmiðla- kerfinu, sem veldur misgengi og misrétti og dregur úr framleiðni þjóðarbúsins. Þetta er spurning um þjóð með eða án aðgreiningar. n Þjóð með aðgreiningu Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 132. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.