Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 11
Hús íslenskunnar er heimili íslenskrar tungu. Þar varðveitum við handritin, helstu dýrgripi íslenskrar menningar, til allrar framtíðar. Þar fara einnig fram rannsóknir og kennsla í íslensku. Þangað eigum við öll erindi. Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands efna til samkeppni um nafn á þetta glæsilega nýja hús. Ert þú með rétta heitið? Sendu inn þína tillögu á arnastofnun.is/nafn fyrir 1. mars. Nýtt nafn verður kynnt við vígslu hússins 19. apríl. Bara að nefna það Samkeppni um nafn á hús íslenskunnar Konurnar sex sem ég talaði við könnuðust ekki við að fá útlend- inga til sín. Brynhildur Björnsdóttir, höfundur viðtalsbókar um vændi á Íslandi Grímur Grímsson lögreglu- maður, Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, og Brynhildur Björnsdóttir, höfundur við- talsbókar um vændi á Íslandi, telja ekki tengsl milli aukinnar ferðaþjónustu og aukningar í framboði vændis hér á landi. ninarichter@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Við höfum séð kippi í framboði vændis sem tók við sér til muna eftir að ferðamannaiðnaður- inn tók við sér á sínum tíma,“ var haft eftir Stefáni Erni Arnarssyni hjá miðlægri rannsóknardeild lög- reglunnar í Fréttablaðinu í gær. „Undanfarin ár hefur orðið aukn- ing í framboði. En sakborningar í vændismálum eru ekki almennt útlendingar, heldur Íslendingar,“ segir Grímur Grímsson lögreglu- maður. „Konurnar sex sem ég talaði við könnuðust ekki við að fá útlendinga til sín,“ segir Brynhildur Björnsdótt- ir, höfundur bókarinnar Venjulegar konur: Vændi á Íslandi sem kom út í fyrra. Viðmælendur Brynhildar höfðu unnið við vændi á ýmsum tímabilum og þar af voru tvær nýlega hættar. Viðtölin voru tekin árið 2021. „Ég lagðist í alls konar rann- sóknarvinnu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að eftirspurnin hér á landi sé ekki frá ferðamönnum,“ segir Brynhildur. „Það kemur ekkert á óvart að framboðið á vændi aukist á þessum miðlum, sem eru aðallega vefsíður sem eru hýstar erlendis, við erum einfaldlega í þannig þjóð- félagsástandi. Það er verðbólga og erfiðara að ná endum saman. Þá er þetta örþrifaráð. Það er mín tilfinn- ing að þetta haldist ekki endilega í hendur við ferðamannaiðnaðinn eða ferðamenn.“ Brynhildur hefur eftir einni kvennanna að af þeim hundruðum manna sem sóttust eftir vændi hafi aðeins verið tveir erlendir. Hvað umræðu um samfélags- miðilinn Onlyfans varðar segir Brynhildur: „Þegar fólk fer inn á Onlyfans er það með hugmynd um að græða rosa mikinn pening. En raunin er sú að meðaltekjurnar eru kannski 130 dollarar á mánuði, og það er ef fólk er stöðugt að setja inn efni og með stanslausa viðveru. En svo fer það að ganga lengra og lengra og smám saman fer fólk að brjóta niður mörkin sín,“ segir hún og minnir á að þeir sem stundi slíkt af brýnni fjárþörf séu ekki færir um að setja mörk á sama hátt og fólk sem sé á Onlyfans af áhuga eða sem kynverur. Steinunn Gyðu-Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, tekur í sama streng og segir starfsfólk Stíga- móta ekki hafa orðið vart við tengsl ferðaþjónustu og vændis hér á landi. „Konurnar sem koma til okkar eftir vændi eru langflestar Íslendingar og samkvæmt þeim eru þetta langoft- ast íslenskir menn sem kaupa vændi af þeim.“ Steinunn segist þó sjá mjög skýrt, sé litið á fyrrnefndar vændissölu- síður, að gríðarlegur fjöldi erlendra kvenna sé að auglýsa vændi hér á landi. „Þetta eru gjarnan konur sem eru að koma hingað og stoppa stutt í hvert skipti. Maður hefur áhyggjur af því að þær séu þolendur mansals. Það er sárasjaldan sem við hittum þessar erlendu konur á Stígamótum enda hafa þær ekki endilega tæki- færi til þess að leita sér aðstoðar.“ Að sögn Steinunnar hefur efna- hagsástand alltaf áhrif á það hvort konur fari aftur í vændi. „Oft eru þetta konur sem eru háðar ytri áhrifum, oft konur með litla mennt- un sem starfa í láglaunastörfum. Verðbólgan hefur bein áhrif á þær. Þetta sáum við í byrjun Covid þegar margar þeirra voru að missa vinnuna. Þá voru þær hjá okkur að íhuga hvað þær ættu að gera. Hvort þetta yrði leiðin sem þær myndu fara til að leysa málin. Það er ekki ólíklegt að svoleiðis komi upp núna líka.“ n Véfengja tengsl milli ferðaþjónustu og vændis Sérfræðingar í vændismálum hér á landi telja ekki bein tengsl milli aukningar í ferðaþjónustu á Íslandi og vændis- kaupa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 94. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.