Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 19
Það er eitt það skemmtilegasta við vinnuna mína, að þurfa að hugsa fram í tímann og meta hvað verður fallegt eftir tíu ár. Cuff Chair- stóllinn sem Gulla hannaði er einstaklega fallegur. Meira má sjá af hönnun Gullu í þáttunum Að heiman – íslenskir arkitektar sem verða aðgengilegir á Sjónvarpi Símans frá 23. febrúar. MYND/AÐSEND Gulla hannaði veitingastaðinn Esperanza sem staðsettur er við Manhattan Beach í Los Angeles en staðurinn er virkilega fallegur. MYND/AÐSEND Loftið á Michellin-staðnum Le Grand Restaurant í París minnir á demant en Gulla hannaði staðinn. MYND/AÐSEND landinu. Kynnast fólkinu og menn- ingunni til að geta gert verkefninu góð skil og skilið hvað fólk vill og hvað passar inn í landslagið og kúltúrinn,“ segir Gulla. „Arkitektúr er svo tilfinningaleg list. Þetta snýst ekki aðeins um að teikna og hanna heldur að skapa einhverja upplifun fyrir fólkið sem á eftir að vera í þessum rýmum. Það er alveg magnað hvað arkitektúr og hönnun getur haft mikil áhrif á líf okkar og tilfinningar, gert okkur glöð eða leið, lyft eða latt,“ segir Gulla. Hún segir að sig hafi lengi langað að hanna byggingu á Íslandi, bygg- ingu sem væri á einhvern hátt hluti af náttúrunni. „Íslensk náttúra er svo dramatísk og hefur haft mikil áhrif á mig og veitt mér mikinn innblástur. Það er mikil orka á Íslandi og mér finnst eins og Ísland sé fæðingarstaður náttúrunnar,“ segir Gulla. „Það væri skemmtilegt að hanna byggingu á Íslandi sem væri hluti af náttúrunni. Öll mín verkefni eru svo staðbundin og þau eru mjög sérstæð. Það væri gaman að blanda byggingu inn í þessa dramatísku náttúru sem mér þykir svo vænt um,“ bætir hún við. Spurð að því hvernig tilfinning það sé að standa loks inni í til- búinni byggingu sem unnið hafi verið að í fjögur til fimm ár, segir Gulla það sérstaklega þægilegt. „Þegar maður er búinn að teikna, hanna, skoða og velja allt í mörg ár, leysa allar þrautir og hindranir sem upp koma og fylgjast með byggingu rísa og verða að rými sem fólk hefur gaman af og nýtur, það er alveg stórkostlegt,“ segir Gulla. „Mín ástríða er að taka þátt í að fegra heiminn, og það er eitthvað sem ég hef tekið eftir, hversu vel fólki um allan heim líður þegar nátt- úran og arkitektúr spila vel saman. Ég leitast við að end- uróma fegurð náttúrunnar í einhverju sem er byggt af mannavöldum og að blanda saman náttúruheimum og manngerðum arkitektúr.“ Breytt eftir Covid Eftir Covid ákvað Gulla að færa vinnuaðstöðu sína og er hún nú með stúdíó, gall- erí og heimili, allt á sama stað. „Ég var alltaf með skrifstofu á Robertson Bou- levard í hönnunarhverfinu í West-Hollywood en eftir faraldurinn fannst mér ekki sami sjarminn yfir þessu öllu og mig langaði að starfs- fólkið mitt væri óhult og á öruggum stað,“ segir Gulla. Hún segir að vel hafi tekist til og að bæði hún og starfs- fólkið séu ánægð. Húsið sé stórt og staðsett í hæðum Holly- wood og þar sé mikil ró. „Ég reyni að fara í göngutúr á hverjum degi og náttúran hérna í hæðunum er stórbrotin og mögnuð, það er eiginlega bara eins og maður sé í Suður-Frakklandi. L.A. er svo fjölbreytt, hér er maður í náttúrunni, svo tekur bara tíu mínútur að keyra niður á Sunset þar sem er allt önnur stemning og mikið af lífi og veitingastöðum,“ segir hún. „Við erum mjög ánægð með það að vera saman hérna í kyrrð og ró og geta farið út í garð og borðað þar hádegismat. Skrifstofan er á fyrstu hæðinni, gallerí á ann- arri hæð og svo bý ég á þriðju hæð- inni þannig að þetta virkar mjög vel og er þægilegt,“ segir Gulla. Meðan faraldurinn stóð sem hæst ákvað Gulla að vera á Íslandi og hér var hún í eitt ár. „Yfirleitt þegar ég er á Íslandi þá er ég hjá mömmu en þarna leigði ég mér íbúð í Þingholtunum og fannst frábært að vera þar,“ segir Gulla. Hún segist hafa notið ársins á Íslandi, hitt vini og fjölskyldu og ferðast mikið. „Af því að ég var á Íslandi en að vinna í Ameríku þá var ég að byrja að vinna klukkan fimm á daginn sem er klukkan níu að morgni í L.A., svo ég hafði svo- lítið fría daga sem ég notaði í að teikna og skissa eða fara í göngutúr, svo hitti ég starfsfólkið og kúnna úti um allan heim á vídeó-fundum,“ segir Gulla sem vann nánast á hverjum degi í faraldrinum og hélt öllum sínum verkefnum gangandi. „Flest verkefnin voru í teikninga- vinnu og allir gátu verið heima hjá sér að vinna, það var ekki byrjað að byggja í mörgum verkefnum svo þetta gekk allt upp,“ segir hún. „Mér fannst dásamlegt að vera á Íslandi og ég held að ég hafi haft gott af því. Ég hafði verið á miklu flakki út um allan heim og það var gott að staldra aðeins við,“ segir Gulla. „Það var svo sætt að mamma kom kannski á hverjum degi með ferskt brauð úr bakaríinu og ég sagði henni að það væri kannski óþarfi að koma með ferskt brauð á hverjum degi en hún sagði bara: Ég hef ekki fengið að dekra við þig sem mamma á hverjum degi í þrjátíu ár svo ég kem með brauð á hverjum degi. Þetta var gaman og gott fyrir okkur báðar,“ segir Gulla og brosir. „Svo hitti ég pabba og systkini mín og ferðaðist um landið án þess að það væri fullt af túristum, skoð- aði til dæmis Vestfirði í fyrsta sinn,“ segir Gulla en hún er einkadóttir móður sinnar en á þrjú systkini hjá pabba sínum, verkfræðingnum og fyrrverandi handboltamanninum Jóni Hjaltalín Magnússyni. „Það eru mikil forréttindi í því að geta komið í öruggt umhverfi á Íslandi í svona aðstæðum og ég er meðvituð um það og ég held að það hafi verið dásamleg gjöf að geta komið aftur til Íslands og notið þess að vera í öruggu og rólegu umhverfi. Ég var bara þarna, ekki að hoppa upp í f lugvél og ferðast í hverri viku,“ segir Gulla. Það hlýtur að taka ákveðinn toll af þér að ferðast svona mikið? „Stundum gerir það það, en það er svo fyndið hvað maður venst þessu fljótt og mér finnst þetta auð- vitað svo gaman. Oft er það þannig að þegar ég er búin að vera heima í svona tvær, þrjár vikur, þá er ég farin að hugsa: Jæja, hvert fer ég næst? Þægilegt að vera frjáls Allt frá því ég var ung hef ég haft þetta þakklæti fyrir fegurð og ferða- lög og frelsi hentar mér vel,“ segir Gulla. „Los Angeles er alþjóðleg borg, og hér hef ég eignast stóra fjölskyldu af fallegum vinum og viðskiptavinum og þegar ég ferðast út um allan heim eignast ég enn fleiri vini svo ég er vinarík alls staðar og það myndast sterk vinasambönd við hvert verk- efni,“ segir hún. „Ég er að njóta lífsins algjörlega til fulls og mér finnst þægilegt að vera frjáls, ég er ævintýragjörn, elska að ferðast um heiminn og gera nýja hluti,“ segir Gulla. Svo þú getur horft stolt og ánægð á það sem þú hefur áorkað og skilið eftir þig? „Já, ég er ánægð, en mér finnst ég alltaf vera að byrja og mig langar allt- af að gera meira,“ segir Gulla. „Hvert og eitt verkefni er sérstætt og það eru ákveðnir töfrar sem fæðast í hverju verkefni fyrir sig, og það er það sem hvetur mig,“ segir hún. „Ég lifi og hrærist í vinnunni, er alltaf með hugann við vinnuna og alltaf að fá nýjar hugmyndir en ég er samt líka góð í því að stoppa, slaka á, fara í spa, út að borða, fer mikið á listasöfn og gallerí og tónleika og dansa við hvert tækifæri.“ Spurð að því hvort hún hugi sér- staklega að því að halda sér á jörð- inni þrátt fyrir mikla velgengni seg- ist Gulla hreyfa sig, stunda göngur og jóga. „Ég ákvað að segja já við lífinu, segja já við tækifærum og láta óttann ekki stoppa mig. Það hefur gefið mér mörg tækifæri og ég hef fengið að kynnast svo mikið af fólki, fallegum stöðum og fengið að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hún. „Ég held að ég sé þannig að eðlis- fari að mér finnst montið fólk bara leiðinlegt. Þetta er bara vinnan mín, mín ástríða og ég spái ekkert öðru- vísi í þetta. Mér finnst ég alltaf geta gert betur og ég er krítísk á sjálfa mig. Ég er með báða fætur á jörðinni og lít á lífið sem gjöf og ævintýri,“ segir Gulla að lokum. n FRÉTTABLAÐIÐ HELGIN 174. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.