Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2023, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.02.2023, Qupperneq 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Við vitum alveg að það er ekki gott að í samfélag- inu okkar sé fólk sem vinnur og vinnur og fær fyrir það laun sem duga ekki fyrir nauð- synjum. Þetta úrræði væri val fyrir þá for- eldra sem hafa tæki- færi til að vera áfram heima eftir fæðingar- orlof. Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Starfsfólk leikskólanna er í óbærilegum aðstæðum. Dag hvern er það að reyna að redda málum en mann- ekla er slík að skipuleggja þarf skerðingar þjónustu frá degi til dags. Þrátt fyrir ákall foreldra og leikskóla- starfsfólks heyrist lítið frá meirihluta borgarstjórnar. Fjöldi foreldra fær reglulega bréf frá leikskólastjórum þar sem þeir lýsa ástandinu. Hér er brot úr einu slíku: „Kæru foreldrar, okkur þykir það miður en við þurfum að bregðast við og loka deildum eins og við gerðum í síðustu viku. Vonandi fer þessu að linna, við erum að reyna að gera okkar allra besta til þess að auglýsa eftir fólki og skipta fólki sem er hér við störf á milli deilda.“ Og niðurlag bréfsins er svona: „Ég þakka ykkur kæru foreldrar fyrir þolinmæðina. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir ykkur. Því er ekki annað að gera í stöðunni en að leggja fram áætlun í hið minnsta næstu viku en hugsanlega verðum við að halda þessu eitthvað áfram. Við ætlum að halda áfram þessu plani og loka deildunum á sömu dögum og í síðustu viku en það kemur sér best fyrir okkur og við getum þá betur sinnt þörfum barnanna.“ Hversu lengi á starfsfólk að halda sjó í þessu ástandi og hvernig eiga foreldrar að geta sinnt vinnu og námi? Þetta er afleitt og ekki sést að mikið, ef nokkuð, sé gert í málunum. Meirihlutinn hefur gefist upp en hann er samt sá eini sem getur gert eitthvað enda sá sem heldur utan um pyngju borgarsjóðs. Það er ekki hægt að sinna öllum málum þegar fjármálin eru á heljarþröm en það er hægt að for- gangsraða í þágu daglegra þarfa borgarbúa. Flokkur fólksins hefur ítrekað kallað eftir uppstokkun í borgarkerfinu og að þjónusta við fólk verði sett í for- gang. Þriðjudaginn 7. febrúar er umræða um manneklu- vandann í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins í tengslum við tillögu Flokks fólksins um heimgreiðslur til foreldra sem eitt af úrræðum í boði. Um er að ræða greiðslur til foreldra yngstu barnanna á meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Þetta úrræði væri val fyrir þá foreldra sem hafa tækifæri til að vera áfram heima eftir fæðingarorlof. Heim- greiðsluúrræðið myndi því mögulega létta á álagi vegna manneklu og stytta biðlista leikskólanna. n Okkur þykir það miður Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgar- stjórn Reykjavíkur Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Árið 1869 kom úr bókin Kúgun kvenna eftir breska heimspek- inginn John Stuart Mill. Í bókinni sagði Mill stöðu kvenna undir valdi og hefðum karlmanna og að sú staða væri hvorki náttúruleg né eðlislæg. Mill líkti valdi karlmanna yfir konum við það vald sem þrælahaldari hafði yfir þræl sínum. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynja- fræði við Háskóla Íslands, segir að marxískur og sósíalískur femínismi hafi fléttað saman stéttakúgun og kvennakúgun. Að kvenna- kúgun sé afleiðing stéttakúgunar. Færi það svo að stéttakúgun yrði útrýmt myndu konur öðlast meiri völd. Undanfarnar vikur höfum við lesið og hlustað á fréttir um verkföll, stéttarfélög, skúr- ingakonur, Sólveigu Önnu og launakjör. Annað hvort stendur fólk með Sólveigu Önnu eða er á móti henni. Annað hvort stendur þú með skúr- ingakonum eða ekki. Allt þarf að vera svart eða hvítt og andstæðurnar algjörar. Í slíku umhverfi er erfitt að taka upplýstar ákvarðanir og mynda sér raunverulegar skoð- anir. Það er ekkert svigrúm til að skoða hlutina út frá öllum hliðum og finna lausn. En við vitum alveg að það er ekki gott að í samfélaginu okkar sé fólk sem vinnur og vinnur og fær fyrir það laun sem duga ekki fyrir nauðsynjum. Við vitum líka að það er gott að í samfélagi okkar séu til manneskjur, eins og Sól- veig Anna, sem eru til í að berjast fyrir annað fólk og kjörum þess. Eða það er allavega gott fyrir suma. Það er ekki þægilegt að hugsa til þess að hér búi fólk sem á ekki peninga fyrir mat. Það er miklu þægilegra að sitja bara í sínum vel- lystingum og hundsa vandamálið. Ef þú situr á veitingastað að borða blómkálssteik og sötra Pinot Noir er ekkert sérlega þægilegt að vera að velta fyrir sér hvernig einhver manneskja redd- aði mat fyrir börnin sín í kvöld. En við hljótum þó að þurfa að gera það. Síðustu vikur hefur fjöldi fólks, og þá sérstak- lega karlar, ekki átt í neinum vandræðum með að grípa fram fyrir hendurnar á konunni sem lætur sig skúringakonurnar varða, selja sam- félaginu þá hugmynd að hún hafi ekki stuðning félagsmanna sinna og sé að búa til úlfalda úr mýflugu. Getur skýringin verið sú að ef við förum að hugsa of mikið um þau sem neðst eru í sam- félaginu og auka réttindi þeirra þá minnka rétt- indi annarra? Minni stéttakúgun=meiri völd til kvenna. Meiri völd til kvenna=minni völd til karla. Nei, ég bara spyr … n Stéttakúgun í fyrirrúmi benediktboas@frettabladid.is   Villta vestrið Skýrsla um sjókvíaeldi sýnir veikburða stjórnunarhætti þar sem allt er eins ömurlegt og hugsast getur. Ef svona myndi birtast um eitthvert einkafyrir- tæki myndu hausar fjúka. Það er pottþétt. „Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum,“ segir meðal annars í skýrslunni. En þar sem þetta eru ríkisstarfsmenn þá þarf enginn að hafa áhyggjur. Það er nefnilega ekki hægt að reka viðkomandi af því að sá eða sú er ríkisstarfsmaður. Þeir mega bara skemma og eyðileggja nátt- úru. Það er talið vera í lagi. Enginn glaður Það sem er samt merkilegt er að samkvæmt skýrslunni er enginn sáttur eins og staðan er núna. Hvorki hagsmunaaðilar, viðkomandi ráðuneyti né þær stofnanir sem koma að stjórn- sýslu. Ekkert þeirra er glatt enda segir í skýrslunni að þetta sé stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkis- sjóð hefur fest sig í sessi. Þá er ekkert formlegt samstarf ráðu- neyta umhverfis og matvæla. Og kaflinn um Hafró þar sem starfs- menn átu upp lífmassa-kenn- ingu hagsmunaaðila. Hann er ekki einu sinni fyndinn heldur bara ömurlegur. n 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.