Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 18
Ég hef alltaf látið óttann til hliðar í lífinu, það er algjör óþarfi að láta stjórn- ast af honum. Guðlaug Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, f lutti til Los Angeles þegar hún var aðeins 19 ára gömul og þar hefur hún búið síðan. Hún er þekkt fyrir stórbrotna hönnun hót- ela og veitingahúsa um allan heim. Gulla nýtur lífsins og frelsisins í Ameríku. Ég ætlaði aðeins að vera hérna í L.A. í nokkur ár en hér er ég enn þrjátíu árum síðar,“ segir arkitektinn og hönnuðurinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla Jóns. Gulla ólst upp í Heiðargerði í Reykjavík ásamt móður sinni Krist- ínu Sighvatsdóttur og ömmu sinni og afa. Hún gekk í Hvassaleitis- skóla og fór síðar í Menntaskólann í Reykjavík. „Námið í menntaskólanum á Íslandi á þeim tíma var víðtækt en ekki mjög hnitmiðað í þágu arki- tektúrs fyrir mig, en ég var á stærð- fræðibraut og lagði mikla áherslu á stærðfræði og náttúrufræði,“ segir Gulla. Þegar hún var aðeins nítján ára f lutti hún til Los Angeles í Banda- ríkjunum þar sem hún nam arki- tektúr í SCI-Arc (Southern Cali- fornia Institute of Architecture) en skólinn er talinn einn sá besti í heiminum. „Á þessum tíma var arkitektúr ekki kenndur á Íslandi. Margir fóru til Danmerkur að læra og ég íhugaði hina og þessa staði til að fara og læra, eins og Berlín og Flórens,“ segir Gulla. „Svo starfaði ég eitt sumar eftir MR hjá Húsameistara ríkisins og þar vann með mér kona sem heitir Hildur Bjarnadóttir og hún sagði mér frá þessum skóla í L.A. Ég sótti um, hringdi svo í mömmu og sagði henni að ég væri að fara til Amer- íku, þarna hafði ég aldrei komið til Ameríku áður,“ segir Gulla. Hún segir að móðir hennar hafi orðið hissa í fyrstu en hún hafi ekki þurft mikla sannfæringu til að leyfa Gullu að fara á vit ævin- týranna. „Mamma hefur alltaf verið minn helsti stuðningsmaður og alltaf hvatt mig áfram. Hún var smá hrædd við þetta í fyrstu, hafði séð ýmsar bíómyndir frá Ameríku og hafði ekki aðra vitneskju um þetta mikilfenglega land en núna elskar hún að koma í heimsókn til Los Angeles,“ segir Gulla. Spurð hvort hún sjálf hafi verið hrædd við að flytja ein af landi brott svo ung segir Gulla svo ekki vera. „Ég hef alltaf látið óttann til hliðar í lífinu, það er algjör óþarfi að láta stjórnast af honum,“ segir hún. „Ég fór út og bjó á hóteli þangað til ég fann mér íbúð og einhvern veginn setti ég þetta ekkert fyrir mig. Svo varð þetta bara allt í lagi,“ segir hún. Líkar vel í Ameríku Námið í skólanum tók fimm ár sem Gulla segir hafa verið erfið en skemmtileg. Að útskrift lokinni sótti Gulla um vinnu hjá tveimur þekktum arkitektum, Frank Gehry og Richard Meier. Henni voru boðin bæði störfin og tók starfi hjá Rich- ard Meier sem þá var að byggja Getty-listasafnið í Los Angeles. „Eftir útskrift fær maður leyfi til að vinna i Bandaríkjunum í eitt ár og það var stefnan. Svo fæ ég þessa vinnu og þetta verkefni sem við vorum að vinna við, sem var þá stærsta verkefni sem var verið að vinna í Ameríku,“ útskýrir Gulla. „Ég var þarna í fjögur ár og þegar því var lokið fannst mér ekki spennandi að fara heim. Það var ekki mikið að gerast í arkitektúr Sagði já við lífinu Gulla ferðast mikið vegna vinnu sinnar en hún vinnur að verkefnum um allan heim. Hún segist njóta þess til fulls að ferðast og frelsisins sem hún býr við en Gulla á hvorki börn né maka. Hún segist hafa eignast fjölskyldu af vinum í Los Angeles. MYND/MAGNÚS UNNAR á Íslandi eins og er kannski núna, svo hér er ég bara enn,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. Gulla hefur alls ekki setið auðum höndum í Ameríku, hún hefur unnið að fjölda stórra verkefna og rekur sína eigin stofu. Áður en hún stofnaði stofuna starfaði hún meðal annars hjá Walt Disney Imagineer- ing bæði í Los Angeles og Japan og Dodd Mitchell Design eftir fjögurra ára reynslu við hönnun að Getty- listasafninu. Gulla hefur verið kölluð „næsta Zaha Hadid“, en Zaha er þekktur arkitekt og átrúnaðargoð Gullu. Fyrirtæki Gullu hefur verið valið eitt af 50 bestu hönnunarfyrir- tækjum í Los Angeles og hefur Gulla hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, en nýverið hlaut hún tvenn verðlaun fyrir bestu hönnun veitingahúss ársins á heimsvísu fyrir Esperanza í Kaliforníu og hún var valin leiðtogi ársins fyrir hótelhönnun. Gulla hefur teiknað og hannað fjölda bygginga úti um allan heim og er meðal annars orðin þekkt fyrir hönnun hótela og veitinga- staða en hún hannaði til dæmis tveggja Michelin-stjörnu veitinga- staðinn Le Grand Restaurant í París, La Peer-hótelið í West-Hollywood, Macau Roosevelt-hótelið í Kína og Comal-veitingastaðinn á Chi- leno Bay Resort & Residences í Los Cabos, Mexíkó. Teymi Gullu er nú með fimm- tán verkefni í gangi um allan heim. Meðal þeirra er íbúðaháhýsi í Los Angeles, hótel í Sádi-Arabíu, Miami, Los Angeles og á Krít í Grikklandi, 2.000 fermetra einbýlishús í Beverly Hills, heilsulind við ströndina og nokkrir veitingastaðir. Gulla leggur mikinn metnað í hönnunina á öllum sínum verk- efnum og heldur utan um þau öll og hefur yfir þeim yfirsýn. Hún segist hafa góðan grunn til að byggja á, vera skipulögð og að þolinmæði sé mikilvæg þar sem hvert verkefni geti tekið fjögur til fimm ár. „Það tekur kannski fimm ár að byggja hótel og það þarf að hugsa fram í tímann. Ég þarf að hugsa um það hvað verði tímalaus hönnun eftir tíu ár,“ segir Gulla. „Það er eitt það skemmtilegasta við vinnuna mína, að þurfa að hugsa fram í tímann og meta hvað verður fallegt eftir tíu ár. Þó að hót- elið verði opnað eftir fimm ár þarf það að standast tímans tönn,“ segir hún. Á ferð og flugi Gulla ferðast mikið vegna vinnu sinnar og segir hún mikilvægt að kynnast þeim stöðum sem hún vinnur á. „Ég nota yfirleitt fyrstu dagana í að skoða landið og menn- inguna í landinu sem ég er að vinna í. Fá innblástur frá náttúrunni,“ segir hún. „Það er ekki nóg að gúgla Hawaii til að kynnast landi og þjóð. Núna er ég að hanna hótel þar og þá ber mér eiginlega skylda til þess að fara þangað og finna fyrir sálinni í Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 16 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.