Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 4
Aðeins Allra síðasta veiðiferðin komst á topp 10. Ekkert messufall hjá Controlant Controlant fékk aðalverðlaun UTmessunnar í Hörpu fyrir vöktunarlausnir sem koma í veg fyrir skemmdir á lyfjum og matvælum í allri virðiskeðjunni. Tryggir það þar með öryggi sjúklinga, dregur úr sóun og minnkar kolefnisspor. Aðalheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar, veitir þeim Erlingi Brynjúlfssyni og Gísla Herjólfssyni verðlaunin í viðurvist Guðna Th. Jóhannessonar, forseta lýðveldisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Reykjalundar verður haldinn í hátíðarsal Reykjalundar laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stutt fræðsluerindi úr starfsemi Reykjalundar: Meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid, endurhæfing hjartasjúklinga og fleira. Á fundinum mun Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og 6 senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Stjórn Hollvinasamtaka Reykjalundar Kjaragliðnun á milli öryrkja og lægst launaða fólksins úti á almennum vinnumarkaði hefur verið árviss í hálfan annan áratug, að mati forvígis- manna helstu samtaka fatlaðs fólks. Það þurfi launahækk- anir eins og aðrir landsmenn. ser@frettabladid.is KJARAMÁL Forvígismenn helstu samtaka fatlaðs fólks á Íslandi, Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasam- taka segja félagsmenn sína vera að dragast enn meira aftur úr öðrum landsmönnum í tekjum. Bilið á milli örorkulífeyris og launa á almennum vinnumarkaði sé að aukast. Kjaragliðnun á milli þess- ara tveggja hópa hafi verið árviss í hálfan annan áratug. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, segir þetta vera tusku í andlit þeirra sem síst skyldi á Íslandi. „Okkar fólk situr bara á hakanum. Það er ekki hægt að upplifa það öðruvísi,“ segir hún og kveðst sár og reið fyrir hönd þessa hóps sem ber minnst úr býtum í samfélaginu. „Hér á okkar skrifstofu er stöðugt símaálag. Fólk er reitt og það kvíðir næstu dögum,“ lýsir hún og bætir því við að á sama tíma og kjörin rýrni í samanburði við aðra hópa hækki allt; húsleigan, matarkarfan, lyf og læknisþjónusta. „Fyrir vikið á þessi hópur enga möguleika á að borga það verð sem sett er upp í samfélaginu,“ segir Þuríður Harpa. „Allt hefur hækkað umfram þolmörk,“ bætir hún við. Í ályktun samtakanna segir að í dag muni 80 til 150 þúsund krón- um á lægstu óskertu greiðslum Segja fatlað fólk dragast meira aftur úr í launum Tekjubilið á milli öryrkja og lægst launaða fólksins úti á vinnumarkaði er að aukast að mati helstu samtaka fatlaðs fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ almannatrygginga og launatöxtum ef miðað er við launatöflur Starfs- greinasambandsins (SGS). Það sé ekki aðeins réttlætismál að kjör fatlaðs fólks fylgi launaþróun í landinu, heldur sé það lífsspursmál. Samtökin skori því á ríkisstjórnina að leiðrétta lífeyrisgreiðslur og hækka þær um að minnsta kosti 42 þúsund krónur á mánuði. „Gleymum því ekki,“ segir Þur- íður Harpa, „að sjálfur fjármálaráð- herra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að vísitölufjölskylda á lágmarks- launum nái ekki endum saman. Hvað megum við þá segja um öryrkja sem eru eftirbátar allra ann- arra í kjörum?“ spyr Þuríður Harpa og minnir jafnframt á að kannanir sýni að 80 prósent fatlaðs fólks sem þarf að reiða sig á tekjur almanna- trygginga nái ekki endum saman. „Samt er bilið að aukast á milli öryrkja og lægstlaunaða fólksins úti á vinnumarkaði,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. n (Hækkun frá janúar 2022) Samanburður á launataxta SGS og öryrkja Öryrkjar – Lægstu óskertar greiðslur 319.666 kr. hækkun: 10,31% Öryrkjar – Hæstu óskertar greiðslur 427.734 kr. hækkun: 10,31% SGS – Byrjunarlaun 402.235 kr. hækkun: 12,39% SGS – Eftir 5 ára starf 472.172 kr. hækkun: 15,17% kristinnhaukur@frettabladid.is KVIKMYNDIR Aðeins 10 prósent kvikmyndahúsagesta völdu að fara á íslenska bíómynd á síðasta ári. Þetta er langlægsta hlutfall á Norðurlöndunum. Danir eru dug- legastir að sjá eigin kvikmyndir, 30 prósent, og Finnar eru ekki langt á eftir með 27 prósent. Í Noregi og Svíþjóð er hlutfallið í kringum 20 prósentin. Aðeins ein íslensk kvikmynd komst á lista yfir þær 10 aðsóknar- mestu, Allra síðasta veiðiferðin. Teiknimyndin Minions: The Rise of Gru fékk mesta aðsókn. Þar á eftir komu Elvis, The Batman, Avatar: The Way of Water og Thor: Love and Thunder. Kvikmyndirnar Abbabbabb, Svar við bréfi Helgu og Berdreymi komust ekki á topp 10 listann. Tekjur kvikmyndahúsanna voru tæpir 1,3 milljarðar króna sem er aukning um 18 prósent frá árinu áður. Aðsókn jókst um rúm 10 pró- sent en er enn þriðjungi minni en fyrir Covid-19 faraldurinn. n Velja Hollywood fram yfir íslenskar jonthor@frettabladid.is KJARAMÁL Tekist var á í kjaradeilu Eflingar og SA í tveimur dómstólum í gær. Annars vegar var það mál Rík- issáttasemjara gegn Eflingu í hér- aðsdómi vegna afhendingar félaga- tals til að kjósa um miðlunartillögu. Hins vegar mál SA gegn Eflingu í félagsdómi vegna verkfallsboðunar. Um hið fyrrnefnda sagði Sólveig Anna málatilbúnaðinn veikan og málið hápólitískt. Engum myndi dirfast að fara fram með þessum hætti gegn öðru félagi. Málið væri aðför að lýðræðislega vörðum rétt- indum samninganefndar Eflingar. Andri Árnason, lögmaður Ríkis- sáttasemjara, minntist einnig á lýð- ræðið í sínum málflutningi í gær. „Þarna er verið að svipta félagsmenn kosningarétti sínum. Það er óum- deilt að það er einsdæmi í kjara- deilum að synja þeim þátttöku í atkvæðagreiðslu,“ sagði hann. n Tekist á um mál Eflingar í tveimur réttarsölum í gær Sólveig Anna með lögmanninum Flóka Ásgeirssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.