Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 53
Í janúar voru skráðir 733 nýir fólksbílar en voru 885 í fyrra. Þau tíðindi hafa gerst að Peu- geot 208 er mest seldi bíll Evr- ópu 2022 en það er samkvæmt nýjum tölum sem Jato Dyna- mics hafa gefið út. Sá sem haldið hafði krúnunni sem mest seldi bíllinn síðan 2007 var Volkswagen Golf en hann seldist bara í 177.203 eintökum í stað 206.816 hjá Peugeot 208. njall@frettabladid.is Alls seldust 11,3 milljónir nýrra bíla á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og er Ísland þá meðtalið ásamt Bret- landi, Noregi og Sviss. Heildarsalan er minni en undanfarin ár og 29% minni er árið 2019. Markaðir hafa glímt við skort á nýjum bílum vegna heimsfaraldurs og skorts á efnum í íhluti, en einnig hefur stríðið í Úkra- ínu haft sín áhrif með hækkandi orkuverði. Hjá Volkswagen var minni fram- leiðsla en venjulega en heildarsala merkisins á heimsgrundvelli var 4,56 milljónir bíla sem er 6,8 prósentum minna en árið á undan. Volkswagen varar við að skortur á íhlutum muni einnig hafa áhrif á sölutölur á þessu ári. Volkswagen glímir einnig við tafir við afhendingu pantana sem er meðal annars ástæða þess að Golf er nú í fimmta sæti í stað fyrsta eins og undanfarin ár. Að sögn Jato er aukin sala á jepp- Peugeot 208 mest seldi bíll Evrópu Þrátt fyrir minnkandi sölu hjá Peugeot seldist Peugeot 208 afburðavel ef frá er skilinn nóvember- mánuður 2022. MYND/PEUGEOT Dacia Sandero er í öðru sæti enda ódýr valkostur í erfiðara efnahagsástandi en árin á undan. MYND/DACIA Volkswagen T-Roc seldist betur en VW Golf enda hefur sala í jepplingum aukist á árinu. MYND/VW GROUP Sæti Bíll Seld eintök Aukning 1. Peugeot 208 206.816 5% 2. Dacia Sandero 200.550 1% 3. VW T-Roc 181.153 -3% 4. Fiat 500 179.863 3% 5. VW Golf 177.203 -14% 6. Toyota Yaris 175.713 4% 7. Opel Corsa 164.358 -9% 8. Hyunda Tucson 150.803 1% 9. Dacia Duster 149.648 2% 10. Renault Clio 143.561 -27% njall@frettabladid.is Samkvæmt framleiðsluáætlunum Audi sem nýlega voru kynntar er merkið með meira en 20 raf bíla á prjónunum á næstu þremur árum. Um er að ræða bíla sem eru hannað- ir frá grunni sem rafbílar og byggja á nýja PPE-undirvagninum sem hannaður er í samstarfi við Porsche. Eins og gefur að skilja er hér um að ræða nokkrar grunngerðir sem koma munu í f leiri en einni útgáfu. Fyrsti bíllinn sem kemur á markað er Q6 e-tron sem kemur einmitt með PPE-undirvagninum strax á þessu ári. Um er að ræða kúpu- laga jeppling sem keppa á við Tesla Model Y. Næstur í röðinni er A6 e-tron sem einnig kemur seint á árinu, og svo í Avant-útgáfu á næsta ári. Lúxusbíllinn A8 e-tron mun svo byggja á Grandsphere-tilrauna- bílnum. Innan þessara 20 bíla eru einnig nokkrir hefðbundnari bílar Audi, sem einnig munu koma með brunahreyflum, en síðustu bílarnir með brunahreyf lum fara í fram- leiðslu árið 2025. n Audi áætlar 20 rafbíla á næstunni Nýlegir tilraunabílar Audi eru Grandsphere, Skysphere og Urban- sphere. MYND/AUDI njall@frettabladid.is Á nokkurra ára fresti fá flestir bílar svokallaða andlitslyftingu án þess þó að um nýja kynslóð sé að ræða. Mercedes-Benz GLE fékk eina slíka í vikunni sem ekki er einskorðuð við útlit, heldur fékk hann einnig nýjar dísilútgáfur með 48 volta tvinnkerfi á s a mt teng i lt v i n n- útgáfum. Segja má að allar útgáfur GLE séu nú með rafmagni að ein- hver ju ley ti ásamt 4MATIC-fjórhjóladrifi. Í GLE 450 er vélin 375 hestöf l en 361 hestaf l í 450d-gerðinni. Merce- des-Benz GLE 400 e tengiltvinnútfærslan er 276 hestöfl og með um 100 km drægi á rafhlöðu. Sama drægi er á dísilútgáfunni sem er 241 hestaf l en hefur meira tog upp á 750 Nm. Varla þarf að taka fram að ný útgáfa fær MBUX-upplýsingakerfið en til við- bótar við það gerði Mercedes breyt- ingar á bílnum til að bæta bæði tor- færugetu og dráttargetu bílsins. Útlitslega er það aðal- lega framendinn sem fær endu r ný ju n, en ásamt endur- hönnuðum stuð- ara er búið að bæta við krómi á grill og breyta dagljósabúnaði díóðuljósanna. Á GLE Coupe er A MG-útlit spak k i staðalbúnaður með efnismeiri stuðara, dem- antsgrilli og breiðari hjóla- skálum. Að innan er bíllinn kominn með nýja hönnun á stýri með nýjum snerti- tökkum og MBUX-kerfið er með 12,3 tommu upplýsinga- skjá. n Mercedes GLE fær tímabæra andlitslyftingu GLE Coupe fær endurhannaðan afturenda með nýjum afturljósum. MYNDIR/MERCEDES lingum áberandi eins og sést á bílum eins og VW T-Roc, Hyundai Tucson og Dacia Duster. VW T-Roc er nú í þriðja sæti yfir mest seldu bílana með 181.153 selda bíla en það er 3 prósenta aukning frá 2021. Hyundai Tucson er kominn í áttunda sæti með 150.803 bíla og Dacia Duster fór úr fimmtánda sæti í það níunda með 149.648 selda bíla 2022. Af þeim bílum sem voru á topp tíu listanum var það Renault Clio sem fell mest niður um sæti, en hann fór úr fjórða sæti árið 2021 í það tíunda sem er 27 prósentum minni sala milli ára. Að sögn Jato vekur einnig athygli að sala í kínverskum bílum þrefaldast á milli ára. Árið 2021 seldust 66.100 kínverskir bílar en í ár rauk salan uppí 152.400 bíla. Þar var það MG-merkið sem stendur sér á parti með 114.000 bíla sem er sölu- aukning um 116 prósent, en það eru fleiri bílar en Honda seldi í Evrópu til að mynda. n njall@frettabladid.is Sala nýrra fólksbíla í janúar dróst saman um 17,2 prósent miðað við janúar í fyrra, en alls voru skráðir 733 nýir fólksbílar nú en voru 885 í fyrra samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Ef skoðuð er breyting á sölu orku- gjafa milli áranna 2022 og 2023 er aukning í sölu á bensín-, dísil- og hybrid-bílum en samdráttur í sölu á nýskráðum raf- og tengiltvinn- bílum. Hlutfall rafbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orku- gjöfum á árinu eða 26,9 prósent. Dísilbílar koma þar á eftir með 20,6 prósent, hybrid 20,5 prósent, bens- ín 16,6 prósent og tengiltvinn 15,3 prósent. Til einstaklinga seldust 369 nýir fólksbílar í janúar samanborið við 521 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 29,2 prósent milli ára. Ef skoðuð er breyting á sölu orku- gjafa milli áranna 2022 og 2023 er aukning í sölu á bensín, dísil- og hybrid-bílum en samdráttur í sölu á nýskráðum raf- og tengiltvinn- bílum. Ef við skoðum sölu til ein- staklinga þá er aukning í sölu á dísil- og hybrid-fólksbílum milli ára en samdráttur í sölu á bensín-, raf- og tengiltvinnbílum. Ökutækjaleigur keyptu 201 nýjan fólksbíl í janúar samanborið við 213 á sama tíma í fyrra og er því sam- dráttur slíkra skráninga 5,6 prósent. Hlutfall ökutækjaleiga er 27,4 pró- sent af heildarskráningum á móti 24,1 prósenti í fyrra. n Minni sala rafbíla í janúar hérlendis Innanrýmið fær MBUX-upp- lýsingakerfi og Apple CarPlay og Android Auto sem staðalbúnað. FRÉTTABLAÐIÐ BÍLAR 274. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.