Fréttablaðið - 02.02.2023, Side 14

Fréttablaðið - 02.02.2023, Side 14
Það dugar ekki að lýsa áhyggjum af stöðunni. Nú þurfum við ríkis- stjórn sem lýsir áætlun út úr stöðunni. Samtökin ’78 hafa mót- mælt þessari breytingu harðlega, enda er hin- segin fólk oft í þannig aðstæðum á flóttanum að það þorir ekki að gefa upp raunverulegt samband sitt á meðan öryggi og líf þess og maka þess er enn í hættu. Verðbólgan er aftur á uppleið. Vextir hækka í kjölfarið eins og við vitum. Hvað er til ráða? Hefur ríkis- stjórnin einhverja stjórn á þróun efnahagsmála? Og ber hún þá ein- hverja ábyrgð í baráttunni við verð- bólguna – eða er ríkisstjórnin eins og hver annar áhorfandi í efnahags- lífi þjóðarinnar? Þetta ræddum við á Alþingi í vikunni. Forsætisráðherra benti á Seðlabankann og vísaði ábyrgð- inni á baráttunni við verðbólguna þangað. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar benti á fólkið í landinu og sagði að almenningur væri því miður að „eyða of miklu“. Hvers konar forystuleysi er þetta? Þau tala eins áhorfendur án ábyrgð- ar en ekki eins og stjórnendur. Stað- reyndin er sú að ríkisstjórnin er á harðahlaupum undan eigin ábyrgð á stjórn efnahagsmála. Það dugar ekki að lýsa áhyggjum af stöðunni. Nú þurfum við ríkisstjórn sem lýsir áætlun út úr stöðunni. Ríkisstjórnin hefur ekkert plan Eða hvert er planið? Það er ekkert plan. Ríkisstjórnin hefur ekki sett fram neina stefnu eða neitt plan um það hvernig á að taka á vaxandi verðbólgu. Stefnuleysið er algjört og árangurinn eftir því. Við getum rifjað upp það sem ráð- herrar ríkisstjórnarinnar sögðu við kynningu fjárlaga síðasta haust. Það var sagt að fjárlögin myndu vinna gegn verðbólgu. En hvaða aðgerðir var ráðist í? Jú, framlög til stjórn- málaf lokka voru lækkuð lítillega og skilagjald á einnota drykkjarum- búðum var fryst, eins og frægt varð. Þetta hefur auðvitað engin áhrif í þjóðhagslegu samhengi. Mikil- vægum fjárfestingum var frestað og loks voru öll krónutölugjöld ríkisins skrúfuð algjörlega upp í topp. Þetta síðastnefnda er einmitt aðalástæða þess að verðbólgan er núna aftur á uppleið. Hallinn á rekstri ríkissjóðs var 90 milljarðar þegar fjárlögin voru kynnt í haust en var kominn upp í 120 milljarða fyrir jól. Í hvaða veru- leika kallast þetta að vinna gegn verðbólgu? Þessar aðgerðir eru ekki hluti af neinni stefnu eða áætlun. Þetta er bara eitthvað dinglumd- angl – handahófskenndar aðgerðir hingað og þangað. Enda kom á dag- inn að þær hafa ekki skilað neinum árangri. Nú hefur verkalýðshreyfingin lagt sitt af mörkum með hóflegum launahækkunum í kjarasamn- ingum á hinum almenna vinnu- markaði. En fólkið í landinu hlýtur að klóra sér í kollinum yfir stefnu- leysinu hjá ríkisstjórninni. Samfylkingin hefur sett fram plan Við í Samfylkingunni höfum haldið uppi uppbyggilegri og málefnalegri gagnrýni á ríkisstjórnina. En við höfum líkt lagt fram okkar tillögur. Við kynntum kjarapakka fyrir jól með útfærðum tillögum um að verja heimilisbókhaldið en vinna um leið gegn verðbólgu. Hugmyndafræði kjarapakkans var einföld: Að taka á verðbólgunni þar sem þenslan er í raun og veru – eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og met- hagnað hjá bönkunum. Að draga þannig úr hallarekstri ríkissjóðs en hlífa um leið heimilunum – með því til dæmis að falla frá ítrustu gjaldahækkunum ríkisstjórnar- innar sem nú eru farnar að bíta. Samfylkingin er með plan og nýtur góðs af skeleggri forystu Kristrúnar Frostadóttur þegar kemur að efnahags- og velferðar- málum. Það er nú eitthvað annað en ríkisstjórnin sem vísar bara allri ábyrgð á undirstofnanir sínar og fólkið í landinu. Gott ef þetta minnir ekki á bankasölumálið þar sem ráðherra bar enga ábyrgð á neinu – það var bara fólkið í landinu sem skildi ekki snilldina (og svo varð að leggja niður eina undirstofnun). En í ljósi þess að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa ekki borið árangur í baráttunni við verð- bólguna má ég til með að benda ráðherrum stjórnarf lokkanna á kíkja aftur á kjarapakka Samfylk- ingarinnar. Með opnum hug. Nú er sagt að verðbólgan sé að hluta til hagnaðardrifin. Væri ekki þjóðráð að fylgja plani Samfylkingarinnar og vinna gegn verðbólgunni þar sem þenslan er í raun og veru? n Stjórn án ábyrgðar „Langar þig að kyssa mig?“ spyr íslensk ur, miðaldra, karlk y ns leikari í gervi fulltrúa Útlendinga- stofnunar, setur stút á munninn og horfir stíft á hinsegin hælisleitanda sem svarar neitandi. Spyrjandinn hrósar happi og klessir hnefann á samstarfsmanni sínum. „Grunaði ekki Gvend. Góð tilraun,“ segja leiknu leyfisveitendurnir og halla sér glottandi aftur í sætinu, glott- andi yfir því að hafa fundið leið til að hafna enn einum f lóttamann- inum. Það þarf ekki að matreiða þessa senu betur ofan í áhorfendur Áramótaskaupsins. Þau þekkja fréttir um það að hinsegin fólki sé gert að sanna hinseginleika sinn, óski það eftir alþjóðlegri vernd frá ofsóknum í heimalandi sínu. Skápurinn sem skjól Jafnvel við albestu aðstæður er erfitt fyrir margt hinsegin fólk að stíga út úr skápnum. Hinsegin fólk hikar því það veit að það getur mætt fordóm- um á ýmsan máta. Þau vega og meta stöðuna jafnvel þannig að betra sé að fara í felur með hinseginleika sinn en að hætta á það að framtíðar- möguleikar þeirra séu takmarkaðir að einhverju leyti. Með það í huga er auðvelt að ímynda sér hvernig það er fyrir fólk viðkvæmum aðstæðum, svo sem í löndum þar sem hinsegin fólk er fordæmt, ofsótt og jafnvel myrt fyrir það eitt að vera hin- segin. Innan flóttamannakerfisins, þar sem einstaklingurinn þarf að vega og meta hvert skref, þurfa þau svo að meta hvort það sé hreinlega áhættunnar virði að ljóstra upp um hinseginleika sinn. Heimild til sameiningar afnumin Flóttafólk, sem f lýr heimkynni sín við verstu mögulegu aðstæður með nánast engum fyrirvara, verður oft viðskila við ástvini sína; maka, börn, systkini, for- eldra. Núgildandi útlendingalög veita einstaklingi á f lótta heimild til þess að sameinast maka sínum eftir komuna til landsins, hafi þau skilist að, eins og gerist gjarnan þegar verið er að f lýja ofsóknir. Með útlendingafrumvarpinu sem nú er til umræðu á þingi ætlar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hins vegar að afnema þessa heim- ild gagnvart því fólki sem hingað kemur í boði stjórnvalda, þeim hópi fólks sem stundum er kallaður „kvótaf lóttafólk“. Í greinargerð frumvarpsins segir að þessi und- anþáguheimild sé óþörf, þar sem þessum einstaklingum sé boðið að koma til landsins í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, og að við valið á þeim einstaklingum sem boðið er sé gætt að einingu fjölskyldunnar. Í tilfelli hinsegin fólks er þessi heimild afar mikilvæg. Samtökin '78 hafa mótmælt þessari breytingu harðlega, enda er hinsegin fólk oft í þannig aðstæðum á f lóttanum að það þorir ekki að gefa upp raun- verulegt samband sitt á meðan öryggi og líf þess og maka þess er enn í hættu, eins og rakið hefur verið. Í ofanálag getur tekið tíma fyrir fólk að treysta stjórnvöldum á ný eftir að hafa upplifað ofsóknir heima fyrir. Lítið mál í stóra samhenginu – stórt mál í litla samhenginu Fólk í þessari stöðu er aðeins brota- brot af því fólki sem hingað kemur á f lótta. Því verður ekki séð hvaða máli það skiptir í stóra samhenginu fyrir stjórnvöld að girða fyrir þessa heimild. Hins vegar skiptir heimildin öllu máli fyrir hinsegin fólk í þessari stöðu til þess að það geti samein- ast ástvinum sínum í samræmi við réttindi þeirra samkvæmt stjórnar- skrá og mannréttindasamningum. Það er með öllu ótækt að auka enn frekar á erfiðleika þeirra og þján- ingar með þessum óþarfa skerð- ingum. Hér er aðeins um að ræða eitt dæmi af fjölmörgum í frumvarpi dómsmálaráðherra, sem vega alvar- lega að grundvallarmannréttindum flóttafólks, án þess að leysa á neinn máta þær áskoranir sem við stönd- um frammi fyrir vegna komu flótta- fólks hingað til lands. n Sannaðu að þú sért hinsegin Logi Einarsson formaður þing- flokks Samfylk- ingarinnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata 14 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.