Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2023 Hafnarborg býður upp á listasmiðjur fyrir börnin í vetrarfríinu. jme@frettabladid.is Hafnarborg býður grunnskóla- börnum í Hafnarfirði að taka þátt í skemmtilegum og skapandi lista- smiðjum á vegum safnsins í vetrar- fríi skólanna, í dag og á morgun. Smiðjurnar verða hvor með sínu sniðinu og gestum er velkomið að taka þátt annan eða báða dagana. Skúlptúrar og plánetur Fimmtudaginn 23. febrúar frá kl. 13-15 verður skúlptúrsmiðja. Þátttakendur vinna með gips og búa til skúlptúra í anda lista- konunnar Sóleyjar Eiríksdóttur en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hennar í safninu. Sóley vann sjálf stærri skúlptúra sína með því að klæða burðargrind með steinsteypu . Leiðbeinandi er Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, mynd- listarmaður og sérfræðingur á skrif- stofu Hafnarborgar. Föstudaginn 24. febrúar kl. 13-15 verður plánetusmiðja þar sem þátttakendur vinna með ýmis litrík efni til þess að búa til sínar eigin plánetur sem breytast í snúningi og ljósi. Saman munu pláneturnar svo mynda sólkerfi sem lýsir upp „himinhvolfið“. Leiðbeinandi er Þórdís Erla Zoëga myndlistar- maður. Smiðjurnar fara fram í Apótekinu á fyrstu hæð safnsins en mælst er til að börn mæti í fylgd fullorðinna. Þátttaka í listasmiðjum er gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins. n Listasmiðjur í Hafnarborg Viktor er nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur og vinnur í fullu starfi á Landspítalanum þar sem hann segist alltaf fá góð viðbrögð við útliti sínu. Hann segist margbrotinn persónuleiki en skilningsrík manneskja og í hjúkrun upplifi hann tilfinninguna að líf hans hafi tilgang og að hann skipti máli. FRÉTTABLAÐIÐ/E RNIR Vill ekki vera náttúrulegur í útliti Viktor Andersen setti sér ungur markmið um að láta lýtalækna breyta andliti sínu og vek- ur athygli hvar sem hann fer. Hann er sáttur við spegilmyndina og segist hvergi hættur. 2 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 18 Tjúttað í hálfa öld 3 8 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | tímamót | | 16 LíFið | | 22 LíFið | | 20 menning | | 19 Svarta rósin blómstrar Tíu ár sem formaður F I M M t U D A g U R 2 3 . F e b R ú A R| Hlutur olíufélaga af seldum lítra hefur hækkað úr 30 krónum í 70 frá maí 2022. Öll áherslan er á vöxt greinarinnar. Jón Kaldal Sparaðu tíma og gerðu einfaldari innkaup á netto.is STUNDUM ER BETRA AÐ LEIGJA Við erum með réttu steypumótin í öll verk Handboðar í Hafnarhúsi Afföllin í fiskeldinu á Íslandi voru um 19 prósent á síðasta ári, sem er nærri 27 prósent- um meira en gerist í norsku sjókvíaeldi. ser@frettabladid.is FISkeLDI Fleiri f iskar drápust í sjókvíaeldi hér á landi í fyrra en nokkru sinni. Þetta staðfesta tölur úr mælaborði fiskeldis hjá Mat- vælastofnun. Tjónið stafar meðal annars af vetrarsárum, líffærabilun og smitsjúkdómum – og var talsvert meira en metárið 2021. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir dæmi um að einn af hverjum þremur eld- islöxum í sjókvíum hér við land hafi drepist í vetrarveðrum fyrir vestan í janúar og febrúar í fyrra. Nú í desember hafi lúsasmit í sumum sjókvíum verið svo hrika- legt að viðlíka tölur hafi aldrei áður sést, segir Jón og gagnrýnir stjórnvöld . „Öll áherslan er á vöxt greinarinnar, fremur en velferð fiskanna.“ Jens Garðar Helgason, aðstoðar- forstjóri Laxa hf. á Austurlandi, viðurkennir að vaxtarverkir hafi fylgt hraðri uppbyggingu í grein- inni, en leitað hafi verið til færustu sérfræðinga í heimi til að lágmarka tjón og það sé að skila sér. „Varnir hafa verið bættar og aðgreining aukin á milli kvía,“ segir Jens Garðar. Afföllin í f iskeldinu á Íslandi voru um 19 prósent á síðasta ári, sem er nærri 27 prósentum meira en gerist í norsku sjókvíaeldi, „sem þykir algerlega óásættanlegt þar í landi,“ segir Jón Kaldal og kveðst ekki treysta fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum til að gera nauðsynlegar úrbætur. Sjá Síðu 4 Aldrei meiri fiskadauði Hópur fólks hlýðir á erindi á Austurvelli í gær þar sem útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra var mótmælt. Að mótmælunum standa ýmis grasrótarsam- tök eins og No Borders, Fellum frumvarpið og Refugees in Iceland. FréttabLaðið/VaLLi NeyteNDUR Álagning á bensín og dísilolíu er umtalsvert hærri hér á landi en í Bretlandi og Írlandi. Costco virðist ekki veita eins mikla samkeppni og áður. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytis- markaðnum hér á landi. Fram kemur í úttektinni að hlutur olíufélags af hverjum seldum lítra hefur rúmlega tvöfaldast frá því í maí 2022. Hann hafi farið úr röskum 30 krónum í meira en 70 krónur. Sjá Síðu 8 Álagning á bensín hærri hér á landi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.