Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 58
Í körfunni er fatnaður fyrir barnið: heilgalli, húfa, sokkar og smekk- ur með áletruninni Halló Hafnarfjörður. toti@frettabladid.is „Þar sem ég er horfin inn í Eurovisi- on-búbbluna fannst mér í fyrstu að frétt vikunnar hlyti að vera sú stað- reynd að Íslendingar kepptust um að ná miðum á úrslit Söngvakeppn- innar,“ segir Ragnhildur Steinunn, dagskrárgerðarkona hjá RÚV og einn kynna Söngvakeppninnar. „En það er kannski engin frétt að þjóðina þyrsti í glimmer, gleði og glæný Söngvakeppnislög. Eða hvað?“ segir Ragnhildur. Veltir hún fyrir sér hvort þjóðin hafi ekki, upp til hópa, verið hel- tekin af júrógleði frá því að söng- flokkurinn Icy söng um Gleðibank- ann 1986. „Það er kannski viðeigandi að vísa í texta þess lags þegar litið er yfir liðna viku þar sem bankar, blús og að hnýta allt í hnút kom vissu- lega við sögu. Kvika bauð Íslands- banka upp í dans, janúar-blúsinn helltist yfir marga eins og úr ískaldri regnfötu og kjaradeilan er einn stór rembihnútur þar sem allir stefna öllum. Já, og svo gætu auð- vitað allir gulu miðarnir verið ágætis mynd- líking fyrir gulu viðvaranirnar sem hafa dúkkað upp nær daglega. Ég er hugsi. Frétt vik- unnar fyrir mér er hversu hratt tíminn líður, hraðar sérhvern dag og sérhvert kvöld en þá er fullkomið að hlusta á kósí lítið lag frá stúlknasveit- inni Flott sem minnir okkur á samstöðu. Leysum hnútinn og dönsum í takt, kæru landsmenn.“ n Glimmer, gleði, bankar og gulur blús FRÉTT VIKUNNAR | Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir „Kraftur og fjölskyldan mín hafa komið mér í gegnum þetta“ Kolluna upp fyrir mig,stelpukraft og lifidernuna.is fjölskylduna! ÚTSÖLULOK & GÖTUMARKAÐUR & GÖTUMARKAÐUR 2. TIL 4. FEBRÚAR Á GÖTUMARKAÐI FJARÐAR FARA ÚTSÖLUVÖRUR Á ENN MEIRI AFSLÁTT! FYLGSTU MEÐ Á @FJORDUR ÚTSÖLULOK FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Gjafakörfur sem þessar hafa verið gefnar í Finnlandi í meira en öld. Skotar hafa einnig gefið körfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Krúttgjöf Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sunna Magnúsdóttir með litlu Hafnarfjarðarkrúttstelpuna sína sem verður skírð á sunnudaginn. MYND/AÐSEND Allir nýfæddir Hafnfirð- ingar hafa á liðnu ári fengið heimsendar hamingjuóskir frá heimabæ sínum ásamt táknrænni gjöf, Krúttkörfu sem bíður þeirra á bókasafni bæjarins. toti@frettabladid.is Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði hafa tekið hamingjuóskum og táknrænni gjöf frá bænum fagnandi enda þykir krúttkarfan svokallaða sem bærinn fagnar nýinnfæddum bæjarbúum með afskaplega vegleg. „Ég var eiginlega hissa hvað þetta var veglegur pakki. Ég var búin að lesa um krúttkörfurnar en vissi ekki að þetta væri svona flott,“ segir Sunna Magnúsdóttir sem er nýbúin að sækja körfu dóttur sinnar, sem verður gefið nafn á sunnudaginn, á bókasafnið. Hún segir það óneitanlega gaman að bæjarfélagið skuli á þennan hátt taka virkan þátt í gleðinni sem fylgir því að koma heim með nýtt barn. „Algjörlega. Ég hef eignast tvö börn áður og þetta var ekki þá og það var skemmtilegt að sækja þetta á bókasafnið.“ Öll ný krútt fá kort Bærinn hefur frá og með 1. janúar í fyrra sent hamingjuóskir og kort heim til allra nýfæddra Hafnfirð- inga með skilaboðum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krútt- karfa, á barnadeildinni á Bókasafni Hafnarfjarðar. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í framtakið þar sem stór hluti foreldra hefur sótt gjöf til þeirra 347 barna sem hafa fengið kveðju frá bænum. „Gjöfin er liður í því að efla Hafn- arfjörð enn frekar sem fjölskyldu- vænt samfélag með fallegri gjöf og upplýsingum um þá þjónustu sem fjölskyldunni allri stendur til boða innan bæjarmarkanna,“ segir Árdís Ármannsdóttir upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Karfan þykir, eins og Sunna bendir á, ákaflega vegleg en valið er í hana með notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmið í huga. Í körfunni er fatnaður fyrir barnið: heilgalli, húfa, sokkar og smekkur með áletruninni Halló Hafnar- fjörður. Og það er ekki allt. Síður en svo því í körfunni eru einnig krútt- bangsi og tvær bækur, önnur hugs- uð fyrir foreldrana en hin til lestrar fyrir barnið. Aukin atvinnutækifæri Geitungarnir, nýsköpunar- og starfsþjálfun fyrir fólk með fötlun, spila stórt hlutverk í kringum krútt- körfurnar. Geitungarnir taka á móti innihaldi gjafar, sjá um pökkun í gjafakassa og afhendingu á gjöfun- um til bókasafnsins þar sem starfs- fólk safnsins tekur við og annast afhendinguna til foreldra. Mánaðar- lega keyrir svo þjónustuver Hafnar- fjarðarbæjar út lista með nýfæddum Hafnfirðingum, póstleggur kort og kemur að vinnslu kynningarefnis, innkaupum og öðrum ákvörðunum í samstarfi við fjölskyldu- og barna- málasvið og þjónustu- og þróunar- svið bæjarins. Krúttkarfan kallar þannig á gott flæði og samstarf á milli að minnsta kosti fimm starfsstöðva innan bæj- arins og hefur ekki bara glatt nýbak- aða foreldra heldur einnig skapað Geitungunum aukið tækifæri til atvinnu og fjölbreyttra verkefna. n Fagna nýjum krúttum með rausnarlegum gjafakörfum 32 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.