Fréttablaðið - 04.02.2023, Side 53

Fréttablaðið - 04.02.2023, Side 53
Í janúar voru skráðir 733 nýir fólksbílar en voru 885 í fyrra. Þau tíðindi hafa gerst að Peu- geot 208 er mest seldi bíll Evr- ópu 2022 en það er samkvæmt nýjum tölum sem Jato Dyna- mics hafa gefið út. Sá sem haldið hafði krúnunni sem mest seldi bíllinn síðan 2007 var Volkswagen Golf en hann seldist bara í 177.203 eintökum í stað 206.816 hjá Peugeot 208. njall@frettabladid.is Alls seldust 11,3 milljónir nýrra bíla á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og er Ísland þá meðtalið ásamt Bret- landi, Noregi og Sviss. Heildarsalan er minni en undanfarin ár og 29% minni er árið 2019. Markaðir hafa glímt við skort á nýjum bílum vegna heimsfaraldurs og skorts á efnum í íhluti, en einnig hefur stríðið í Úkra- ínu haft sín áhrif með hækkandi orkuverði. Hjá Volkswagen var minni fram- leiðsla en venjulega en heildarsala merkisins á heimsgrundvelli var 4,56 milljónir bíla sem er 6,8 prósentum minna en árið á undan. Volkswagen varar við að skortur á íhlutum muni einnig hafa áhrif á sölutölur á þessu ári. Volkswagen glímir einnig við tafir við afhendingu pantana sem er meðal annars ástæða þess að Golf er nú í fimmta sæti í stað fyrsta eins og undanfarin ár. Að sögn Jato er aukin sala á jepp- Peugeot 208 mest seldi bíll Evrópu Þrátt fyrir minnkandi sölu hjá Peugeot seldist Peugeot 208 afburðavel ef frá er skilinn nóvember- mánuður 2022. MYND/PEUGEOT Dacia Sandero er í öðru sæti enda ódýr valkostur í erfiðara efnahagsástandi en árin á undan. MYND/DACIA Volkswagen T-Roc seldist betur en VW Golf enda hefur sala í jepplingum aukist á árinu. MYND/VW GROUP Sæti Bíll Seld eintök Aukning 1. Peugeot 208 206.816 5% 2. Dacia Sandero 200.550 1% 3. VW T-Roc 181.153 -3% 4. Fiat 500 179.863 3% 5. VW Golf 177.203 -14% 6. Toyota Yaris 175.713 4% 7. Opel Corsa 164.358 -9% 8. Hyunda Tucson 150.803 1% 9. Dacia Duster 149.648 2% 10. Renault Clio 143.561 -27% njall@frettabladid.is Samkvæmt framleiðsluáætlunum Audi sem nýlega voru kynntar er merkið með meira en 20 raf bíla á prjónunum á næstu þremur árum. Um er að ræða bíla sem eru hannað- ir frá grunni sem rafbílar og byggja á nýja PPE-undirvagninum sem hannaður er í samstarfi við Porsche. Eins og gefur að skilja er hér um að ræða nokkrar grunngerðir sem koma munu í f leiri en einni útgáfu. Fyrsti bíllinn sem kemur á markað er Q6 e-tron sem kemur einmitt með PPE-undirvagninum strax á þessu ári. Um er að ræða kúpu- laga jeppling sem keppa á við Tesla Model Y. Næstur í röðinni er A6 e-tron sem einnig kemur seint á árinu, og svo í Avant-útgáfu á næsta ári. Lúxusbíllinn A8 e-tron mun svo byggja á Grandsphere-tilrauna- bílnum. Innan þessara 20 bíla eru einnig nokkrir hefðbundnari bílar Audi, sem einnig munu koma með brunahreyflum, en síðustu bílarnir með brunahreyf lum fara í fram- leiðslu árið 2025. n Audi áætlar 20 rafbíla á næstunni Nýlegir tilraunabílar Audi eru Grandsphere, Skysphere og Urban- sphere. MYND/AUDI njall@frettabladid.is Á nokkurra ára fresti fá flestir bílar svokallaða andlitslyftingu án þess þó að um nýja kynslóð sé að ræða. Mercedes-Benz GLE fékk eina slíka í vikunni sem ekki er einskorðuð við útlit, heldur fékk hann einnig nýjar dísilútgáfur með 48 volta tvinnkerfi á s a mt teng i lt v i n n- útgáfum. Segja má að allar útgáfur GLE séu nú með rafmagni að ein- hver ju ley ti ásamt 4MATIC-fjórhjóladrifi. Í GLE 450 er vélin 375 hestöf l en 361 hestaf l í 450d-gerðinni. Merce- des-Benz GLE 400 e tengiltvinnútfærslan er 276 hestöfl og með um 100 km drægi á rafhlöðu. Sama drægi er á dísilútgáfunni sem er 241 hestaf l en hefur meira tog upp á 750 Nm. Varla þarf að taka fram að ný útgáfa fær MBUX-upplýsingakerfið en til við- bótar við það gerði Mercedes breyt- ingar á bílnum til að bæta bæði tor- færugetu og dráttargetu bílsins. Útlitslega er það aðal- lega framendinn sem fær endu r ný ju n, en ásamt endur- hönnuðum stuð- ara er búið að bæta við krómi á grill og breyta dagljósabúnaði díóðuljósanna. Á GLE Coupe er A MG-útlit spak k i staðalbúnaður með efnismeiri stuðara, dem- antsgrilli og breiðari hjóla- skálum. Að innan er bíllinn kominn með nýja hönnun á stýri með nýjum snerti- tökkum og MBUX-kerfið er með 12,3 tommu upplýsinga- skjá. n Mercedes GLE fær tímabæra andlitslyftingu GLE Coupe fær endurhannaðan afturenda með nýjum afturljósum. MYNDIR/MERCEDES lingum áberandi eins og sést á bílum eins og VW T-Roc, Hyundai Tucson og Dacia Duster. VW T-Roc er nú í þriðja sæti yfir mest seldu bílana með 181.153 selda bíla en það er 3 prósenta aukning frá 2021. Hyundai Tucson er kominn í áttunda sæti með 150.803 bíla og Dacia Duster fór úr fimmtánda sæti í það níunda með 149.648 selda bíla 2022. Af þeim bílum sem voru á topp tíu listanum var það Renault Clio sem fell mest niður um sæti, en hann fór úr fjórða sæti árið 2021 í það tíunda sem er 27 prósentum minni sala milli ára. Að sögn Jato vekur einnig athygli að sala í kínverskum bílum þrefaldast á milli ára. Árið 2021 seldust 66.100 kínverskir bílar en í ár rauk salan uppí 152.400 bíla. Þar var það MG-merkið sem stendur sér á parti með 114.000 bíla sem er sölu- aukning um 116 prósent, en það eru fleiri bílar en Honda seldi í Evrópu til að mynda. n njall@frettabladid.is Sala nýrra fólksbíla í janúar dróst saman um 17,2 prósent miðað við janúar í fyrra, en alls voru skráðir 733 nýir fólksbílar nú en voru 885 í fyrra samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Ef skoðuð er breyting á sölu orku- gjafa milli áranna 2022 og 2023 er aukning í sölu á bensín-, dísil- og hybrid-bílum en samdráttur í sölu á nýskráðum raf- og tengiltvinn- bílum. Hlutfall rafbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orku- gjöfum á árinu eða 26,9 prósent. Dísilbílar koma þar á eftir með 20,6 prósent, hybrid 20,5 prósent, bens- ín 16,6 prósent og tengiltvinn 15,3 prósent. Til einstaklinga seldust 369 nýir fólksbílar í janúar samanborið við 521 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 29,2 prósent milli ára. Ef skoðuð er breyting á sölu orku- gjafa milli áranna 2022 og 2023 er aukning í sölu á bensín, dísil- og hybrid-bílum en samdráttur í sölu á nýskráðum raf- og tengiltvinn- bílum. Ef við skoðum sölu til ein- staklinga þá er aukning í sölu á dísil- og hybrid-fólksbílum milli ára en samdráttur í sölu á bensín-, raf- og tengiltvinnbílum. Ökutækjaleigur keyptu 201 nýjan fólksbíl í janúar samanborið við 213 á sama tíma í fyrra og er því sam- dráttur slíkra skráninga 5,6 prósent. Hlutfall ökutækjaleiga er 27,4 pró- sent af heildarskráningum á móti 24,1 prósenti í fyrra. n Minni sala rafbíla í janúar hérlendis Innanrýmið fær MBUX-upp- lýsingakerfi og Apple CarPlay og Android Auto sem staðalbúnað. FRÉTTABLAÐIÐ BÍLAR 274. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.