Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 24
Við erum að tala um eitt stykki heimsmeistara og það er gríðarlega gaman að hún skyldi ákveða að mæta aftur. Hún kom hingað á mótið í fyrra og þá sá maður hversu litríkur og sterkur karakter hún er. Freyr Ólafsson Það verður boðið upp á sannkallaða frjálsíþrótta- veislu í Laugardalshöllinni á morgun en þá fer þar fram Reykjavík International Games í frjálsíþróttum. gummih@frettabladid.is Ríkjandi heimsmeistari kvenna í kúluvarpi, Chase Ealey frá Banda- ríkjunum, er á meðal keppenda líkt og í fyrra en hún fagnaði sigri á heimsmeistaramótinu á síðasta ári þegar hún varpaði kúlunni 20,49 metra og varð um leið fyrsta konan frá Bandaríkjunum til að vinna til gullverðlauna í kúluvarpi á heims- meistaramóti. Þá vann hún einnig sigur á Demantamótaröðinni. Freyr Ólafsson, formaður Frjáls- íþróttasambands Íslands, lofar frábærri skemmtun í Laugardals- höllinni á morgun og hann hvetur fólk til að fjölmenna í Höllina þar sem margt af besta og efnilegasta frjálsíþróttafólki landsins verður á meðal keppenda. „Þetta verður heldur betur veisla og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu móti,“ segir Freyr, sem fagnar því að heimsmeistarinn Chase Ealey ætli að vera með. Litríkur og sterkur karakter „Við erum að tala um eitt stykki heimsmeistara og það er gríðar- lega gaman að hún skyldi ákveða að mæta aftur. Hún kom hingað á mótið í fyrra og þá sá maður hversu litríkur og sterkur karakter hún er. Chase gerði miklu meira heldur en að keppa. Hún smitaði út frá sér og var svo ánægð með mót- tökurnar sem hún fékk þannig að hún vildi koma aftur núna sem er ofboðslega gott fyrir okkur. Mesta fjörið ætti að verða í kringum kúluvarpshringinn – að berja heimsmeistarann augum en það verður líka gaman að fylgjast með spretthlaupunum, stökkkeppn- unum og ýmsu öðru,“ segir Freyr. Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og FH-ing- urinn Kolbeinn Höður Gunnars- son verða í eldlínunni á leikunum en bæði slógu þau Íslandsmetin í 60 metra hlaupi í síðasta mánuði. Guðbjörg fær verðugan mótherja en Naomi Sedney frá Hollandi mætir henni en Sedney fór með sigur af hólmi á leikunum í fyrra. Heimsmeistari í frjálsíþróttaveislu í Höllinni Chase Ealey fagnar heims- meistaratitl- inum í kúluvarpi á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Guðbjörg er í hörku formi og er komin á fulla ferð eftir erfið meiðsli og sló Íslandsmetið á móti í Danmörku á dögunum þegar hún kom í mark á 7,35 sekúndum. „Það er ljóst að Guðbjörg fær hörkukeppni og það er mjög ánægjulegt til þess að vita að hún er að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli og ánægjulegt að sjá hversu sterk hún kemur til baka,“ segir Freyr en Guðbjörg Jóna mun einnig hlaupa sitt fyrsta 200 metra hlaup á tímabilinu og mætir þar Sarah Atcho frá Sviss, sem á best 23,64 sekúndur í ár. Besti tími Guðbjargar í greininni er 23,98 sekúndur. Kolbeinn Höður bætti fyrir skömmu 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi þegar hann hljóp vegalengdina á 6,68 sekúndum en meðal þeirra sem mæta honum í hlaupinu er Englendingurinn Richard Akinyebo, sem á best 6,73 sekúndur. Kolbeinn mætir einnig sterkum hlaupara í 200 metra hlaupinu en það er Lee Thompson frá Englandi. Kolbeinn á Íslands- metið í greininni, 21,21 sek. En besti tími Thompson er 21,13 sekúndur. Eru svo góðar fyrirmyndir „Kolbeinn og Guðbjörg eru svo sterkir og flotti karakterar og þau eru bæði svo góðar fyrirmyndir, með allt sitt á tæru og uppskera eftir því,“ segir formaður Frjáls- íþróttasambandsins. Ólympíufarinn og Íslandsmet- hafinn í kringlukasti, Guðni Valur Guðnason úr ÍR, verður á meðal keppenda í kúluvarpi á leikunum eins og undanfarin ár. Guðni á best 18,90 metra innanhúss og hann etur meðal annars kappi við Eng- lendinginn Lewis Byng sem lengst hefur kastað 18,50 metra. Langstökk kvenna ætti líka að verða skemmtileg grein en Íslands- methafinn í þrístökki, Irma Gunn- arsdóttir úr FH, er skráð til leiks en hún á næstlengsta stökk íslenskrar konu, 6,36 metra. Þá ætlar Hafdís Sigurðardóttir að dusta rykið af langstökksskónum en hún á Íslandsmetið í greininni sem er 6,54 metrar. Mótið hefst klukkan 13.30. Miðasala fer fram á corsa.is en einnig verður hægt að kaupa miða á staðnum. n Helgi Ómarsson er mikill aðdáandi náttúrulegra bætiefna. Hann byrjaði að taka inn Meiri orku frá ICE- HERBS eftir að hafa lesið sér til um burnirót. Hann hefur tröllatrú á henni og þreytist ekki að segja fólki frá töfrum hennar. Helgi Ómarsson lýsir sér sem nett ofvirkum tvíbura með rísandann í bogamanni. „Loft og eldur, alltaf út um allt, veit ekki í hvaða átt ég er að fara en er samt alltaf á leiðinni eitthvað,“ segir hann og bætir við að ofvirknin sýni sig líka í vinnu, en Helgi er ljósmyndari, tísku- bloggari, hlaðvarpsstjórnandi og markaðsráðgjafi. „Ég lifi mjög aktífum lífsstíl, bæði líkamlegum og andlegum. Ég er mikill sjálfsvinnuperri og tek því mjög alvarlega. Ég stunda einn- ig líkamsrækt hjá líkamsræktar- stöðinni Afreki, sem er mikið partí,“ segir hann. Helgi tekur daglega inn Meiri orku frá ICEHERBS, en Meiri orka er öflug blanda íslenskrar burni- rótar og fjallagrasa. „Síðan ég las fyrir mörgum árum að burnirótin væri náttúru- leg kvíðarót þá hef ég verið frekar upptekinn af henni. Ég trúi á mátt náttúrunnar og mikilvægi þess að taka inn sem mest úr henni til að lifa sem heilbrigðustu lífi. Mér finnst það mjög sexí. Ég er sérstak- lega upptekinn af burnirótinni, túrmeriki og engiferi. Ég læt það sjaldnast vanta inn í rútínuna mína,“ útskýrir hann. „Ég er mjög skrautlegur þegar kemur að athygli. Ég er greindur með ADHD og með þeirri greiningu fylgir mikill kvíði. Ég fór því að taka það mjög alvarlega að muna að taka víta- Kemst í gegnum daginn með kvíðarótinni Helgi segir öllum í kringum sig að taka inn burnirót enda hefur hann fundið jákvæð áhrif hennar. MYND/AÐSEND mínin mín, þá sérstaklega burni- rótina og D-vítamín blönduna frá ICEHERBS sem inniheldur einmitt líka burnirótina. Eftir að ég byrjaði að taka inn vítamínin mín og vera með rútínu þegar ég vakna, þá fann ég mikinn mun og er í rauninni allt annar. Mér finnst það ákveðin lífsgæði að geta tekið inn náttúruleg bætiefni og vítamín til að bæta líkama og sál.“ Geggjað að nýta mátt náttúrunnar Helgi bjó í Danmörku þegar hann las fyrst um burnirótina. Hann var í skrifstofustarfi og segir að þegar hann vinni slíka vinnu sé auðvelt að greina hvernig honum líður frá degi til dags. „Ef ég man rétt þá snerist greinin um að burnirótin er eina rótin sem við þurfum. Mér fannst það mjög sexí tilhugsun og varð mjög upptekinn af henni. Góðvinkona mín Ragga nagli er einmitt mikill talsmaður burnirótar og er mjög dugleg að mæla með henni en ég fylgi henni eins og hvolpur þegar kemur að heilsu,“ segir hann. „Ég hef mjög strang- trúaða rútínu þegar kemur að bætiefnum og ef ég þyrfti að velja tvö vítamín þá mundi ég alltaf taka burnirótina og D-vítamínið. Ég tel það mjög mikilvægan part af minni and- legu heilsu. Mér finnst Meiri orka vera fullkomin leið fyrir mig til að koma mér vel í gegnum daginn minn sem svona ADHD-pési og finnst geggjað að nýta mátt nátt- úrunnar til að reyna að tækla það sem best. Áhrifin eru aðallega að ég er skýrari og man meira, sem er rosalega mikilvægt fyrir mig sem er út um allt og þarf að muna ótrú- lega margt frá degi til dags.“ Helgi segir að það sé algjörlega nauðsynlegt að taka burnirótina daglega. „Ég segi öllum í kringum mig að gera það. Það liggur við að ég krefjist þess.“ Náttúran er ekkert að djóka Helgi tekur vítamín daglega og finnst mjög gaman að bæta ein- hverju nýju og öflugu við í víta- mínboxin sín. „Mér finnst mjög gaman að vera vítamín-perri,“ segir hann og hlær. „Það koma auðvitað dagar sem ég gleymi að taka vítamín eins og þegar ég þýt út, en þá finn ég líka mun á sjálfum mér. Mér líður langbest og finnst ég alltaf skýrari með allt löðrandi í bæti- efnum. Mér finnst góð morgun- rútína vera það besta í heimi, lífsgæðin mín liggja þar,“ heldur hann áfram. „En eftir að ég las þessa grein um burnirótina, þá er eins og eitthvað hafi smollið í heilanum á mér, ég hef síðan þá alltaf tekið hana inn og hef alla heimsins trú á henni og líka á vítamínum sem unnin eru beint úr náttúrunni. Ég vil hafa allt sem hreinast. Náttúr- an okkar er ekkert að djóka, hún býr náttúrulega bara yfir enda- lausum heilsu- og mannbætandi eiginleikum.“ ICEHERBS meiri orka 100% íslensk burnirót með fjallagrösum fyrir aukna orku og minna stress. Meiri orka er öflug blanda íslenskrar burnirótar og íslenskra fjallagrasa. Burnirót inniheldur hátt innihald virkra efna sem hafa áhrif á andlegt jafn- vægi og virka almennt hressandi og örvandi. Burnirót vinnur gegn þreytu, þunglyndi, einbeitingar- skorti og þróttleysi. Burnirót er talin hjálpa vel á tímabilum and- legs álags í vinnu eða námi, eða gegn streitu og skorti á orku. ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum, heilsuvöruverslunum og í glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. n 4 kynningarblað A L LT 4. febrúar 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.