Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 14
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir A-landsleikir: 96 Mörk: 14 Fyrsti landsleikur: Við Svíþjóð 2. mars 2012 Landsliðsskórnir eru ekki komnir upp á hillu hjá Gunnhildi Yrsu sem hefur verið lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins undanfarið. Gunn- hildur samdi við Stjörnuna á dögunum. Í viðtali við Fréttablaðið eftir skiptin sagðist hún ekki á þeim stað að leggja landsliðsskóna á hilluna. „Ég er ekki á þeim stað. Það er alltaf gríðar- legur heiður að vera valin í landsliðið og það hefur verið í forgangi á mínum ferli.“ Framhaldið á landsliðsferlinum væri undir landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni komið sem hafði þetta að segja við Fréttablaðið um framtíð Gunnhildar í landsliðinu: „Gunnhildur hefur staðið sig gríðarlega vel með landsliðinu síðan ég tók við og hefur svo sem gert það áður líka. Hún hefur verið flott í hópnum hjá okkur, flott inni á vellinum og er ákveðin fyrirmynd í því hvernig landsliðsmenn eiga að vera og takast á við hlutina. Ég hef engar áhyggjur af því að Gunnhildur sé kominn heim til Íslands að spila. Það er enginn leik- maður sem æfir meira heldur en hún og leggur meira á sig. Ég hef enga trú á því að heimkoman muni há henni að einhverju leyti. Svo er það bara þannig með landsliðsmenn að þegar að þú ert komin á ákveðinn aldur geta hlutirnir breyst hjá þér, það er eitthvað sem kemur í ljós.“ Sif fór á fjögur stórmót með íslenska lands- liðinu. Við höfum aldrei verið án þeirra allra, aldrei lent í því. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það hefur en ég hef fulla trú á því að við munum takast á við það verkefnum á góðum nótum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðs- þjálfari íslenska kvennalands- liðsins í knattspyrnu Landsliðið á tímamótum Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og tekst nú á við breyttar aðstæður hjá liðinu og undirbýr það fyrir næstu áskorun þess. Það hefur mikið gengið á hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu undanfarið ár, skipst hafa á skin og skúrir og nú er að komið að tíma- mótum. aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Reynslumiklir leikmenn, sem hafa á að skipa 366 A-lands- leikjum, hafa undanfarna mánuði kvatt sviðið. Um er að ræða leik- mennina Söru Björk Gunnarsdóttur, Hallberu Guðnýju Gísladóttur og Sif Atladóttur. Rúmt ár er þar til undankeppni fyrir næsta stórmót hefst og hægt að segja að um ákveðin kaflaskil sé að ræða hjá landsliðinu. Það kemur í hlut Þorsteins Hall- dórssonar, landsliðsþjálfara Íslands, að stýra liðinu inn í nýjan kafla sem felur í sér áskoranir en einnig tæki- færi. Hann skilur ákvörðun þeirra landsliðskvenna sem hafa lagt landsliðsskóna á hilluna und- anfarna mánuði. „Það vildi nú þannig til með Söru Björk að hún missti út tæpt ár með okkur, Sif var ekki með okkur fyrri part ársins 2021 og kemur aftur inn í þetta hægt og rólega á því ári. Hallbera var með okkur allan tímann. Við höfum alveg komist af án þeirra, þannig lagað, ef við horfum á það blá- kalt,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. „Auðvitað er staðan hins vegar þannig að stórir póstar, með mikla reynslu og stóra rödd í hópnum, hafa verið að kveðja sviðið. Við höfum aldrei verið án þeirra alla, aldrei lent í því. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það hefur en ég hef fulla trú á því að við munum takast á við það verkefni á góðum nótum.“ Þannig vill til að langt er í næstu undankeppni fyrir stórmót hjá landsliðinu og þó það sé ekki hægt að tala um einhvern réttan tíma í þessum efnum, er hægt að segja sem svo að þessar vendingar eigi sér stað núna þess vegna? „Já, það gæti verið, s vo er það nát t- ú r u lega þannig að þessar ákvarðanir hjá umræddum leikmönn- um eru teknar með þetta til hliðsjónar, það er langt í stórmót. Út frá þessu er tímapunktur- inn sem slíkur góður og ég hef skilning á þessum ákvörðunum þeirra.“ n Hallbera Guðný Gísladóttir A-landsleikir: 131 Mörk: 3 Fyrsti landsleikur: Við Pólland 5. mars 2008 Ferill Hallberu Guðnýjar með landsliðinu hófst ári á eftir Sif og Söru Björk. Hallbera var hluti af fyrsta lands- liði Íslands sem tryggði sér sæti á lokamóti stór- móts og þá batt hún enda á landsliðsferil sinn eftir síðasta leik Íslands á Evr- ópumótinu á Englandi í júlí í fyrra. Sara Björk Gunnarsdóttir A-landsleikir: 145 Mörk: 24 Fyrsti landsleikur: Við Slóveníu 26. ágúst 2007 Landsliðsferill Söru Bjarkar spannaði 16 ár og fór hún fjórum sinnum á stórmót með íslenska landsliðinu. Sara Björk var lengi vel fyrirliði íslenska landsliðsins og þann 13. janúar síðast- liðinn greindi hún frá ákvörðun sinni um að leggja landsliðsskóna á hilluna og kvaddi hún sem landsleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og mun nú einbeita sér að félagsliða- ferlinum með Juventus. „Ég get ekki svarað því hvaða áhrif þetta mun hafa á landsliðið, það á eftir að koma í ljós,“ segir Þorsteinn landsliðsþjálfari við Fréttablaðið um ákvörðun Söru. „Hún hefur verið leiðtogi og fyrirmynd, innan sem utan vallar, og haft mikil áhrif á landsliðið og íslenska kvennaknatt- spyrnu. Hún er sá leikmaður sem hefur unnið flestu titlana á stóra sviðinu, hún hefur spilað stærstu leikina og náð lengst. Fyrir mér er hún á toppnum hvað það varðar meðal íslenskra knattspyrnu kvenna.“ Sif Atladóttir A-landsleikir: 90 Mörk: 0 Fyrsti landsleikur: Við Ítalíu 7. mars 2007 Það var í september á síðasta ári sem Sif Atla- dóttir greindi frá því að landsliðsskórnir væru komnir upp á hillu. Sif fór á fjögur stórmót með íslenska landsliðinu og spannaði landsliðsferill hennar 15 ár. Síðustu landsliðsmínútur hennar komu í leik Íslands gegn Belgíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Gunnhildur Yrsa er ekki hætt með landsliðinu en hún nálgast hundrað landsleiki. Íslenska landsliðið vann 50% af þeim lands- leikjum sem Hallbera kom við sögu í. Sara Björk hefur spilað meira en helming leikja íslenska kvenna- lands- liðsins frá upp- hafi. 12 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.