Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 56
Við erum búin að þræða landið og kynna boðskapinn. Besta land í heimi á útsölu TF-Sif, TF-Gná og TF-Líf fljúga yfir borgina. MYND/AÐSEND Neyðarlending dómsmála- ráðherra á Landhelgisgæslu- vélinni TF-Sif ofan í botnlaust skuldafen ríkisins er þrungin merkingu og enn ein stað- festing þess að þjóðin hefur ekki efni á því að standa undir lífseigri ranghugmynd sinni um að Ísland sé best í heimi. benediktboas@frettabladid.is toti@frettabldid.is Íslendingar hafa löngum byggt sjálfsmynd sína á óbilandi trú á að hér sé allt best í heimi. Vatnið, loftið, lambakjötið og ekki síður norræna velferðarsamfélagið sem við byggðum upp af fádæma mann- gæsku og samkennd. Eða þannig. Jón Gunnarsson, ráðherra dóms- mála, og aðstoðarf lugstjóri hans, Brynjar Níelsson, mátu fjárhags- stöðuna þannig að f ljúga þyrfti Gæsluflugvélinni TF-Sif lóðbeint á íslensku skýjaborgina en komið var í veg fyrir það í gær. Gæslan er þó síður en svo eina fjársvelta opinbera stofnunin. Þær eru margar eins og allir sjá sem vilja. Hvert sem litið er vant- ar krónur og aura nema á RÚV. Sú stofnun getur leikið sér með skattfé og sótt auglýsingar ofan í þá átta milljarða sem stofnunni er úthlutað úr tómum ríkiskassanum árlega. n Leikskólarnir Hér þarf lítið að segja. Leikskólar eru sums staðar í fínum málum og geta hlúð að yngstu borgurunum. En hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur Dags B. Eggertssonar virðist lítill sem enginn skilningur á grundvallarlögmálum dagvist- unar barna. Þar reiknaði fólk sig að þeirri niðurstöðu að leikskólarnir væru ofmannaður sem nemur 75 starfsmönnum á meðan leikskóla- stjórar í borginni sendu frá sér neyðarkall í fyrra um að 400 millj- ónir vantaði í reksturinn. Borgin á víst enga flugvél og spurning hvort hún eigi yfirleitt eitthvað eftir sem hægt er að selja? Grunnskólarnir Það eru ekki til kennarar til að kenna krökkum. Þau er flest búin að segja upp til að gerast flug- freyjur eða -þjónar. Þá eru myglað- ir skólar um allt land, og í skýrslu frá 2019 kom fram að skólastjórn- endur og skóla- og frístundasvið liti myglað menntakerfið ekki sömu augum og greindi á um hversu mikið fé þyrfti til þess að halda því gangandi sómasamlega. Ótrúlegt en satt þá var stofnaður stýrihópur til að vinna að rétt- látari dreifingu fjármagnsins sem er eyrnamerkt málaflokknum. Háskólarnir Landssamtök íslenskra stúdenta lýstu í desember yfir þungum áhyggjum af langvarandi fjársvelti á háskólastigi og bentu á að Ísland væri eftirbátur samanburðarþjóða sinna þegar kemur að fjárfestingu í háskólamenntun. Heildartekjur á ársnema við Háskóla Íslands voru 2,9 milljónir árið 2019. Þetta ár, voru til samanburðar, meðaltekjur á ársnema við háskóla í Danmörku 5,5 milljónir og 4,8 milljónir í Nor- egi. Samt er þó enn talið raunhæft að koma Háskóla Íslands í fremstu röð háskóla á heimsvísu. En ekki hvað? Íþróttir Landsliðin í körfubolta fengu aðeins nokkrar krónur og aura frá Afrekssjóði ÍSÍ. Framtíð A-lands- liða Íslands í körfuknattleik gæti verið í hættu vegna þessa. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, benti nýlega á þá staðreynd að iðkendur þyrftu að punga einhverju út í öllu landsliðastarfi nema knattspyrnu. Sem þýðir að ef barn eða unglingur stendur sig vel og kemst í landslið í annarri íþrótt en knattspyrnu þá fellur kostnaðurinn á foreldrana. Íþróttamannvirki Hér þarf ekki að hafa mörg orð. Þjóðarleikvangar landsins eru þeir elstu í álfunni. Lögreglan Fyrir tíu árum kynnti innanríkisráðherra áfanga- skýrslu á Alþingi þar sem fram kom að staða lög- gæslu í landinu væri grafalvarleg. Brugðist var við með auknum fjárframlögum en svo byrjaði ferðafólk að streyma til landsins í kjölfar makrílsins. Í ársbyrjun 2018 var fjöldi lögreglumanna 1,7 á hverja 1.000 íbúa en aðeins 0,3 þegar ferðamenn eru taldir með, sam- kvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Hafrannsóknastofnun Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er ekki nema 53 ára gamalt. Kom hingað nýtt árið 1970. Sama ár og Apollo 13 var þeytt út í geim í frægri ferð. Nýrra skipið, Árni Friðriksson, er um 23 ára og væntanlega tímabært að fara huga að endurnýjun því tækninni fleygir fram. En kannski telst það kostur að með úreltar og bilaðar ratsjár sést ekki meira en aðeins þessir örfáu toppar á ísjökum þrotaðs samfélags. Heilbrigðiskerfið Án orða. Gatnakerfið Ef það snjóar á landi sem heitir Ísland fer allt í hnút og ekki tekur betra við þegar hlánar. Gatnakerfi landsins er að mestu leyti hand- ónýtt. Sérstaklega í höfuðborg- inni með endalausum plástur- viðgerðum svo lífi og limum er ógnað með holum og sleipu mal- biki auk þess sem Teslum stendur stórkostleg ógn af stöðuvötnum á götum borgarinnar. lovisa@frettabladid.is Í kvöld fara fram í Iðnó styrktartón- leikar á vegum Krafts, stuðnings- félags fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur. Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldur og ástvini þeirra. Tónleikarnir eru þeir síðustu í tónleikaferðalagi styrktarfélagsins um landið allt en tilefni þeirra er er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum sem er í dag. Mark- mið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar því lífið er núna og styrkja gott málefni í leiðinni. Tónleikaröðin hófst á þriðjudag á Höfn í Hornafirði en þaðan var farið í Neskaupstað, til Akureyrar og svo í Reykjanesbæ í gær. „Við erum búin að þræða landið og kynna boðskap- inn,“ segir Stefán Magnússon fram- kvæmdastjóri styrktarfélagsins. Að hans sögn er um að ræða fjölbreytta skemmtun sem hentar breiðu aldursbili. Tónlistarfólkið sem kemur fram eru þau Anya, Elín Hall, Sycamore Tree, Langi Seli og skuggarnir, Unn- steinn og Hermigervill, Bríet og hljómsveit og Grunge rokkmessa og Stebbi Jak sem hefur ferðast með félaginu um landið allt. „Þegar ég setti line-upið saman vissi ég ekki að Langi Seli og skugg- arnir væru í Söngvakeppninni en það má fastlega búast við því að þeir taki Eurovision-lagið, og Breiðholts- búgí,“ segir Stefán léttur. Tónleikarnir í Iðnó í kvöld hefjast klukkan 19 og standa til 23 en húsið er opnað klukkan 18. Hann segir að fólk geti komið og verið allan tímann eða litið við og hlustað á ákveðinn tónlistarmann. Hægt er að tryggja sér miða með því að kaupa hann á tix.is eða við innganginn. „Síðustu miðarnir verða seldir við hurð,“ segir Stefán en miðinn kostar 3.500 krónur og rennur ágóði styrktartónleikanna til Krafts og starfsemi félagsins í þágu ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. n Lokahnykkur ferðalagsins í Iðnó í kvöld Stefán Jakobs- sson söngvari Dimmu til vinstri og Stefán Magnússon framkvæmda- stjóri Krafts hafa í vikunni ferðast saman um landið. MYND/AÐSEND 30 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.