Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 49
Ár kanínunnar er almennt talið nokkuð gott og gjöfult. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Snjólaug Einarsdóttir Norðurbrú 1, Garðabæ, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 13. febrúar, kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi. Sigurður Guðnason Guðni Sigurðsson Vigdís Pála Þórólfsdóttir Hilmar Pétur Sigurðsson Ester Benzaquen Vallejos barnabörn Ástkær eiginkona mín og systir okkar, Pálína Ellen Jónsdóttir Réttarholtsvegi 43, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 30. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Örn Sævar Björnsson Jóhanna G. Z. Jónsdóttir Helgi Jón Jónsson Okkar ástkæra Brynhildur Lýðsdóttir Hátúni 12, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítala þann 20. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hátúns 12 og Líknardeildar fyrir einstaka umönnun, alúð og virðingu. Ólafur Ólafsson Ásgeir Lýðsson Sólveig Bára Guðnadóttir Skúli Lýðsson Áslaug Maríasdóttir og fjölskyldur Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stendur fyrir kínverskri nýárs- hátíð á Háskólatorgi í dag með fjölbreyttri dagskrá. arnartomas@frettabladid.is Ár kanínunnar gekk nýlega í garð sam- kvæmt kínverska tímatalinu. Í tilefni af því mun Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós halda upp á kínverska nýárið með nýárshátíð á Háskólatorgi í dag þar sem gestir geta kynnst kínverskri menningu betur. „Við höfum verið að halda þessa hátíð síðan kannski 2009,“ segir Magnús Björnsson, forstöðumaður stofnunar- innar. „Það var auðvitað smá stopp á því í faraldrinum en við getum nú endur- vakið hefðina eftir þrjú ár.“ Magnús segir að hátíðarhöld í kring- um kínverska nýárið hafi á undan- förnum áratug verið að ryðja sér rúms í löndum utan Asíu. „Eftir því sem Kínverjum fjölgar erlendis þá verður fólk meira vart við þessa hefð,“ útskýrir hann. Gott og gjöfult ár í vændum Kínverska nýárið, eða Vorhátíðin eins og hún er stundum kölluð, er stærsta hátíð Kínverja og er því mikið gert úr henni ár hvert. „Ástæðan fyrir því að hún er haldin á þessum tíma er að þeir styðjast við tungldagatal og því er dagsetningin breytileg,“ segir Magnús um tímamótin sem stundum eru kölluð nýtt tunglár. „Þetta er fimmtán daga tímabil sem haldið er upp á þetta og við förum að nálgast endann á því núna.“ Magnús segir ár kanínunnar boða eitt og annað. „Ár kanínunnar er almennt talið nokkuð gott og gjöfult. Það er einnig talið friðsamlegt, sem er ágætt miðað við stöðuna í heiminum í dag. Fólk tekur til hendinni því að rétt eins og í kanín- unni getur verið kraftur í fólki.“ Drekadans og tesmökkun Hátíðin í dag stendur yfir milli klukkan 14 og 16 og hefst með dagskrá á sviði. „Þetta byrjar á drekadansi innandyra en við sjáum til eftir veðri hvort hann fari eitthvað út. Við viljum síður að hann fjúki út í buskann,“ segir Magnús og hlær. „Síðan taka við kínversk tón- listaratriði. Við erum með kennslu á ýmsum stigum skólakerfisins og verð- um til dæmis með grunnskólabörn sem syngja á kínversku.“ Þá verður einnig boðið upp kínverskra skrautskrift, matarmenningu, tesmökk- un og f leira. Magnús segist aðspurður hafa fundið fyrir auknum áhuga á kín- verskri menningu á Íslandi á undan- förnum árum. „Þetta kemur auðvitað aðeins í bylgj- um en ef maður horfir aftur í tímann þá er það ekki spurning,“ segir hann. „Kína er farið að taka meira pláss í fjölmiðlum og þá eykst áhugi fólks auðvitað.“ n Ári kanínunnar fagnað Konfúsíusarstofnunin Norðurljós hefur staðið fyrir nýárshátíðinni frá árinu 2009. MYND/AÐSEND Drekinn hættir sér líklega ekki út í gula veðurviðvörun. MYND/AÐSEND FRÉTTABLAÐIÐ TÍMAMÓT 234. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR Ástkær eiginmaður og besti vinur minn, sonur, bróðir og mágur, Grettir Kjartansson Austurkór 65, Kópavogi, lést 20. janúar á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 13.00. Wenche Follaug Margrét Grettisdóttir Kjartan Örn Sigurðsson Svanborg Matthíasdóttir Sigurður Kjartansson Tinna Dögg Kjartansdóttir Atli Rafn Sigurðsson Rakel Karlsdóttir Matthías Kjartansson Rúna Björg Vilhjálmsdóttir Hjálmar Ingi Kjartansson Anna Karen Richardson Okkar ástkæra Sigrún Guðlaugsdóttir Mávahlíð 19, lést á heimili sínu 3. janúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaugur Gunnarsson Margrét Þóra Guðlaugsdóttir Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma, Þórunn K. Erlendsdóttir lést á Landspítalanum 28. janúar. Útför hennar fer fram í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13. Guðmundur Kristinsson Þórir Guðmundsson Erlendur Guðmundsson Kristinn Örn Guðmundsson Steinunn A. Björnsdóttir Laufey Böðvarsdóttir Berglind Guðmundsdóttir Hafdís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ásmundur Uni Guðmundsson Sólmundarhöfða 5, Akranesi, Suðurgötu 124, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þriðjudaginn 31. janúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 10. febrúar kl. 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is Halldóra Valfríður Elísdóttir Guðmundur Pálmi Ásmundsson Guðrún Ásmundsdóttir Jón Magnús Björnsson Oddný Bergsveina Gísli Kristján Kjartansson Ásmundsdóttir Haraldur Ásgeir Ásmundsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.