Fréttablaðið - 07.02.2023, Síða 35
Sýningin snýst um
nýlendustefnu og
kynþáttaofbeldi og
hugmyndir um sjálfs-
mynd og flókið sam-
band okkar við upp-
runa og arfleifð.
Daría Sól Andrews
TónlisT
Sinfóníuhljómsveit
Íslands
Verk eftir Vänskä, Weill og
Mendelssohn
Einleikari: Erin Keefe
Stjórnandi: Osmo Vänskä
Eldborg í Hörpu
fimmtudaginn 2. febrúar
Jónas Sen
Sönglögin eftir Kurt Weill eru mörg
hver fjarskalega falleg, eins og You-
kali, sem er í eins konar tangóstíl
og fjallar um útópíu fullkominnar
hamingju. Lagið er grípandi, í
hefðbundnum stíl dúr- og moll-
tóntegunda. Weill er þekktastur
fyrir leikhústónlist sína, og þar
gengur yfirleitt ekki að tónlistin sé
of framúrstefnuleg eða f lókin.
Við allt annan tón kvað á tón-
leik u m Sinfóníu hljómsveit a r
Íslands á fimmtudagskvöldið, en
þá var f luttur konsert fyrir fiðlu og
blásara eftir Weill. Tónmálið var
talsvert meira framandi en maður
á að venjast, laglínurnar nokkuð
ómstríðar og hljómarnir annar-
legir. Stemningin var alvarleg og
verkið var spennandi áheyrnar.
Auðvelt var að detta inn skáld-
skapinn sem lá þar til grundvallar,
og kallaði hann fram alls konar
myndir upp í hugann. Framvindan
í tónlistinni var lokkandi, sífellt var
eitthvað áhugavert að gerast, og lit-
brigðin margræð og seiðandi.
Safaríkur fiðluleikur
Flutningurinn var líka f lottur.
Erin Keefe var einleikarinn og
fiðlan hljómaði prýðilega í hönd-
um hennar. Tónarnir voru fallega
mótaðir og safaríkir og samspilið
við hljómsveitina var nákvæmt.
Konsertinn gerir miklar kröfur til
einleikara og hljómsveitar, og sú
síðarnefnda stóðst þær ágætlega.
Alls konar fínlegar tónahendingar
og hljómar voru snyrtilega útfærðir
og stígandin í samspili einleikara
og hljómsveitar var þétt og hnit-
miðuð.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
var Osmo Vänskä, sem er okkur
Íslendingum að góðu kunnur.
Hann stjórnaði einnig verki eftir sig
sjálfan, forleik sem var fyrsta atriði
efnisskrárinnar. Forleikurinn var
skreyttur fjölbreyttum slagverks-
leik og var saminn, svo vitnað sé
í tónleikaskrána, „sem nokkurs
konar fylgirödd við fiðlukonsert
Kurts Weill …“ án þess að það væri
nánar útskýrt eða væri auðheyrt
á tónleikunum. Forleikurinn var
í öllu falli húmorískur og mjög
ólíkur áðurnefndu tónsmíðinni.
Stemningin var líf leg og tilvitnunin
í fimmtu sinfóníu Beethovens var
skondin.
Glæsilegir hápunktar
Síðasta verkið á efnisskránni var sin-
fónía nr. 3 eftir Mendelssohn. Hún er
kölluð „Hin skoska“ og er innblásin
af ferðalagið tónskáldsins þar á bæ.
Þetta er afskaplega rómantísk tón-
list, andrúmsloftið er höfugt, stefin
ómþýð og hápunktarnir glæsilegir.
Hún ristir þó ekki sérlega djúpt, ekk-
ert frekar en svo margt annað eftir
tónskáldið. En hljómsveitin spilaði
hana vel, mismunandi hljóðfæra-
hópar voru pottþéttir á sínu og
heildarhljómurinn einbeittur og
munúðarfullur þegar við átti. Túlk-
unin var sannfærandi, hið ljóðræna
var vel framsett og glæsilegu kafl-
arnir voru tilkomumiklir. Útkoman
var í fremstu röð. n
niðursTaða: Vandaðir og
spennandi tónleikar.
Leikhústónskáld sýndi á sér aðra hlið
Finnski hljóm-
sveitarstjórinn
Osmo Vänskä
stjórnaði Sin-
fóníuhljómsveit
Íslands síðasta
fimmtudag.
Mynd/AðSEnd
Í sýningunni Að rekja brot í
Gerðarsafni má meðal annars
sjá verk innblásin af lögreglu-
ofbeldi gegn svörtum Banda-
ríkjamönnum og innsetningu
byggða á móður listamanns-
ins sem lifði af atómsprengj-
una í Hiroshima.
tsh@frettabladid.is
Samsýningin Að rekja brot var
opnuð í Gerðarsafni í síðustu viku
en í henni má sjá verk listamanna
víða að úr heiminum. Verk þeirra
eiga það sameiginlegt að rannsaka
flókna sögu nýlendu- og kynþátta-
of beldis, gagnrýna og endurskrifa
frásagnir um kúgun og eignarnám
og endurheimta hugtök eins og yfir-
vald og fórnarlamb.
Listamennirnir sem taka þátt í
sýningunni eru Abdullah Qureshi,
Frida Orupabo, Hugo Llanes, Inu-
uteq Storch, Kathy Clark og Sasha
Huber.
Uppruni og arfleifð
„Sýningin snýst um nýlendustefnu
og kynþáttaof beldi og hugmyndir
um sjálfsmynd og flókið samband
okkar við uppruna og arfleifð. Síðan
líka um efniskennd, það er mjög
mikilvægt í sýningunni, hvernig
efniskennd tengist ferli listamann-
anna, því það er mjög fjölbreytt,“
segir Daría Sól Andrews sýningar-
stjóri.
Finnst þér umfjöllunarefnin eiga
erindi á Íslandi árið 2023?
„Já, mér finnst sýningin mjög
mikilvæg á þessum tímapunkti á
Íslandi í dag þegar kemur að fjöl-
breytileika á Íslandi og fólki sem
kemur frá mismunandi löndum
og kynþáttafordómum. Mér finnst
vanta að fjalla meira um þetta, sér-
staklega í listheiminum, og auka
sýnileika listamanna af erlendum
uppruna. Það er byrjað að fjalla um
þessi málefni en það vantar ennþá
upp á, þannig að sem sýningarstjóri
finnst mér mjög mikilvægt að gera
það sem ég get til að taka skref í
þessa átt, bæta sýnileikann og auka
tækifærin fyrir okkur sem erum
brún eða frá mismunandi löndum.“
Notast við heftibyssu
Sasha Huber er einn þeirra lista-
manna sem taka þátt í Að rekja
brot. Sasha er listamaður af sviss-
nesk-haítískum uppruna, er búsett í
Helsinki og vinnur með ólíka miðla
í list sinni. Ein af hennar þekktustu
aðferðum er að nota loftheftibyssu
sem hún notar til að búa til málverk
og skúlptúra úr heftum.
„Ég byrjaði að vinna með þetta
árið 2004. Á þeim tíma gerði ég
tilraunir um hvernig hægt væri að
vinna með þetta tæki, ég fékk hug-
myndina í meistaranámi mínu og
áttaði mig síðan á því að þetta væri
eiginlega eins og vopn. Hljóðið sem
heftibyssan gefur frá sér og svo þarf
maður að vernda bæði eyru sín og
augu þegar maður notar hana. Mér
fannst vera mikill táknrænn kraftur
í þessu verkfæri.“
Sasha segist hafa nýtt táknrænan
kraft heftibyssunnar til að takast
á við þemu á borð við kynþátta-
hyggju og valdaójafnvægi.
„Til að byrja með snerist þetta að
miklu leyti um að skjóta til baka
með því að draga upp mynd af
fólki sem olli miklum skaða með
nýlendustefnunni. Þetta á sér rætur
að rekja í arf leifð móður minnar,
sem er frá Haítí. Síðar breyttist þessi
aðferðafræði yfir í það að sauma
saman sár nýlenduhyggjunnar.
Með heftunum er ég á vissan hátt
ég að sauma saman þessi sár, hlúa
að þeim og reyna að græða þau,“
segir hún.
Heiðrar minningu svartra
Í einu af verkum Söshu á sýningunni
Að rekja brot er hún búin að hefta
mynd af hjarta á hvítt skothelt vesti.
„Þetta er úr seríu sem heitir This
is America og fjallar lögreglu ofbeldi
gagnvart svörtum Bandaríkja-
mönnum. Þetta verk heiðrar minn-
ingu Ahmaud „Maud“ Arbery sem
var hundeltur og skotinn til bana af
þremur rasistum á meðan hann var
úti að skokka í hvítum stutterma-
bol. Eftir að þetta gerðist fór mikið
af fólki út að skokka í hvítum bolum
til að minnast hans.“
Á sýningunni er einnig til sýnis
andlitsmynd eftir Söshu af banda-
rísku listakonunni Edmonia Lewis.
Verkið er partur af seríunni The
Firsts sem samanstendur af verk-
um af svörtum frumkvöðlum sem
máluð eru með heftibyssu á svartar
hljóðeinangrandi plötur.
„Sú sem við sjáum hér er Edmonia
Lewis, hún var listamaður og
myndhöggvari sem f luttist frá
New York til Rómar árið 1866 því
hún heillaðist af listinni þar. Hún
var afrísk-amerísk af haítískum og
innfæddum uppruna og varð einn
fyrsti svarti listamaðurinn í Róm.“
Sasha k veðst aðallega gera
myndir af svörtum einstaklingum
sem hösluðu sér völl í hvítum sam-
félögum Evrópu á 19. og 20. öld en
hún hefur þó einnig gert myndir af
núlifandi fólki á borð við Jani Toi-
vola, fyrsta svarta manninum sem
kosinn var á finnska þingið árið
2011.
Lifði af atómsprengjuna
Kóresk-ameríski listamaðurinn
Kathy Clark hefur verið búsett á
Íslandi um áraraðir. Á sýningunni
Að rekja brot sýnir Kathy stóra inn-
setningu sem er byggð á lífsreynslu
móður hennar sem lifði af atóm-
sprengjuna í Hiroshima 1945.
„Móðir mín er kóresk en fluttist
til Japan sem ung stúlka. Hún ólst
þar upp og lærði japönsku og man
ekki mikið af kóreskunni. Fjöl-
skylda hennar fluttist þangað vegna
fjárhagslegra aðstæðna, það var um
það leyti sem Kórea var hersetin af
Japönum og fjölskylduna vantaði
vinnu þannig að þau fluttu til Japan
eins og margir Kóreubúar gerðu á
þeim tíma,“ segir Kathy.
Í innsetningunni segir Kathy
söguna af hinum örlagaríka degi 6.
ágúst 1945 þegar Bandaríkjamenn
vörpuðu tveimur kjarnorkusprengj-
um á borgirnar Hiroshima og Naga-
saki í Japan til að binda enda á síðari
heimsstyrjöldina.
„Til að vinna sér inn pening fóru
amma mín og mamma út í sveit,
gengu á milli bóndabæja og keyptu
hluti frá bændunum til að selja á
markaðnum. Mamma mín var held
ég 15–16 ára um þetta leyti, hún tók
lestina til Hiroshima sama dag og
atómsprengjunni var varpað,“ segir
hún. n
nánar á frettabladid.is
Tekist á við nýlendustefnu og kynþáttafordóma
Svissnesk-haítíski listamaðurinn Sasha Huber, sýningarstjórinn Daría Sól Andrews og kóresk-bandaríski listamaður-
inn Kathy Clark taka allar þátt í sýningunni Að rekja brot í Gerðarsafni. FréttAblAðið/Anton brink
Innsetning Kathy Clark er byggð á reynslu móður hennar sem lifði af
atómsprengjuna í Hiroshima í Japan árið 1945. FréttAblAðið/Anton brink
FréTTabLaðið menning 197. Febrúar 2023
ÞRiÐJUDAgUR