Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101
Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
MÍN SKOÐUN
GUNNAR
Sif
Sigmarsdóttir
Hinn 6. júlí árið 1988 ók John Stephens
tankbíl sínum að Lowermoor-vatnshreinsi-
stöðinni á Suðvestur-Englandi. Stöðin var
mannlaus en John hafði verið fenginn lykill.
John flutti álsúlfat sem notað er til að fella út
óhreinindi úr vatni. Hann opnaði hliðið og
sturtaði öllum farmi sínum ofan í það sem
hann taldi geymslutank.
Ekki leið á löngu uns símalínur Vatnsveitu
Suðvestur-Englands loguðu. Íbúar bæjarins
Camelford sögðu vatnið sem rann úr krönum
þeirra vera svart á litinn; það loddi við húð
og hár eins og lím; mjólkin í tebollum hljóp
í kekki. Fólk kvartaði undan magaverkjum,
útbrotum, sárum í munni og minnisglöpum.
Þegar starfsmenn vatnsveitunnar könnuðu
málið kom í ljós að John hafði í ógáti hellt
tuttugu tonnum af álsúlfati út í drykkjar-
vatn 20.000 manna bæjar. En bæjarbúa biðu
frekari hörmungar. Í sextán daga héldu
embættismenn vatnsveitunnar eitrun vatns-
bólsins leyndri. John var skipað að þegja um
óhappið. Starfsmönnum var sagt að fullvissa
neytendur um að vatnið væri skaðlaust og
ráðleggja þeim að blanda appelsínusafa út í
drykkjarvatnið til að breiða yfir óbragðið.
Hvað fékk yfirvöld til að reyna að hylma
yfir alvarlegt mengunarslys með þeim
afleiðingum að í sextán daga drukku 20.000
íbúar Camelford eitrað vatn?
Lowermoor og Lindarhvoll
Aðalmeðferð í Lindarhvolsmálinu fór fram í
Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.
Lindarhvoll er félag sem Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra stofnaði árið 2016 og
átti að annast og selja eignir sem féllu ríkinu
í skaut eftir samninga við slitabú föllnu
bankanna, að undanskildum hlutabréfum
í Íslandsbanka sem Bankasýslu ríkisins var
falið að selja – eins og frægt er orðið.
Í fjölmiðlum hefur víða verið fjallað um þá
„leynd“ sem ríkir „um hvernig Lindarhvoll
hefur staðið að málum við sölu á eignum
ríkisins“. Hefur því verið haldið fram að
„eigur hafi verið seldar á undirverði og til
vildarvina“. Þingkona sagði „trúnaðarvin“
fjármálaráðherra hafa verið fenginn til að
stýra félaginu.
Fyrrnefnt dómsmál hefur ekki orðið til að
slá á sögusagnir. Í héraðsdómi sagði sérfræð-
ingur hjá Kviku banka söluferli tiltekinnar
eignar í umsjá Lindarhvols „sjoppulegt“ og
gerólíkt því sem tíðkaðist. Var fullyrt að ríkið
hefði orðið af hálfum milljarði króna þegar
eignin var seld á helmingi lægra verði en
verðmat kvað á um.
Í kjölfar mengunarslyssins í Camelford
glímdu íbúar við margs konar heilsubrest.
Árið 2004 lést 59 ára kona, sem búið hafði
í bænum þegar slysið varð, úr taugasjúk-
dómi. Við krufningu fannst í heila hennar
óheyrilegt magn af áli. Dánardómstjóri var
harðorður í úrskurði sínum. Hann sagði
Vatnsveitu Suðvestur-Englands hafa „lagt líf
fólks að veði“ er hún hylmdi yfir slysið. Hann
var í litlum vafa um ástæðu launungarinnar.
Þegar slysið átti sér stað var hafinn undir-
búningur að einkavæðingu vatnsveitna Eng-
lands. Stjórnendur óttuðust að slysið kynni
að stofna einkavæðingunni í hættu.
Árið 2018 skilaði Sigurður Þórðarson, þá
settur ríkisendurskoðandi, greinargerð um
starfsemi Lindarhvols til Alþingis. Fátt er
vitað um greinargerðina því stjórn Lindar-
hvols og fjármálaráðuneytið róa að því öllum
árum að halda henni leyndri. Í viðtali við Vísi
í vikunni sagði Sigurður skuggalegt að skýrsla
hans væri ekki enn opinber.
Yfir hvað er verið að hylma? Og hver er
ástæða launungarinnar? Kann að vera að
hún sé sú sama og í Camelford? Ógnar sann-
leikurinn framtíðar einkavæðingaráformum
ríkisstjórnar sem þegar er rúin trausti þegar
kemur að sölu á ríkiseignum? Appelsínudjús
dugar skammt til að deyfa bragðið af þeim
fúla óminnisdrykk sem ráðamenn byrla
okkur. n
Eitruð einkavæðing
Ógnar
sann
leikurinn
framtíðar
einka væð
ingar
áform um
ríkisstjórn
ar sem
þegar er
rúin trausti
þegar
kemur að
sölu á ríkis
eignum?
Það er mikil ró yfir ríkisstjórn landsins,
ef undan er skilinn einn af ráðherr-
unum, en sá fer fyrir dómsmálum og
keppir svo hressilega við tímann að
hann stelur senunni svo til vikulega,
samfélagsmiðlum til ómældrar geðshræringar.
En allur þessi hamagangur mannsins er
afhjúpandi. Hann vitnar um fátækt þjóðarinnar
sem stendur að því er virðist á berangri í upphafi
nýs árs; það er eins og hún eigi hvorki í sig né á.
Ofan í mannekluna, sem virðust hrella alla
opinbera þjónustu, hvort heldur er innan lög-
reglu eða heilbrigðiskerfisins, eru ekki lengur
nokkur efni á þeim tækjum og tólum sem þarf
til að rækja hversdagsleg verkefni.
Og þannig er því farið að landinn hefur ekki
lengur ráð á einu flugvélinni í flota Landhelgis-
gæslunnar. Það er sameiginlegum sjóði lands-
manna ofviða að fljúga henni í þau verkefni sem
varnir almennings hafa kallað eftir á neyðar-
stundum. Svo það á að selja hana.
Eftir situr þjóð við ysta haf sem spyr sig vitan-
lega að því hvort hún hafi ekki lengur efni á
þjónustu hins opinbera.
Þar er komin birtingarmyndin af afrakstri
stjórnvalda. Þjóðin hefur ekki lengur sömu fjár-
ráð og áður. Hún er beinlínis að verða blönk.
Og þetta gerist þrátt fyrir auknar álögur sem
er samnefnarinn í stjórnarfari Sjálfstæðis-
flokksins og Vinstri grænna sem ásamt þægilega
prúðum Framsóknarflokki hefur haldið um
stjórnartaumana í hálfan áratug.
Hvað hefur gerst á þeim tíma?
Er ofsagt að það sé ekkert?
Ekki hefur hagur heilbrigðiskerfisins skánað
á þessum tíma. Miklu fremur er því þveröfugt
farið. Ekki hefur okkur tekist betur upp í vetrar-
þjónustu á þjóðvegunum. Og núna er svo komið
að skera þarf niður fjármuni til þjóðarháskólans
sem á fyrir vikið erfiðara með að keppa við
háskóla nágrannaþjóðanna um nemendur víða
að úr löndum heimskringlunnar.
Og það er sárara en tárum taki að nefna þjón-
ustu við aldraða og öryrkja, en annar tveggja
hópanna er orðinn að einhverjum kerfislægum
fráflæðisvanda á meðan hinn situr eftir með æ
rýrari kjör sem eru í engum takti við lágmarks-
viðmið hins opinbera.
Og enn grátlegra er að fylgjast með biðlist-
unum á bæklunarstofum ríkisins, greiningar-
stöðvum þess, talmeinaþjónustu, sálfræðiað-
stoð og á meðferðarheimilum af öllu tagi, en
almenningur, jafnvel okkar veikustu börn, er
númer rugl í röðinni.
Hvernig tókst okkur þetta eiginlega?
Hvernig fórum við að því að búa til samfélag
þar sem landsmenn borga rausnarlega skatta en
þurfa svo jafnframt að borga fyrir hvert viðvik í
allra handa þjónustu hins opinbera?
Svarið er líklega að við kunnum ekki að
stjórna. n
Fátæka stjórnin
Menningarsjóður Íslands og Finnlands
auglýsir eftir umsóknum
Menningarsjóður Íslands og Finnlands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum vegna verkefna sem eru fyrirhuguð á síðari hluta ársins 2023 og fyrri
hluta ársins 2024.
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands og veitir
sjóðurinn árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verk-
efna sem geta orðið til að efla samskipti Íslands og Finnlands á sviði menningar,
lista, atvinnulífs og þjóðlífs almennt.
• Frestur til að leggja inn umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna þessa tímabils
rennur út 31. mars 2023.
• Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, norsku, finnsku eða
ensku.
• Einungis er hægt að sækja um rafrænt á: www.hanaholmen.fi.
• Fyrirspurnir vegna umsókna má senda á: fonderna@hanaholmen.fi
Frekari upplýsingar um Menningarsjóð Íslands og Finnlands má finna á vefnum
www.hanaholmen.fi
Þjóðin
hefur ekki
lengur
sömu
fjárráð og
áður. Hún
er beinlínis
að verða
blönk.
10 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR